Fimmtudagur, 28. ágúst 2008
Léleg þjónusta!
Hafið þið tekið eftir kaldhæðni lífsins hvað það varðar að þegar e-ð gerist þá gerist allt í einu
Ástæða þess að ég hef ekki bloggað síðustu daga er einfaldlega sú að ég hef verið í meir en 200% vinnu og hreinlega komið heim á kvöldin, unnið áfram og farið að sofa búin á því eftir daginn Hmm... er ég nokkuð alltaf að kvarta hérna?? Þetta er reyndar alls ekki meint sem kvart, heldur afsökun. Það er algerlega mitt mál að segja nei þegar ég er beðin um að gera e-ð - þó stundum séu aðstæður auðvitað þannig að maður segir bara já, alveg sama hvað - enda bara sjálfsagt að hjálpa til eins og hægt er
Þrátt fyrir mikla vinnu hafa líka síðustu dagar verið nokkuð skemmilegir, haft samskipti við fullt af skemmtilegu fólki og fengið enn fleiri skemmtilegar hugmyndir og jafnvel komið sumum þeirra í framkvæmd Ég er nefnilega pinku þannig að því meira sem er að gera hjá mér, því skemmtilegri hugmyndir fæ ég og því duglegri er ég við að framkvæma þær. Reyndar langar mig að deila einni hugmyndinni með ykkur kæru lesendur ...
Ég veit ekki hvort þið vitið það, en þannig er það að við Vestfirðingar (þ.e. þeir sem hafa á annað borð adsl), erum að fá töluvert lakari adsl-sjónvarpsþjónustu en flestir aðrir (t.a.m. Akureyringar og Egilstaðabúar). Hafið þið t.d. séð sjónvarpsauglýsingarnar um VOD-takkann sem á að veita okkur möguleikann á að leiga myndir samstundis með einum takka? Eða vissuð þið að það er hægt að vera með allt að 60 stöðvar í áskrift? (ekki að ég sé að mæla með því ).
Lengi vel hélt ég að málið væri að ljósleiðarinn til okkar væri bara svona lélegur (þið vitið, hann virðist slitna við minnsta átak og allt það ... ). En svo var það nokkuð gáfaður maður hér í bæ sem útskýrði það fyrir mér að þetta snýst ekkert um ljósleiðarann. Ljósleiðarinn vestur ber ekkert minna en í Reykjavík eða neitt svoleiðis heldur er málið einfaldlega að adsl-endabúnaðurinn hér er gamall (e-r sagði gamalt úr Breiðholtinu) og hann þarf að uppfæra. Það þarf s.s. bara uppfæra adsl-endabúnaðinn til að við fáum sömu þjónustu og aðrir - ekkert spurning um að leggja heilan ljósleiðara að sunnan eða neitt slíkt. Nú vil ég alls ekki vera að gera lítið úr þeirri vinnu sem felst í að uppfæra þennan búnað - en ég verð að segja, mér finnst algerlega út í hött að símafyrirtækin séu ekki búin að því. Erum við e-ð annars flokks notendur? Erum við að borga e-ð minna fyrir þjónustuna?
Hvað um það, ekki það að ég hafi mikinn tíma til að horfa á sjónvarp - en ég mér finnst þetta samt frekar hallærislegt og myndi eflaust nota mér e-ð af þessari þjónustu. Þannig að Hvað Er Málið? Þar sem að ég var í stuði, þá ákvað ég að prófa að gera e-ð í málinu og stofnaði sum sé hóp á Facebook í gærmorgun og nú þegar eru komnir 116 meðlimir og búið að bjóða meir en 500 manns að taka þátt í hópnum og mótmæla þessu. Ég sendi fyrsta bréfið á Símann í gær og ætla að senda annað á Símann og Vodafone á eftir. Ég hvet alla sem eru sammála þessu að annað hvort skrá sig í hópinn á Facebook eða einfaldlega senda póst á Símann eða Vodafone og kvarta. Við fáum varla fram nokkrar breytingar er það nema láta vita að við séum ósátt?
En já, annars allt fínt að frétta - kom mér út í smá göngutúr um daginn. Rakst þar á þessi fallegu ber ...
Og að lokum myndin fyrir ofan er af Arnarnesinu, tekin á leið í vinnu á mánudaginn
En jæja - vinnan kallar! Endilega kommentið hér eða skráið ykkur í hópinn á Facebook eða sendið pósta á Símann og Vodafone ef þið eruð sammála mér
Meira síðar.
Athugasemdir
Ég er með þennann pakka og bara allt hjá símanum reyndar...en ég get svo sem ekkert kvartað enda bý ég í borginni. En gangi þér vel með þetta, það gengur ekki að hafa þetta svona.. kv Gunna.
Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 28.8.2008 kl. 17:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.