Fimmtudagur, 12. júní 2008
Hrakfallabálkurinn ég!
Já, þetta var frekar erfiður dagur í gær, þó hann hafi nú reyndar endað vel
Það byrjaði nú á því að ég hefði þurft að vera á þremur stöðum í einu um morguninn. Það var svo sem lítið mál og reddaðist auðveldlega, nema hvað að ég var með þessa furðulegu tilfinningu að ég var sannfærð um að það væri föstudagur
En já, til að gera langa sögu stutta þá endaði ég sólbrunnin, mað gat á fætinum og bilaða tölvu! Geri aðrir betur
Það byrjaði s.s. þannig að við vorum að funda í vinnunni og þar sem veðrið var jú með endæmum gott. Þar sem mín ljósa húð þarf alltaf að brenna einu sinni á hverju sumri þá ákvað hún að grípa tækifærið í gær til að brenna hressilega Það var svo sem ekkert nema gaman af því nema hvað að þegar heim er komið þá ákvað ég að skjótast í apótekið og kaupa sólarvörn og eftir-sól þar sem ég ætlaði í göngutúr með Dóru Hlín. Það var hins vegar heldur lítið úr því þar sem mér tókst að stíga á nagla á leiðinni heim úr apótekinu
Ég haltraði það sem eftir var leiðina heim og aflaði mér upplýsinga um viðbrögð við slíku óhappi. Á meðan ég var í símanum við hjúkrunarfræðing fjölskyldunnar kveikti ég á tölvunni minni, en nei - haldið þið að skjárinn hafi ekki verið í algeru rugli - tölvan sum sé biluð í ofanálag við allt annað!
Já, þetta var orðið frekar þreytt. Eftir að hafa aflað mér upplýsinga þá haltraði ég aftur í apótekið og keypti joð og plástra og skellti á meiddið (sem er á táberginu). Fékk svo virklega góðan mat hjá Dóru Hlín og Hálfdáni Bjarka áður en ég hjólaði til mömmu og pabba til að fá smá vorkun. Þar komst ég að því að það var virtist vera töluverð drulla inn í sárinu og fór í fótabað og setti meira sótthreinsandi áður en ég fór í Tónlistarskólann að æfa mig með Bryndísi (og Ellu). Þegar því lauk var ég orðin hálf bólgin og kjánaleg í sárinu og ákvað að rölta yfir til Jóhönnu frænku og biðja hana að kíkja á sárið. Í samráði við hana hringdi ég á vakthafandi og endaði sumsé upp á sjúkrahúsi í gærkvöldi þar sem Fjölnir læknir (sem þurfti að þola æmtið og skræmtið í mér) hreinsaði sárið
Löngum og erfiðum degi lauk svo á Langa Manga með Guðrúnu Svövu og Eddu Katrínu þar sem mikið var hlegið af hrakföllum dagsins og slakað á. M.ö.o. þá endaði hrakfalladegurinn mikli vel
Já, það má með sanni segja að sumir dagar séu erfiðari en aðrir en ég kýs að líta svo á að ég hafi tekið föstudaginn þrettánda með trompi í gær og muni því eiga mjög góðan dag á morgun!!
Meira síðar.
Athugasemdir
Já vonandi - enda allt þegar þrennt er!
Guðrún Helgadóttir, 12.6.2008 kl. 16:09
Uss! Þetta var nú meiri dagurinn! Já, þú ert örugglega búin að taka út óheppni morgundagsins, sem er nú eins gott svona fyrst þú ætlar að keyra á milli landshluta! Hefði verið gaman að kíkja á Langa í gær en við sjáumst á laugardaginn :)
Hrefna Katrín Guðmundsdóttir, 12.6.2008 kl. 16:16
Múhaha! Þú ert klaufi eins og ég :)
Brynja Huld (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 11:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.