Žrišjudagur, 6. maķ 2008
Long time, no seen
Jį, žaš er oršiš alltof langt sķšan ég skrifaši sķšast. Skrżtiš hvernig tķminn flżgur stundum įfram
Žaš hefur margt veriš um aš vera sķšustu daga, vinna og vinna og svo var aušvitaš Fossavatnshlaupiš į helginni. Oskar vinur minn frį Svķžjóš kom og tók žįtt ķ mótinu og gisti svo hjį mér ķ tvęr nętur, en ég hafši lofaš žvķ aš sżna honum meira af Vestfjöršum. Ég varš aušvitaš aš standa viš žaš loforš og žar sem hann hafši fariš inn ķ Djśp įšur og langaši aš sjį fuglabjarg, žį var aušvitaš ekkert annaš hęgt aš gera en aš skella sér į Lįtrabjarg.
Žrįtt fyrir leišindavešur į laugardag og sunnudag žį ręttist heldur betur śr žvķ ķ gęr og var glampandi sól og logn žegar viš lögšum af staš į mįnudagsmorguninn. Eins og almennilegur leišsögumašur žį stoppaši ég aušvitaš oft į leišinni. Fyrst ķ Önundarfiršinum:
Svo ķ Dżrafiršinum, žar sem viš sįum hvorki meira né minna en 3 seli:
Svo į Hrafnseyri:
Svo į Dynjanda:
og aš lokum į Lįtrabjargi
Į leišinni heim seinni partinn var stoppaš ķ lauginni ķ Reykjafirši:
Stórskemmtileg ferš ķ frįbęru vešri Getiš skošaš fleiri myndir hér.
Annars er ósköp lķtiš aš frétta. Ég er reyndar aš leita mér aš sumarstarfi žessa dagana, en veit ekki alveg hvaš gera skal, langar hįlfpartinn aš nota sumariš til aš lęra, lesa og njóta sumarins og vęri žess vegna mjög opin fyrir aš taka aš mér e-r verkefni, skipulagningu atburša, yfirlestur texta eša jafnvel bara hįlfsdagsstarf ... endilega lįtiš mig vita ef žiš vitiš um e-š snišugt
Meira sķšar.
Athugasemdir
Flottar myndir! Hlżtur aš hafa veriš bara nokkuš skemmtileg skošunarferš ;) Hlakka til aš sjį žig ķ sumar, styttist og styttist ķ žaš!
Hrefna Katrķn Gušmundsdóttir, 9.5.2008 kl. 23:34
Bęta viš athugasemd [Innskrįning]
Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.