Þriðjudagur, 10. júní 2008
Litlu hlutirnir
Hafið þið tekið eftir því hvernig það eru oft litlu hlutirnir í lífinu sem hafa oft skemmtilegastir og koma mest á óvart?
Það er t.d. matur sem reynist óvænt vera virkilega góður, það er tilfinningin sem vaknar í hjartanu þegar sólin kemur aftur eftir rigninguna, það eru litlu símtölin - fékk t.d. eitt í dag sem gladdi mig alveg óskaplega, frá vinkonu minni sem hafði fyrir tilviljun rekist á nemanda minn á ferð sinni um landið, það eru líka sms-in með góðum fréttum og óvæntu heimsóknirnar, það er tilfinningin sem fylgir því að heyra nýja tónlist og tilfinningin sem fylgir því að geta eitthvað eftir ítrekaðar tilraunir og já ... get haldið endalaust áfram
Ég ætla að skjótast suður á helginni, planið er að keyra suður eftir vinnu á föstudaginn og koma heim á mánudag (a.m.k. í augnablikinu ). Ef þið eruð í bænum og langar að hittast þá endilega hafið samband
Að venju verð ég að setja inn örfáar myndir ... tók þessar í "veiðiferð" í Engidal á mánudagskvöldið
Venju samkvæmt má sjá fleiri myndir hér.
En jæja, nóg í bili
Meira síðar.
Athugasemdir
Hæhæ ég er í bænum :o)
og það væri alveg frábært að hitta á þig yfir einum kaffi eða svo. Bjallaðu bara á mig í 8996064. En ég hef ekki hugmynd um íslenska nr þitt hehe.
Kveðja Hrönn og stelpurnar.
Hrönn (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 11:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.