Að prófi loknu

Jább, kæru vinir - prófinu er lokið, búið - bless.  Ég tók 7. stigið á píanóið í gær.  Ég er búin að vera endalaust stressuð fyrir þetta próf, sérstaklega síðustu vikuna og var örugglega að gera út af við ansi marga í kringum mig - vona að þið afsakið það Wink

Ég vaknaði sumsé í gærmorgun með kvíðahnút í maganum.  Gerði líklega ekki mikið gagn í vinnunni - átti að mæta í prófið kl. 14.00 en þar sem ég var ekkert að gera mikið gagn í vinnunni þá ákvað ég að fara bara upp í Tónlistarskóla um eitt leytið.  Ég renndi yfir svona erfiðustu kaflana og fann stressið minnka aðeins.  Það var þó aðeins til að leyfa því að aukast aftur þar sem ég endaði á að þurfa að bíða í klukkutíma þar sem öðrum stigsprófum hafði seinkað og tók ég því ekki prófið fyrr en rúmlega þrjú.  Prófdómarinn reyndist vera hin indælasta kona og minnkaði stressið heilmikið strax í upphafi Smile 

Ég byrjaði á því að spila í gegnum tónstigana; 4 venjulegir dúrar og mollar, 4 gagnstígir, 4 í þríundum, 2 krómantískir, 3x4 arpeggíur og 2 sjöundarhljómar í arpeggíum.  Tónstigarnir gengu vonum framar - ruglaðist auðvitað aðeins, en ekkert alvarlega. 

Þá tóku við lögin; fyrst var það æfingin eftir Czerny, svo Frönsk svíta eftir Bach, Impromtu eftir Schubert, Noctruna eftir Chopin og að lokum Juba eftir Nett.  Þetta gekk nú allt alveg ágætlega fannst mér.  Ruglaðist reyndar aðeins í æfingunni sem gerði mig ansi stressaða aftur en eftir því sem leið á prófið varð ég öruggari og öruggari. 

Ég varð svo svakalega glöð að klára Juba að ég stökk upp og hneigði mig - Gleymdi auðvitað að síðasti hlutinn var eftir - lesturinn Blush  Fyrir þá sem ekki vita þá snýst lesturinn um óundirbúinn nótnalestur.  Prófdómarinn lætur mann s.s. fá nótur sem maður á ekki að hafa séð áður og ég þurfti s.s. að spila lagið eftir að hafa skoðað það í smá stund.  Það gekk nú barasta alveg sæmilega.  Ruglaðist reyndar aðeins í byrjun, en hei, hver gerir það ekki? Smile

Það var ekki lítil hamingja að vera búin með prófið - ég sveif niður í vinnu og var þar í klukkutíma áður en ég þurfti að mæta á meirihlutafund fyrir bæjarstjórnarfund í dag.

Ég fékk auðvitað ekki einkunn í gær, prófdómarinn þarf að fara yfir punkta sína og reikna einkunnina mjög nákvæmlega út.  Ég heyrði þó í Ellu í gærkvöldi og fékk þá að vita að einkunnin gæti jafnvel komið í dag ... sem hún og gerði.

Þó að mér hafi gengið ágætlega á prófinu þá gerði ég mér nú ekki miklar vonir um háa einkunn.  Þetta var fyrsta píanóprófið sem ég tók í 9 ár og tja, 7. stig - ekki beint það auðveldasta í heimi.  Þannig að þegar Ella hringdi áðan og bað mig um að giska á hvað ég hefði fengið þá taldi ég mig vera nokkuð örugga með að segja 7,8.  Sæmilegasta einkunn fannst mér.  En nei, fékk ég þá ekki barasta 9,1 á prófinu LoL  Sjibbí!!!!!! Grin

Hvað um það, langaði bara að deila þessu með ykkur Smile 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Innilega til hamingju  Flott einkun!

Kristrún (IP-tala skráð) 25.5.2007 kl. 14:43

2 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Til hamngju. Þú stendur þig alltaf vel...

Gestur Guðjónsson, 25.5.2007 kl. 15:41

3 identicon

til hamingju með þetta sæta mín :)

ögn (IP-tala skráð) 26.5.2007 kl. 10:21

4 identicon

Það er ekki að spyrja að því! til hamingju með einkunnina..... vel af sér vikið!

Védís (IP-tala skráð) 29.5.2007 kl. 12:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband