Föstudagur, 6. júlí 2007
Ekkert nýtt þarna...
Ég verð að viðurkenna það hreint og klárt að ef þetta er allt og sumt sem ríkisstjórnin ætlar að gera þá hef ég gríðarlegar áhyggjur af þeim svæðum sem fara verst út úr skerðingunni t.a.m. Vestfjörðum. Ég hlustaði, eins og líklega flestir sem höfðu tækifæri til, með athygli á upplestur Ingibjargar Sólrúnar á hinum svokölluðu mótvægisaðgerðum ríkisstjórnarinnar vegna skerðingar á kvóta. Vonbrigði í níu liðum og ekkert nýtt sem verið er að leggja til.
- Tímabundin aukaframlög ríkisins í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga
- Flott mál - en munu sveitarfélögin hafa e-r tækifæri til að nýta þessa peninga fyrir íbúana - þeir munu fara í að greiða niður skuldir sveitarfélaganna (sem margar hverjar eru við ríkið) og lækka vexti. Spurning hvort ekki hefði mátt athuga að ríkið einfaldlega felldi niður skuldir sveitarfélaganna sem verst standa við ríkið - gefið þeim tækifæri til að byrja upp á nýtt. Við það tækifæri mætti t.d. endurgreiða sveitarfélögunum peningana sem þau hafa verið að greiða ríkinu vegna skulda félagslega íbúðakerfisins, kerfis sem ríkið setti á en sveitarfélögin þurftu að bera.
- Hér eins og í hinum átta tillögunum er um að ræða verkefni sem er ekkert nýtt - nefnd hefur verið starfandi í nokkurn tíma, viðræðunefnd sveitarfélaga og ríkisins - ekkert nýtt hér. - Styrking Byggðastofnunar
Flott mál - Byggðastofnun er í raun ekkert vitlaustasta hugmynd í heimi og margt virkilega gott sem starfsfólk hennar hefur verið að vinna, en gállinn á henni hefur því miður að stundum hefur stofnunin verið verri en versti banki. Eins líkt og með Hafró þá hefur komið fyrir að ekki hefur verið hlustað á tillögur sérfræðinga Byggðastofnunar. Eins - ekki ný hugmynd, var þetta ekki í stjórnarsáttmálanum? - Veiðigjald vegna þorskveiða fellt niður
Nú verð ég að viðurkenna að ég þekki ekki nógu vel til að geta dæmt mjög nákvæmlega áhrif þessa - en þetta er a.m.k. engin sértæk aðgerð fyrir sjávarbyggðirnar út á landi - en gæti virkað ágætlega - ef e-r þekkir betur til má viðkomandi endilega kommenta. Mér skilst þó að hér sé einfaldlega um að ræða skatt sem er felldur niður - styrkur við alla útgerð, líka á svæðum sem eru ekkert í vandræðum og koma ekki til með að vera það. - Unnið að því að efla grunnstoðir atv.lífs á Vestfjörðum og styrkja samkeppnisstöðu í samræmi við tillögur Vestfjarðanefndarinnar.
- Var ekki búið að lofa því að gera það? Eða átti aldrei að gera það? - Sérstök átaksverkefni til að treysta atvinnuuppbyggingu með tilliti til atvinnumála kvenna - endurmenntun, frumkvöðlastarfsemi, starfsþjálfun og sérstök átaksverkefni atvinnuþróunarfélaga. Sérstakt átak í flutningi opinberra starfa og fjölgun starfa án staðsetningar.
- Já, gott og blessað - reyndar ekkert nýtt hér heldur - reyndar hafa mörg átaksverkefni í atvinnumálum kvenna virkað flott - En hér vantar óneitanlega nánari útfærslur. - Gömlu góðu samgöngumálin.
- Það var nú minn skilningur að nú þegar hefði verið lofað að flýta vegaframkvæmdum og e-ð rámar mig í að einhver stjórnmálamaðurinn hafi verið að lofa að hraða uppbyggingu fjarskiptaþjónustunnar, einkum hvað varðaði háhraðatengingarnar - er það misminni hjá mér? Hvað varðar sérstakt átak í viðhaldi opinberra bygginga - hefur ríkissjóður sem sjaldan hefur staðið jafn vel ekki verið að sinna viðhaldi bygginga sinna?
Hvað varðar tillögur 7., 8. og 9. þá skil ég ekki að þetta hafi ekki löngu löngu verið gert og jákvætt að loks eigi að fara í þessa vinnu - en er þetta mótvægisaðgerð fyrir byggðirnar?
Það sem skar þó e.t.v. mest í augun var skortur á tímasetningum og nánari útfærslum, þ.e. kostnaðartölur, hvar á að flýta samgöngum o.s.frv. Ég vona þó að þetta séu aðeins fyrstu drög og strax í næstu viku komi nánari útfærsla og staðreyndir á borðið - hvað á að gera hvenær og hvar. Eins er ekkert minnst á gengið, sem LÍÚ segir þó vera það eina sem gæti "mildað" áfallið?!
