... og sólin skín

Loksins, loksins ... eða það er reyndar ekki alveg satt.  Ég fékk tölvuna mína aftur á mánudaginn LoL Mikil gleði í gangi á heimilinu, en vegna mikilla anna þá hef ég lítið getað leikið við hana og þar af leiðandi ekki bloggað fyrr en nú. 

Ég er þó búin að setja inn myndir úr Reykjavíkurferðinni ...

2607163428_0193eaa7c1

2607162988_1c6879a00b

2606333225_040588cd73

Fór svo á frábæra tónleika í Tjöruhúsinu í síðustu viku, með hljómsveitinni The Hoodangers sem spiluðu í Edinborgarhúsinu á mánudeginum.  Tók þessa mynd þar:

2607162336_3bcb264ff5

Annars er búið að vera svo mikið að gera hjá mér síðustu tvær vikur að það er voða lítið að frétta hjá mér.  Ég fór jú með hóp úr skemmtiferðaskipi til Hesteyrar í fyrradag, yndislegt veður, skemmtilegt fólk og frábær staður Smile  Tók reyndar nokkrar myndir þar, en þar sem tími hefur verið af skornum skammti þá hef ég ekki komist í að setja þær myndir inn í tölvuna.  Á miðvikudagskvöldið spilaði ég svo í Biskupsmessu í Holti, Önundarfirði og átti yndislega kvöldstund með fólkinu þar.

Annars er það bara það sem er framundan.  Ég verð í tímatökunni í Óshlíðarhlaupinu á morgun (krossið fingur fyrir mig að það eigi eftir að ganga vel!! Halo), svo er það Ólympíuleikar Trúbadoranna og Hraun partý-ball annað kvöld, ætla ekki allir örugglega að mæta? Wink   

Að lokum verð ég eiginlega að nefna hvað ég er ofsalega ánægð með EJS og þjónustu þeirra fyrir sunnan!  Það var alveg sama hvaða vesen ég var með, stelpurnar í þjónustuverinu og strákarnir á verkstæðinu hjá EJS veittu frábæra þjónustu og redduðu öllu fyrir mig, verð hreinlega að mæla með þeim Happy Ég hringdi suður á miðvikudegi, þeir redduðu ábyrgðarmálunum (keypti tölvuna úti), viðgerðinni og öllu á sex dögum og þá er inni í þessum dögum sá tími sem fór í að setja tölvuna í póst á Ísafirði og koma henni suður og svo fékk ég hana með flugi á mánudaginn (með frábærri aðstoð Kristrúnar Helgu og Ómars, takk takk takk!). 

En jæja, sólin og vinnan kalla Cool

Meira síðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband