Laugardagur, 30. ágúst 2008
Ein af þeim síðum sem ég fylgist reglulega með er heimasíða Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar. Þegar ég kíkti á hana áðan blasti við mér frekar sorgleg frétt.
Fréttina má lesa hér fyrir neðan og ég verð að segja, ég er hreinlega orðlaus yfir að einhver skuli gera svona lagað! Það er spurning um líf og dauða að þessi tæki séu í lagi og má seinast minnast eldsvoðans í Suðurtanga og slyssins í gær
"Skemmdarverk á bílum slökkviliðs
30/08/2008 klukkan 10:58
Það var ekki glæsileg aðkoman á slökkvistöðna í morgun, en til stendur að aðstoða erlent kvikmyndaökulið í bænum, þegar við mættum þá sáum við að búið var að brjóta frammrúðu körfubils og tvær rúður í Econline tækjabíl, og tæma 6 lítra slökkvitæki sem í honum var. Slökkvilið Ísafjarðarbæjar vill biðja þá sem vita eitthvað um þetta mál að hafa samband við lögreglu."
Tekið af síðu Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar, 30.08.08
Ég tek undir slökkviliðinu og hvet alla þá sem gætu hafa séð e-ð að láta lögregluna vita og ekki síður þá sem gerðu þetta að sýna smá kjark og koma fram og viðurkenna mistök sín.
Meira síðar.
Athugasemdir
Þetta er nú bara til háborinar skammar. Þvílíkir vargar þarna á ferð. kv Gunna.
Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 31.8.2008 kl. 23:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.