Sumarið er komið ...

Svon' á það að vera Smile

Já, það virðist loks vera komið sumar og eins og sumrum er einum líkum þá hefur verið meir en nóg að gera og veðrið hefur nú barasta verið nokkuð gott.  Ég hef verið voðalega léleg við að blogga upp á síðkastið, en það fylgir jú oft sumrinu lítill tími til að blogga Tounge

Það er bæði lítið og mikið að frétta af mér.  Eins og einhverjir tóku eftir í síðasta bloggi þá er ég komin með sumarstarf.  Það kom allt saman svo skyndilega upp á að ég trúi því varla enn, en ég hlakka mikið til að byrja.  Planið var, eins og ég hafði deilt með ykkur áður, að vera að vinna bara í verkefninu mínu í sumar og vera í lausamennsku, en þegar mér var boðið að vinna hjá Fræðasetri Háskóla Íslands í Bolungarvík í sumar þá var það einfaldlega of frábært tækifæri til að geta sleppt því Halo  Ég byrja að vinna þar á morgun, en verð líka hjá Háskólasetrinu að einhverju leiti fram í miðjan júní.  Ég verð því ekki í fríi í sumar eins og planað var heldur á fullu í vinnu og hlakka mikið til Joyful

Hmmm... hvað fleira í fréttum.  Ég var að vinna í Blómaturninum í fyrsta skipti á laugardaginn.  Það var brjálað að gera en ég skemmti mér vel með Kolbrúnu vinkonu minni.  Lærði helling á þessum stutta tíma, en er enn algerlega vonlaus í að búa til blómvendi Blush  Annars var ég á virkilega áhugaverðri heimildamyndahátíð á helginni, Breaking the barriers.  Margir áhugaverðir og, hvað skal segja, hugvekjandi fyrirlestrar.  Frábært framtak hjá þeim sem stóðu fyrir hátíðinni og ég þakka fyrir mig! Smile

... sólin leikur um mig ...

Meira síðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Bestu sumarkveðjur til þín Albertína mín

Sigrún Jónsdóttir, 1.6.2008 kl. 22:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband