Mánudagur, 21. júlí 2008
Tunguskógur
Gaman að segja frá því að ég er búin að fara nokkrum sinnum inn í Tunguskóg í sumar. Það er svo merkilegt hvað það er alltaf gott veður þarna innfrá Það er líka frábært hvað þetta er orðinn mikill "skógur" (svona miðað við Ísland) Fór síðast í göngutúr með litlu systur í gær og tók, venju samkvæmt, nokkrar myndir.
Fleiri myndir á flickr-inu
Annars ósköp lítið að frétta, bara meir en nóg að gera í vinnunni sem er hið besta mál. Var með smá garðveislu á laugardaginn sem heppnaðist held ég ágætlega, ég skemmti mér a.m.k. mjög vel Vikan er svo framundan - ekkert planað í augnablikinu ... spurning um að fara að undirbúa kennslu vetrarins?
Meira síðar.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.