Mánudagur, 21. maí 2007
Já, ég veit
ég hef verið óhemju löt að blogga síðustu daga. Það kemur einfaldlega til af því að líf mitt hefur snúist í kringum píanóið síðustu daga - prófið verður líklega á morgun = æfingar á hverjum degi. Ég er orðin þvílíkt stressuð og var að gera alla brjálaða á tímabili með pirringi og leiðindum og úff, ekki hefur veðrið verið að hjálpa!
Það fór þó loksins e-ð að ganga á æfingu í gær - tókst að spila í gegnum prógrammið svona nokkurnveginn skammlaust, en sjáum til hversu lengi það heldur Ákvað líka í fyrradag, eftir miklar vangaveltur, að taka prófið frekar upp í Saumastofu heldur en í Hömrum - líkar svo ágætlega að spila á flygilinn þar.
Hvað um það, sólin tók upp á því að skína inn um gluggann minn í morgun og lífið lítur betur út í kjölfarið. Ég verð bara að druslast til að hrista þetta blessaða stress af mér og taka þetta próf með trompi!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.