Laugardagur, 12. júlí 2008
Mér finnst rigningin góð!
Það er búið að vera yndislegt veður í dag - alveg hreint stórkostlegt. Hlýtt, nánast logn og yndisleg rigning Litla systir hefur gist í gestaherberginu síðustu daga og í dag ákváðum við að skella okkur í göngutúr í rigningunni. Eftir þurrka þá er fátt jafn yndislegt og að finna gleði jarðarinnar yfir rigningunni
Tók nokkrar myndir á leiðinni ... að venju!
Síðustu dagar hafa annars verið vinna að venju, hitt góða vini og notið lífsins í Turninum. Þannig á lífið líka að vera, er það ekki annars?
Meira síðar.
Athugasemdir
Glæsilegar myndir hjá þér að venju.
Góðar stundir.
Níels A. Ársælsson., 13.7.2008 kl. 10:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.