Eins er mér pinku brugðið því hvergi er minnst á mennta- og menningarmál sem forsætisráðherra kom þó inn á í málflutningi sínum. Hvergi er talað að efla háskólamenntun - sem þó hefur verið sýnt fram á að hefur mikil margföldunar áhrif og hvar er menningin í þessum tillögum?
Því miður er ekkert í þessum tillögum gerir sjávarútveg/sveitarfélög á Vestfjörðum betur í stakk búinn til að lifa þetta tímabil af, frekar en annarsstaðar á landinu. Munurinn hér liggur hins vegar í því að þegar kreppir að hjá sjávarútveginum (sem skapar flest störfin þó þeim hafi fækkað) þá flytur fólkið í burtu og leita að vinnu annars staðar. Það vita það allir sem vilja vita að úr því sem komið er, viðvarandi fólksflótti síðustu 20 ár og 200 störf farin frá áramótum, mun frekari fækkun hafa mun alvarlegri áhrif umfram önnur svæði.
Vonbrigði ársins?
Boða bæði skammtíma- og langtímaaðgerðir vegna skerðingar á kvóta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég tek heilshugar undir með þér og þetta er einmitt í þeim anda sem ég hugðist skrifa og ég þess vegna látið það vera að stinga niður fingrum á lyklaborðið.
Sigurjón Þórðarson, 6.7.2007 kl. 12:43
Eins og sjá má á þessari frétt sem er hér fyrir neðan og birtist í mbl.is eru mótvægisaðgerðir nú þegar hafnar hjá sjávarútvegsráðherra vorum að koma til móts við byggðarlögin Hull og Grimsby í Englandi. Þessum mótvægisaðgerðum mun að öllu óbreyttu verða sjálf lokið þegar veiðiheimildirnar verða komnar í erlenda eigu eigi síðar en 2020 eða áður en við verðum dæmd inn í Evrópusambandið vegna skulda þjóðarbúsins.
Baldvin Nielsen, Reykjanesbæ
Innlent | mbl.is | 25.6.2007 | 14:19
Breskir fiskkaupendur fagna ákvörðun um afnám útflutningsálags á fiski
,,Fréttavefurinn fishupdate.com sagði frá því í gær að fiskkaupendur í Hull og Grimby fagni nú mjög. Ástæða gleðinnar er sögð vera sú að Bretar hafi nú loks sannfært sjávarútvegsráðherra Íslands um að afnema 10% álag sem greitt hefur verið hér á landi vegna útflutnings á gámafiski. Verkalýðsfélag Akraness lýsir hinsvegar yfir miklum áhyggjum yfir ákvörðun sjávarútvegsráðherra og segir hana ekki bæta stöðu fiskvinnslufólks og sjómanna vegna niðurskurðar í aflaheimildum á þorski.
Sjávarútvegsráðherra fundar nú með forystumönnum verkalýðsfélaga víðsvegar um land og er ástæða fundahaldanna fyrirséður niðurskurður á aflaheimildum á þorski og áhrif þess á kaup og kjör launafólks. Forsvarsmenn Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Húsavíkur hitta Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, í dag. Lýsa verkalýðsforystumenn yfir áhyggjum sínum yfir áhrifum niðurskurðar aflaheimilda á kaup og kjör fiskvinnslufólks og sjómanna. Forkólfar Starfsgreinasambandsins funda líka með ráðherra í dag.
Afnám 10% álags vegna útflutnings á gámafiski frá Íslandi til að bæta gráu ofan á svart
Verkalýðsfélag Akraness lýsir líka yfir áhyggjum sínum vegna ákvörðunar sjávarútvegsráðherra um að fella úr gildi 10% álag sem greitt hefur verið vegna útflutnings á gámafiski frá Íslandsmiðum. Segir í fréttatilkynningu frá verkalýðsfélaginu að svo mikið sé víst að þessi ákvörðun mun ekki bæta stöðu fiskvinnslufólks, því allt útlit er á því að við afnám á umræddu 10% álagi á gámafiski muni útflutningur á fiski aukast og mun það bætast ofaná þann niðurskurð sem fyrirhugaður er 1. september.
Fréttavefurinn Fishupdate.com greindi frá því í gær að fiskkaupendur í Hull og Grimsby fagna þessari ákvörðun íslenska sjávarútvegsráðherrans mjög,því nú verði auðveldara að kaupa íslenskan fisk.
Á fréttavefnum kemur líka fram að hagsmunaaðilar í Bretlandi hafi þrýst á um þessa breytingu ásamt íslenskum fiskútflytjendum og eigendum íslenskra togara.''
Baldvin Nielsen, Reykjanesbæ
P.S. Nú er bara að gera betur en þeir í Englandi sem náðu fram reglugerðarbreytingu hér á landi sér til handa sem Einar K. Guðfinnson skrifaði undir. Nú er bara að þrýsta á sjávarútvegsráðherran okkar t.d að þeir sem landi afla á Vestfjörðum til fiskvinnslu þar fái 10% meiri veiðiheimildir í verðlaun sem dæmi
Baldvin Nielsen (IP-tala skráð) 7.7.2007 kl. 20:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.