Miðvikudagur, 2. júlí 2008
Á sjó ...
Fór á Hesteyri í gær, skemmti mér konunglega þrátt fyrir, tja, ekki skemmtilegasta veður í heimi. Hesteyrinn var þó yndisleg venju samkvæmt og hlakka bara til að fara þangað aftur
Ætla annars bara að hafa þetta stutt og laggott, var að koma heim eftir að hafa "setið fyrir" ferðamönnum vegna vinnunnar og er núna að lesa æsispennandi grein um ímynd ferðamannastaða samband ímyndarinnar við ánægu ferðamanna ...
Nokkrar myndir að lokum ... úr ferðinni í gær.
Þessi var reyndar tekin á leiðinni út í Bolungarvík í gærmorgun ...
Á leiðinni yfir Djúpið. Það var örlítið hvasst, en undir styrkri stjórn kapteinsins þá var þetta lítið mál.
Hvönnin góða.
Meira síðar.
Athugasemdir
Þú ert alveg meistari í því að kveikja hjá mér heimþrá með þessum myndum, kem hérna inn björt og hress, fer útaf blogginu með heimþrá.. Ég er of kúl til að langa heim
Sjáumst annars eftir 3 vikur og 2 daga!
Brynja Huld (IP-tala skráð) 4.7.2008 kl. 09:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.