Föstudagur, 18. júlí 2008
Vá, vá, vá!
Vá, er tilfinning sem kemur alveg hreint ótrúlega oft yfir mig hérna á Ísafirði ... hérna á Vestfjörðum ef ég hugsa út í þetta Náttúran er svo ... vá! (ég þarf greinilega að bæta lýsingarorða-orðaforða minn).
Bara í gærkvöldi leit ég upp á leið heim og sá hvernig sólin lék við fjöllin sem virðast hafa blómstrað eftir rigninguna síðustu daga og já, það er án efa einn kosturinn við að búa hérna - alltaf virðist ég vera að finna nýjar og nýjar leiðir til að læra að meta náttúruna hérna ... og menninguna, upp á nýtt
En nóg um undarlegar tilfinningar ... Það hefur verið meir en nóg að gera síðustu daga (að venju). Það hefur verið vinna og meiri vinna og við Íris á fullu að "veiða" ferðamenn fyrir rannsóknina sem við erum að gera Við skelltum okkkur þó í smá leiðsögn á þriðjudaginn og gengum Aðalvík-Hesteyri með hóp af hressu fólki. Ferðin byrjaði raunar örlítið erfiðlega ... Sjórinn, í samstarfi við góðvin sinn veðrið, ákvað að henda í okkur smá brælu og verður að viðurkennast að flestir fundu fyrir smá sjóveiki ... meira að segja ég sem verð nánast aldrei sjóveik og hef sannast sagna ekki verið sjóveik síðan ég fór með Fagranesinu til Hornvíkur þegar ég var 14 ára
Ég jafnaði mig þó um leið og ég komst í gúmmibátinn í land og svo var gengið af stað í roki og rigningu sem truflaði okkur þó ekki nema í stutta stund en áður en við vissum af var sólin farin að skína og það sem eftir var ferðar var yndislegasta gönguveður - smá sól, smá hlýja og létt gjóla
Venju samkvæmt tók ég nokkrar myndir ...
Á miðvikudaginn brunuðum við Íris svo á Hólmavík að veiða ferðamenn. Vorum merkilega duglegar þrátt fyrir töluverða þreytu eftir þriðjudaginn
Annars er lítið að frétta. Helgin er framundan og verður hún án efa skemmtileg. Ég er nefnilega komin með þennan líka fínasta garð Ég dreif mig í gær í Húsasmiðjuna að skoða garðhúsgögn og endaði á að kaupa tvo gamaldags garðbekki sem Ari Klængur var svo frábær að hjálpa mér við að setja saman í gærkvöldi (takk, takk) Nú þarf ég bara að finna garðborð ... má ekki vera of hátt ... ef þið vitið um borð sem langar að flytja í nýjan garð þá megið þið endilega hafa samband við mig
Jæja, vinnan kallar
Meira síðar.
Athugasemdir
Ég fékk þessa "Vá" tilfinningu alloft í heimsókn minni vestur um daginn. Það var gaman að hitta þig mín kæra.
Sigrún Jónsdóttir, 18.7.2008 kl. 09:40
Ég þarf endilega að koma í garðpartý til þín :)
Hrefna Katrín Guðmundsdóttir, 19.7.2008 kl. 19:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.