Gleðilegt sumar!

Gleðilegt sumar kæru lesendur! Cool 

Ég var í svo mikill afslöppun í gær að það hálfa hefði verið helling.  Svaf frameftir í fyrsta skipti í langan tíma og var svo bara að dunda mér heima við frameftir Halo  Er það ekki bara viðeigandi svona á Sumardeginum fyrsta?

Fór svo í nokkuð góðan hjólatúr með Kristínu Ólafs ... hjóluðum inneftir, upp í efra hverfi, niður Móholt-Árholt, úteftir aftur og inn í nýja hverfið áður en haldið var heim á ný.  Var búin að gleyma því hvað það er ótrúlega gaman að hjóla og er jafnvel að íhuga að gera það aftur fljótlega Wink

Veðrið hérna fyrir vestan var sannarlega sumarlegt í gær og ef sumarið verður jafn gott og gærdagurinn þá eigum við gott sumar framundan!  Merkilegt nokk þá gleymdi ég myndavélinni heima þegar við fórum að hjóla þannig að þetta verður myndalaust blogg í þetta skiptið.  Hef þó í hyggju að bæta úr því á helginni Happy 

Annars verður þetta ekki mikið frí þessa helgina þar sem ég er að vinna fyrir mömmu á Gamla gistihúsinu.  Það á eflaust eftir að ganga vel, þó það verði erfitt að vakna á morgnanna í morgunmatinn Whistling  Planið er þó nýta helgina jafnframt í að klára að koma mér fyrir á efri hæð Turnsins, enda alveg kominn tími á það og var ég búin að lofa sjálfri mér að vera búin að klára þetta fyrir næstu helgi ... sjáum þó til hvernig það kemur til með að ganga ... í versta falli þá er víst aukafrí á fimmtudaginn í næstu viku Joyful

Meira síðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrefna Katrín Guðmundsdóttir

Gleðilegt sumar :)

Nú er bara rúmur mánuður (eins fáránlegt og það nú eiginlega er...) þangað til ég kem að heimsækja þig í Turninn :)

Hrefna Katrín Guðmundsdóttir, 27.4.2008 kl. 23:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband