Síðustu dagar

Hafa farið í algera afslöppun Smile  Ég labbaði/skokkaði tæpa 6 km í gær með litlu systur.  Reyndar fór dagurinn í hálfgera vitleysu.

Málið var nú þannig að það var smá vindur hérna á Ísafirði, auk þess sem okkur langaði til að breyta aðeins um umhverfi.  Okkur datt þá í hug að skella okkur einfaldlega á milli fjarða, yfir í Dýrafjörðin nánar tiltekið, enda hlyti að vera betra veður þar í austan áttinni Woundering  Það fór þó ekki betur en svo að þar var einfaldlega hífandi rok, töluvert hvassara en hafði verið heima.  Við gengum/fukum þarna e-n tæpan kílómetra - en gáfumst upp að lokum og ákváðum að finna betra veður.  Upp á Gemlufallsheiðinni leit út fyrir að vera virkilega flott veður - glampandi sól og minni vindur.  Við stoppuðum því og ætluðum að ganga eftir gamla veginum e-n spotta.  En nei, um leið og við stigum út úr bílnum kom rokið sem hafði greinilega elt okkur úr Dýrafirðinum.  Við sáum því þann kost vænstan að fara aftur yfir á Ísafjörð.  Þar hafði lægt nokkuð þannig að ákváðum að skella okkur heilsumíluna, gengum þar og skokkuðum til skiptis, okkur vonandi til heilsubótar Tounge

Annars er ósköp lítið að frétta, ætla að skella mér í göngutúr á eftir og halda áfram tiltekt í herberginu - er að nýta tækifærið og minnka aðeins draslið svo það verði minna að pakka til Skotlands í haust Happy  Svo er það bara vinna eins og hjá flestum á morgun.  Annars var ég að sjá það í Fréttablaðinu í dag að það er verið að auglýsa 3 ný störf hjá Háskólasetri Vestfjarða... hmm... ég var kannski óþarflega pirruð á föstudagskvöldið, sjáum til Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband