Þriðjudagur, 2. september 2008
Stóra flugvallarmálið
Var bent á ansi skemmtilegt blogg um Reykjavíkurflugvöll og tilfæringar á honum. Langaði að benda ykkur á að skoða það (http://margeir.blog.is/blog/margeir/entry/631736/).
Þið getið rétt ímyndað ykkur hversu miklu þetta myndi breyta fyrir þá sem nota Ísafjarðarflugvöll!
Meira síðar.
Athugasemdir
Mín skoðun er sú að Reykjavíkurflugvöllur eigi að vera þar sem hann er. Annað er bara út í hött. kv Gunna.
Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 3.9.2008 kl. 16:47
Ef maður býr úti á landi og er að fara í 101 Reykjavík er auðvitað þægilegra að flugvélin lendi í Vatnsmýri. Hins vegar ef maður ætlar sér í Hafnarfjörð þá skiptir það ekki sköpun hvort flugvélin lendir í Vatnsmýrinni eða Keflavík.
Það er dýrara fyrir okkur skattgreiðendur að reka tvo stóra flugvelli með 50 km millibili. Svo er líka kostur fyrir okkur, sem búum úti á landi og erum að fara til útlanda eða koma heim frá útlöndum að geta skipt um flugvél í Keflavík og sleppt því að þurfa aka til Reykjavíkur.
Á þessu máli eru tvær hliðar. Og hvor leiðin, sem valin er, hefur sína kosti og sína galla.
Magnús Erlingsson (IP-tala skráð) 5.9.2008 kl. 10:47
Albertína, þú ræðir hér um mál sem skiptir okkur vestfirðinga miklu máli, eins og þín er von og vísa. Ég segi nú bara, ef reykvíkingar vilja flugvöllin burt til Keflavíkur, þá er ég svo sem til í það. En þá með því að Keflavík verði höfuðborg Íslands. Og þar sé hægt að fara og nýta sér alla þjónustu, sem hingað til hefur verið í Reykjavík. Ef höfuðborgarbúar eru komnir svo langt frá því að fatta að Reykjavík er höfuðborg allra landsmanna, þá er komin tími til að skipta um höfuðborg. Mér væri svo sem alveg sama, ef höfuðborgin væri í Keflavík, þá þyrfti ég einfaldlega ekkert að sækja til Reykjavíkur, og það yrði miklu styttra hjá mér að komast til útlanda. En eru reykvíkingar til í að missa höfuðborgartitilinn til Keflavíkur ? Og öll þau störf og þjónustu sem menn þurfa að sækja til höfuðborgar?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.9.2008 kl. 22:04
Flugvöllurinn á að vera þar sem hann er í dag og þetta er ekkert einkamál íbúa Reykjavíkur. Eins og Ásthildur bendir réttilega á þá er þetta höfuðborg landsins og hefur skyldum að gegna samkvæmt því við ALLT landið. Hinsvegar ef íbúar Reykjavíkur vilja ekki að hún sé höfuðborg Íslands þá er í lagi að flytja starfsemi flugvallarins til Keflavíkur en þá þarf líka að flytja fleira, eins og alla opinbera stjórnsýslu ofl. Það er tilgangslaust að ætla að kjósa um hvar þessi starfsemi á að vera ef sú kosning nær ekki til allra landsmanna. Ef rekstri Reykjavíkurflugvallar verður hætt þá vantar varaflugvöll fyrir Keflavíkurflugvöllinn og hvar á hann að vera?
Jakob Falur Kristinsson, 8.9.2008 kl. 17:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.