Að láta sér leiðast ...

... er e-ð sem ég á erfitt með að finna tíma til að gera þessa dagana Wink og er það auðvitað hið allra besta mál! 

Ég er búin að vera með fullt af gestum síðustu daga, vinnan og allur pakkinn sem fylgir sumrinu í gangi.  Til að útskýra aðeins þá skráði ég mig á heimasíðu sem heitir CouchSurfing áður en ég flutti út til Aberdeen, aðallega þar sem húsnæðismálin hjá mér voru ekki komin alveg nógu vel á hrein ... en svo líkaði mér ágætlega við þessa síðu og ákvað að vera bara skráð áfram.  Fyrir þá sem ekki vita þá snýst CouchSurfing í stuttu máli um það að bjóða öðrum Couch-surfurum að gista á sófanum hjá sér eða einfaldlega að hitta fólk yfir kaffibolla og benda því á áhugaverða staði og gefa smá innsýn inn í líf heimamanna.  Ég hef einmitt verið bara skráð sem kaffibolli, og haft gaman af því.  Ég hef þó haft opið á að leyfa fólki að sofa á sófanum - en hef aldrei látið verða af því fyrr en nú eftir að ég fékk stórskemmtilegan tölvupóst frá tveimur austurrískum stelpum í júní.  Þær mættu svo á svæðið á fimmtudaginn og skemmtum við okkur konunglega Halo  Fórum á Drekktu betur, Bolafjall, Skálavík, Bolungarvík, Kaffi Edinborg og á Markaðsdaginn í  Bolungarvík.  Skemmtilegar stundir sem við áttum saman og eigum verið eflaust eftir að vera vinkonur það sem eftir er Smile  Á sunnudaginn kom svo óvænt vinur minn frá New York í heimsókn og gisti eina nótt.  Honum fylgdu gönguferð inn í skógi og að ég held þrjár heimsóknir í Tjöruhúsið og tvær í Gamla bakaríið Whistling  Sem sagt ... skemmtilegir síðustu dagar ... og nokkrar myndir í tilefni þess Tounge

2641261867_0635057c55

2642089818_af14d16e1f°

2641268163_8fe9da7300

2651727797_87fd43d646

2651728045_1fe2e0c3eb

2651728121_b69cb1aa7d

2651728623_4294cca0e2

2652555134_b9978d06f1

...

Svo hvað næstu dagar bera í skauti sér á eftir að koma í ljós.  Óþolandi svona dagar þar sem of mikið úrval af atburðum og maður fyllist valkvíða Joyful 

Meira síðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ester Rut Unnsteinsdóttir

Ég dýrka myndirnar þínar Albertína - þú ert líka snilld !

Ester Rut Unnsteinsdóttir, 10.7.2008 kl. 14:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband