Eigum við að ræða veðrið?

Veðrið hérna fyrir vestan hefur hreint og klárt verið alveg hreint stórkostlegt síðustu vikur Cool  Eiginlega of gott til að vera satt Halo  Ég er búin að vera nokkuð dugleg við að fara út að hreyfa mig, enda veðrið þannig að það nálgast það að vera synd að sitja inni í leti Devil 

Það er samt ótrúlegt hvað það tíminn líður hratt.  Verslunarmannahelgin liðin með öllum sínum góðu gestum og Mýrarboltanum.  Tók alveg nokkrar myndir á laugardeginum, en var svo óánægð með þær allar að einungis þessi fær að fljóta með ...

2739135499_7580657641

Meðan ég man, takk fyrir öll fallegu kommentin ykkar um myndirnar mínar - hvetjandi til að halda áfram að taka myndir.  Það er svo sérstakt hvað mér finnst endalaust gaman að taka myndir ... stundum sé ég e-ð og ég er hreinlega ekki með frið í sálinni fyrr en ég hef tekið mynd af því Whistling   Ég tók nokkrar slíkar á helginni ...

2739972584_c39526caa1

2739130541_15b841e0c4

2739129227_25ae5b3d7c

2739128235_97d055c216

Fleiri myndir að venju á Flickrinu mínu Smile 

Já, helgin var fín.  Kíkti aðeins á Edinborgarhúsið á föstudagskvöldið, stoppaði reyndar ekkert mjög lengi, var svo heillengi á Mýrarboltanum á laugardaginn og lá í leti um kvöldið, en á sunnudaginn fór ég aftur á Mýrarboltann og svo á Mýrarboltadjammið um kvöldið.  María Ögn og fjölskylda voru svo hérna í heimsókn, en ég náði því miður mjög lítið að hitta hana í þetta skiptið Pouty  En við bætum úr því síðar Wink Var annars mestmegnis alla helgina að njóta þess að liggja í leti Sleeping 

En nú er það vinnuvikan sem er tekin við - en trúið þið þessu?  Strax fimmtudagur á morgun!

Meira síðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband