Sunnudagur, 12. október 2008
Fundin
Helgin fór að mestu í afslöppun, lestur og kennslu en það var staðarlota í Frumgreinanáminu. Á föstudagskvöldið fór ég og hitti frumgreinanema og fleiri á bjórkvöldi Það var mikið grín og mikið gaman, en svo var haldið á Edinborgarhúsið á tónleika með TLX, Bloodgroup og Skátum. Það var virkilega gaman! Mikið dansað, mikið spjalla og já, bara heilmikið fjör Hitti þar meðal annars gamlan skólafélaga úr háskólanum, sem var virkilega gaman og já, fullt af fleira skemmtilegu fólki
Svo var það kennsla kl. 09.15 á laugardagsmorguninn sem var reyndar stórskemmtilegt sömuleiðis, en svo voru það bara rólegheit. Var búin að vera með kvefóþægindi og hósta alla vikuna sem höfðu ekki skánað við djammið á föstudagskvöldið þannig að ég tók því bara rólega og las greinar fyrir skólann upp í sófa Fór svo í afmæli í gærkvöldi, virkilega gaman og þvílíkt góður matur að venju.
Annars er maður farinn að hafa pinku áhyggjur af þessu blessaða "ástandi" Miðað við það sem maður heyrir fyrir sunnan þá er ég nú samt fegin að búa hérna fyrir vestan þar sem fasteignaverðið hefur verið lágt lengi og launin að meðaltali lægri en fyrir sunnan. Þetta er því kannski (a.m.k. ekki enn) jafn mikið sjokk hér og fyrir sunnan - þó þetta sé auðvitað mjög slæmt. Verð nú samt deila því með ykkur að ég heyrði tvo unga stráka (ca. 8-10 ára) spjalla saman í síðustu viku. Annar þeirra hafði fengið gefins 2000 krónur frá frænku sinni og var að segja vini sínum frá því. Sá tjáði hinum hvað honum þætti hinn nú vera heppinn aðe eiga heilar 2000 krónur, en bætti svo við ,,Svo verðurðu bara að fara í bankann og kaupa evrur, annars geturðu ekki keypt neitt." Held það sé nokkuð ljóst að börnin fylgjast betur með en við höldum ... Langar reyndar að nýta tækifærið og hvetja ykkur lesendur góðir sem eigið börn til að setjast niður og ræða stöðu mála við þau (þ.e. ef þið hafið ekki gert það fyrir löngu sem ég geri ráð fyrir að þið hafið flest gert ) því börnin fylgjast betur með en við höldum oft en skilja oft ekki það sem þau heyra
Hmm.. hvað fleira í fréttum. Jú, ég skrapp í göngutúr inn í skóg í dag. Veðrið var svo indælt e-ð, fyrir utan kuldann En með því að klæða mig vel þá átti ég yndislegan tíma í skóginum með góðri tónlist og myndavélinni minni Reyndar byrjaði göngutúrinn ansi skemmtilega með því að ég var "fundin". Ég sem sagt steig í rólegheitunum út úr bílnum og rölti eftir göngutúrnum. Þá kom að mér þessi fallegi hundur og hljóp hring í kringum mig Ég kippti mér svo sem ekki upp við það heldur rölti bara áfram og hundurinn hljóp aftur til eigandans. Ég hélt áfram að labba, en stuttu seinna kom hundurinn aftur og stoppaði hjá mér. Á eftir honum kom eigandinn sem útskýrði fyrir mér að þau væru þarna á leitaræfingu og hundurinn hefði "fundið" mig Þar sem ég hafði ekki stoppað þá fór hann auðvitað bara, sótti eigandann sinn og fann mig aftur Ég verð að viðurkenna að það var góð tilfinning að hafa verið "fundin", jafnvel þó það hafi bara verið alveg óvart (ég truflaði jú æfinguna, hann átti ekkert að finna mig)
Venju samkvæmt tók ég fullt af myndum ... setti inn á Flickrið mitt, en hér eru nokkrar skemmtilegar.
Meira síðar.
Athugasemdir
Yndislegar myndir hjá þér Albertína mín og eitthvað svo "útlenskar" Bestu kveðjur til þín og þinna
Sigrún Jónsdóttir, 12.10.2008 kl. 22:01
Skemmtilegar myndir....En hvar fyrir vestan býrðu? ef ég má spyrja... kv Gunna.
Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 13.10.2008 kl. 00:24
P.S. Ég sá það við myndina af þér hvar þú býrð fyrir vestan. kv Gunna.
Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 13.10.2008 kl. 00:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.