Mánudagur, 12. maí 2008
Vill e-r að selja mér hjól?
Helgin hefur verið alveg hreint yndisleg og að mestu farið í að liggja í leti og horfa á sjónvarpið, á milli þess sem ég fór út að skokka og svo í smá hjólatúr í gær
Talandi um það, ég er alveg búin að sjá það að ég þarf að kaupa mér hjól. Ég hef fengið hjólið hennar mömmu lánað hingað til, en þar sem hún vill víst (eðlilega) nota það stundum sjálf þá flækir það svolítið málin Ástæða þess að mig langar í hjól er bæði sú að það er jú alveg sérstaklega góð og skemmtileg hreyfing að fara út að hjóla og svo hitt að bensínverðið er orðið kjánalega hátt og ég þarf að spara í sumar Ef einhver á sæmilega útlítandi kvenmannshjól í bílskúrnum og er til í að selja það á sanngjörnu verði þá má sá hinn sami endilega hafa samband við mig - ég er í símaskránni og netfangið mitt er hér
Annars er ósköp lítið að frétta af mér. Vorið virðist loksins vera komið og ég er ekki frá því að grasið sé byrjað að grænka ... Ég hef það á tilfinningunni að þetta verði skemmtilegt sumar hér á Ísafirði - eru ekki allir sammála því?
Meira síðar.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.