Tveir tímar í sólarhringinn óskast

Síðustu dagar hjá mér hafa einkennst af mörgu og miklu, litlu og skrýtnu og hefur þ.a.l. verið minna um blogg en oft áður.  Það fer merkilega mikill tími í kennslu og undirbúning kennslu, vinnu, kóræfingar og nám, en flutningarnir hafa nú tekið langmest af mínum tíma að undanförnu.  Ég er þó loksins búin að koma mér svona nokkurn veginn fyrir í Turninum og hélt að því tilefni smá heimboð á laugardagskvöldið.  Það heppnaðist nokkuð vel og kom skemmtilega á óvart hversu margir rúmuðust á neðri hæðinni.  Eins fór töluvert minni tími en oft áður í tiltekt, enda minna svæði sem þurfti að hreinsa Wink

 

Já, það er gott að hafa nóg að gera, enda enginn tími til að láta sér leiðast.  Ég verð þó að viðurkenna að það væri ósköp notalegt ef ég hefði aðeins meiri tíma í að gera e-ð heilsusamlegt, eins og fara í göngutúra og jafnvel slaka aðeins á Halo  Ég hef þó fulla trú á að ég muni finna þann tíma þegar fer að líða að febrúarmánuði og kennsluundirbúningurinn verður orðinn meiri rútína.

 

Meðan ég man, þá langaði mig að benda fólki á að taka endilega frá fimmtudagskvöldið 24. janúar n.k. en þá mun Sinfóníuhljómsveit Íslands halda tónleika hér á Ísafirði.  Meðal verka er Gloria eftir Poulenc sem Hátíðarkór Tónlistarskólans flytur með hljómsveitinni.  Ég er meðal félaga í kórnum og mig skortir hreinlega orð til að lýsa því hversu virkilega flott þetta verk er.  Ég fæ gæðahúð í hvert skipti sem ég mæti á æfingu og heyri kórinn syngja þetta rosalega verk.  Þetta verk og auðvitað restin af tónleikunum held ég að sé e-ð sem enginn má missa af, þó ekki sé nema upplifunarinnar vegna Happy

 

Annars langaði mig að enda á því að nefna enn og aftur hversu glöð ég er að vera komin heim.  Fjöllin, sjórinn, fólkið ... já, ég held ég þurfi ekki að segja meira og segi því:

 

Meira síðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skafti Elíasson

Til hamingju með slotið.

Skafti Elíasson, 14.1.2008 kl. 16:52

2 Smámynd: Albertína Friðbjörg

Takk fyrir það

Albertína Friðbjörg, 14.1.2008 kl. 17:00

3 identicon

Innilega tiil hamingju með íbúðina þína hlakka til að sjá myndir.

Gott að þú ert glöð að vera komin heim við söknum þín samt hér, Við Hrönn og krakkaskarinn fórum í bæjarferð til Glaskow í gær versluðum aðeins og erum svo að pæla að fara bara einar næst soldið erfitt að einbeita sér að búðunum þegar eithver er að öskra fyrir aftan ;)

Dagmar og co (IP-tala skráð) 14.1.2008 kl. 18:25

4 identicon

Hae hae!

 Heyrdi ad thad hefdi verid stud i innflutningspartyinu,- vildi ad eg hefdi getad verid thar! litill fugl sagdi mer ad thad vaeri eitthvad a leidinni til tin fra paris... bibibi

 kvedja thin parisardama
Brynja Huld

Brynja Huld (IP-tala skráð) 15.1.2008 kl. 20:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband