Hvítasunnuhelgin - lífið og tilveran

Já, þá er helgin búin og vinnan tekin við að nýju.  Verð að byrja á að þakka fyrir allar góðu kveðjurnar við síðustu færslur Smile  Ég trúi því varla enn hversu vel prófið gekk - en það sýnir bara og sannar að ef maður æfir sig, þá getur maður allt Wink

Það verður að viðurkennast að helgin einkenndist örlítið af því að mamma lenti í bílslysi á Óshlíðinni á föstudaginn.  Hún slapp betur en áhorfðist í byrjun, en brákaði þrjá hryggjarliði og fékk höfuðhögg.  Hún er enn á sjúkrahúsinu, en verður vonandi fljót að jafna sig Smile  Við þökkum bara fyrir að hún hafi farið uppfyrir ...  Annars verð ég nú aðeins að tjá mig um það að ég varð örlítið hissa þegar ég heyrði það að það keyrðu fram hjá henni e-r slatti af bílum án þess að stoppa eða hringdu á lögregluna og láta vita ... Hef svo sem lært um Bystander effect í sálfræðinni, en að það sé virkt á Óshlíðinni?! Ég vil varla trúa því Angry 

Því er það einlæg bón mín til ykkar lesendur góðir að ef þið sjáið bíl utan vegar (eða í öðrum vandræðum) sem ekki er með sjáanlegan lögregluborða eða fullt af bílum stopp við - stoppið þið og kannið málið!!! Ekki myndi ég vilja lenda í slysi og enginn stoppaði athuga málið og hjálpa eða hringja á hjálp - mynduð þið vilja það? 

En þetta fór allt vel að lokum og takk takk takk allir fyrir þann velvilja sem þið hafið sýnt fjölskyldunni í kringum þetta allt saman. 

Af öðru er lítið að frétta.  Helgin fór í útskriftar- og fermingarveislur, heimsóknir á sjúkrahúsið, örlítið djamm og afslöppun.  Það er mikil vinna framundan í júní - fæ líka vonandi upplýsingar frá skólanum fljótlega, þ.e. umsóknarblöð á stúdentagarðana o.fl., sumarið er komið þannig að hreyfingin fer aftur af stað eftir smá kuldaskeið, líklega strax í dag og já, skólaslit Tónlistarskólans á fimmtudaginn og lífið er gott Smile

Over and out í bili


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband