Þangað og aftur heim

Eftir vinnu á föstudaginn brunaði ég ásamt litlu systur alla leið til Reykjavíkur.  Ferðin gekk greiðlega þó að við hefðum stoppað nokkrum sinnum á leiðinni til að taka myndir og nærast.  Þar sem við vorum ekki komnar á leiðarenda  fyrr en seint og síðar meir, tók ég kvöldið bara rólega og fór snemma að sofa - enda líka langur dagur framundan. 

Á laugardaginn var byrjað í IKEA áður en haldið var í Kringluna (þetta var sum sé verslunarferð líka).  Þar héngum við frameftir degi, eða þangað til veislustússið tók við - 2 útskriftarveislur og eitt óvænt brúðkaup/útskriftarveisla. 

Sunnudagurinn fór sömuleiðis í verslunarlabb, fórum þá m.a. í Smáralindina þar sem við hittum Erlu Hlyns og áttum stórskemmtilegan dag, þó fæturnir væru orðnir örlítið þreyttir undir lokin.  Eftir smá afslöppun heima hjá Möggu frænku fórum við svo út að borða og í bíó ásamt Hrönn vinkonu.  Við fórum að sjá myndina Sex and the city og verð ég að viðurkenna að eins hikandi ég var gagnvart þessari mynd þá kom hún skemmtilega á óvart.  Ég hló stóran hluta myndarinnar og grét inn á milli. 

Á mánudaginn fór ég svo og hitti leiðbeinendur mína sem gekk held ég ágætlega (a.m.k. var ég ánægð eftir fundinn).  Svo var skroppið aftur í Kringluna og borðað og fleira áður en við brunuðum heim ásamt farþega.  Á þriðjudaginn missti ég reyndar af öllum hátíðarhöldum þar sem ég var að leiðsegja fyrir franska skemmtiferðaskipsfarþega.  Það var þó nokkuð gaman og bara gaman af því.

Ég tók fullt af myndum í ferðinni sem enn eru fastar inn á myndavélinni þar sem tölvan mín bilaði Errm En hún verður send suður í viðgerð á eftir þannig að það lítur allt betur út en á horfðist og myndirnar koma vonandi inn von bráðar.

Meira síðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Gleðilegan 19. júní bloggvinkona

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 19.6.2008 kl. 13:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband