Kannski er það bara ég ...

en finnst engum öðrum það skrýtið hvernig það eru að birtast hér og þar hinn og þessi háskólinn?  Orkuháskóli þarna, vísinda- og fræðamiðstöð þarna, alþjóðaháskóli, þetta þar og hitt hér.  - 300 milljónir hér og 200 milljónir þar ... tala nú ekki um 200 milljónirnar sem Byggðastofnun var að setja í akstursbraut á Suðurnesjunum...  Þetta er auðvitað allt hið besta mál, en á meðan virðist ekkert vera að gerast í háskólamálum hérna fyrir vestan.  Ég þekki ágætlega til í Háskólasetrinu og veit að starfsmennirnir þar eru að vinna alveg ótrúlega flott og spennandi starf!! En það er ekki nóg ...

... hvar er stjórn Háskólaseturs?  Eru þau að klást við stjórnmálamennina og reyna að fá aukna háskólastarfsemi vestur?  Eru þau búin að slá hnefanum í borðið og óska eftir því að hér verði byggð upp aukin háskólastarfsemi?  Hafa þau verið að ræða við íslenskt atvinnulíf um að leggja til fjármagn til uppbyggingu háskóla hér?  - Ef þau hafa gert það, hvernig stendur á því að ekkert virðist gerast á meðan verið er að byggja upp háskólastarfsemi annars staðar á landinu af fullum krafti? - Erum við nokkuð að missa af lestinni?

Kristinn Hermannsson hagfræðingur og Ísfirðingur með meiru skrifaði mjög áhugaverða grein á bb.is um daginn.  Virkilega flott grein hjá honum og ég er sammála honum um margt. 

Ég hef að undanförnu verið að vissu leiti að hverfa frá hugmyndinni um sjálfstæðan háskóla á Vestfirði.  Spurning hvort ekki væri eðlilegra í jafn litlu landi og við búum í að við tækjum upp háskólakerfi eins og í Kaliforníu og Missouri í Bandaríkjunum (svona sem dæmi).  Þar er bara einn háskóli með marga "campus"-a.  Sama mætti gera hér.  Í stað þess að vera alltaf að stofna nýja og nýja háskóla yrði Háskóli Íslands styrktur til þess að vera með "útibú/campus" um allt land.  Hvert útibú myndi síðan byggja á styrkleika hvers svæðis og deildir HÍ færðar að e-u leyti á þá staði eins og við á, eða eins og Kristinn bendir á í grein sinni:

,,...byggja upp rannsóknastarfsemi í hverjum landsfjórðungi í tengslum við styrkleika hvers svæðis.  Stofnanirnar gætu svo tekið höndum saman um það nám sem áhugi væri á að bjóða upp á og nýtt tæknina til að ná ásættanlegri stærðarhagkvæmni.  Þannig mætti hugsa sér að hver slíkur héraðsháskóli miðlaði í fjarkennslu þeim fögum sem mestur styrkur væri í og því yrði nám á hverjum stað byggt á samblandi staðkennslu og fjarkennslu.  Auðvitað væri eftirsóknarvert að tengja þær æðri menntastofnanir sem fyrir eru við þetta háskólanet.  Þannig mætti auka hagkvæmni og gæði í krafti sérhæfingar og samanburðar."

Já, kannski er það bara ég en hvernig stendur á þessu?


mbl.is Vísinda- og fræðamiðstöð byggð upp á Keflavíkurflugvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband