Sumarið er tíminn

Þetta sumar hefur verið alveg hreint ótrúlegt - veðurfarslega séð.  Mér líður eiginlega eins og ég sé komin aftur á Hawaii þar sem eins og þar þá hefur veðrið verið alveg ótrúlega stöðugt.  Dag eftir dag vakna ég við það að sólin gægjist inn um gluggann. 

Júlí-065Ég tók því nokkuð rólega um helgina - en veðrið á aðfaranótt sunnudagsins var svo ótrúlegt að ég stóðst ekki freistinguna og tók fram myndavélina.  Litirnir í skýjunum, lognið á Pollinum og birtan á fjöllunum - Að upplifa þetta gerir alla hugsun svo skýra og skilningurinn á því af hverju ég vil búa hérna á Ísafirði verður svo endalaus.  Fleiri myndir má sjá hér.

Annars styttist sumarið óðum og þá í það að ég flytji frá Ísafirði Shocking  Stefnan er sett til Aberdeen í Skotlandi í lok september - býst við að ég fari í kringum 25. okt - á samt eftir að skoða það betur.  Síðustu dagar hafa farið í það að skrá mig í skólann - þ.e. inn í kerfið - fá netfang hjá skólanum o.fl. slíkt Smile  Skrýtið að hlakka svona mikið til e-s en samt hlakka ekkert til að fara.  Verst að geta ekki verið bara á Ísafirði í þessu námi, spurning um að tékka á fjarnámsmöguleikum Tounge 

Nei, ég er nú halfpartinn bara að grínast með þetta, hlakka mikið til að prófa að búa erlendis - kynnast nýjum siðum og nýju fólki.  Svo er líka alltaf yndislegt að koma aftur heim.  Hef þessa dagana mestar áhyggjur af því að skilja ekki orð af skoskunni sem og því að finna húsnæði sem gengur svona upp og niður - mestmegnis upp þessa dagana, er að vonast til að fá íbúð hjá Ardmuir sem ég hef fengið upplýsingar um að séu mun betri en stúdentagarðarnir.

Jæja, nóg í bili - meira síðar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrefna Katrín Guðmundsdóttir

Þú nærð skoskunni á nó tæm og það verður örugglega gaman hjá þér þarna úti. Svo allt í einu verður skólatíminn liðinn og þú verður á leiðinni aftur heim til Ísafjarðar :)

Hrefna Katrín Guðmundsdóttir, 11.7.2007 kl. 08:27

2 Smámynd: Albertína Friðbjörg

Takk fyrir hughreystinguna   Held þetta sé alveg rétt hjá þér!  Er ekki málið að kíkja í heimsókn til mín á tímabilinu?   Getum örugglega fundið e-ð skemmtilegt gönguskíðamót til að taka þátt í

Albertína Friðbjörg, 11.7.2007 kl. 08:31

3 identicon

Sæl Albertína mín!

Til Skotlands???  Hvað með USA?

Annars er skoskan tiltölulega auðveld enskumælandi Íslendingum, þannig að þetta verður allt í fínasta lagi hjá þér!

Bið að heilsa á "Sælu" ef þú átt leið þar um um helgina, ég kemst því miður ekki í þetta sinn!

Sigrún Jóns (IP-tala skráð) 11.7.2007 kl. 16:58

4 Smámynd: Bryndís G Friðgeirsdóttir

Albertína, ég er búin að klukka þig. Kíktu á bloggið mitt.

Bryndís G Friðgeirsdóttir, 12.7.2007 kl. 21:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband