Föstudagur, 6. júní 2008
Undir birkitré ...
... í sólinni ... væri ég nú alveg til í að vera núna.
Þessi vika sem nú er að ljúka hefur verið svolítið strembin og einkennst af vinnu (mjög skemmtilegri þó), hósta og raddleysi. Ég hef því verið heldur löt við að fara út á meðal fólks eftir vinnu, en planið er að hrista þetta af mér og á helginni og vera hress ... enda sumarið komið og lífið gott
Það er voðalega lítið að frétta af mér, svona þannig lagað. Er bara byrjuð í nýju vinnunni og lýst vel á. Keyri út í Bolungarvík á hverjum degi og finnst það bara gaman, enda ótrúlega margt sem ber fyrir augu á leiðinni. Tók til dæmis myndina hér fyrir neðan í morgun:
Verð að viðurkenna að eins lítið mál og mér finnst vera að keyra Óshlíðina þá var það svolítið sérstök tilfinning að stoppa þar. Held það hafi nú samt haft meira með heimildarhryllingsmyndina sem ég sá á síðustu helgi að gera heldur en e-n raunverulegan ótta. Eins er það líka svo ótrúlega mikill vani að bruna bara út í Bolungarvík og vera ekkert að stoppa á leiðinni
Annars er það bara helgin framundan og vinna. Við erum að prufukeyra spurningalista út af vinnunni á helginni og svo er ég að vinna í blómabúðinni líka á morgun. Aldrei tími til að leiðast hérna á Ísafirði
Eins og fram kom í síðustu færslu þá er sumarið er komið og þegar svo er þá er myndavélin sjaldnast undan og eru nokkrar myndir teknar í Ósvör í gær hér fyrir neðan.
Arfinn farinn að láta sjá sig
Fína frú Furðufiskur...
Þetta er?
Reyndar finnst mér alltaf jafn gaman að fara í Ósvör, og ekki skemmdi fyrir í gær að veðrið var nokkuð gott. Fleiri myndir má að venju sjá hér. En nú er spurning um að reyna að gera e-ð á heimilinu áður en svefninn kallar.
Meira síðar.
Athugasemdir
Meira að segja arfinn er fallegur vestur á fjörðum. Til hamingju með nýju vinnuna
Sigrún Jónsdóttir, 7.6.2008 kl. 01:28
Fallegar myndir hjá þér að venju.
Níels A. Ársælsson., 7.6.2008 kl. 22:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.