Mánudagur, 28. janúar 2008
Ekki gleyma stuðinu!
Jamm og jæja, þá sé ég loks fram á rólegri tíma
Tónleikarnir með Sinfóníuhljómsveitinni voru alveg hreint frábærir! Fengum frábæra gagnrýni í Morgunblaðinu í síðustu viku sem lesa má hér.
Helgin fór svo í að vinna hluta af rannsókn sem University of Inverness er að vinna, varðandi jafnrétti byggða á Norðurlöndunum, þ.e. er e-m reglum beitt á Íslandi til að jafna möguleika til búsetu hvar sem er á landinu?
Hátíðarkórinn hvíldur í bili, aukarannsókn lokið - skóli og vinna það eina sem framundan er svo vitað sé.
Annars var stjörnuspáin mín í dag á mbl.is alger snilld - ætla að taka þetta alvarlega: ,,Það er langur tossalisti sem bíður þín, en ekki gleyma að leika þér. Án stuðsins verður öll áreynslan þín íþyngjandi og þýðingarlaus."
Er enn svo innilega orðlaus yfir nýja meirihlutanum í Reykjavíkurborg að ég held ég þegi bara áfram
Drekktu betur á fimmtudaginn!
Meira síðar.
Athugasemdir
Förum við þá að sjá þig fljótlega hjá okkur í Aberdeen?
Hronn og co. (IP-tala skráð) 2.2.2008 kl. 23:06
Heyrðu, er þetta mánudagsblogg?
Kveðja frá Osló!
Hrefna Katrín Guðmundsdóttir, 3.2.2008 kl. 10:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.