Myndafráhvarf

Hafið þið e-a orðið háð e-u?  Hafið þið e-a fundið fyrir fráhvarfseinkennum? Whistling  Ég hef s.s. komist að því að ég er orðin háð ljósmyndun.  Myndavélin er nánast alltaf með mér, og þegar ég gleymi henni heima þá finn ég í fúlustu alvöru fyrir óþægindum - finnst e-ð vanta Smile  Sama tilfinning blossar upp þegar langur tími er liðinn frá því að ég hef tekið myndir.  Það var því mikil gleði um helgina þegar ég mundi eftir að kippa myndavélinni minni á laugardaginn og tók nokkrar myndir á leiðinni á Þingeyri Grin  Myndir sem ég verð auðvitað að deila með ykkur.  Meðan ég man, takk fyrir öll fallegu kommentin ykkar á myndirnar mínar!  Þau hafa verið virkilega hvetjandi Smile

2917482843_eb415c9e5f

2917482757_fd4ecbae35

2917482555_3e92c21c8e

2917482317_a31c4ff588

2918328624_6eaf658f5a

2917482097_766128cc6a

Nokkrar myndir í viðbót á myndasíðunni Smile

Annars var síðasta vika bara vinna vinna vinna og helgin var jóga jóga jóga.  Svona í stuttu máli þá vorum við að klára stórt verkefni í vinnunni í síðustu viku og því heilmikil vinna alla vikuna - sem var mjög gaman, alltaf gott að klára skemmtileg verkefni Wink  Svo skellti ég mér með Dóru Hlín á tveggja og hálfs dags jóganámskeið hjá Mörtu Ernstdóttur sem haldið var á Þingeyri.  Ég hafði aldrei farið í jóga áður og mér fannst það eiginlega bara meiriháttar gaman!  Ég er öll mýkri í líkamanum, mikið skárri af vöðvabólgunni, en reyndar með brjálaðar harðsperrur í maganum Halo  Planið í augnablikinu er að nota þetta námskeið sem hvatningu til að halda áfram að hreyfa mig og reyna að mæta 1-2svar í viku í jógatíma og fara í góða göngutúra þessa á milli ... sjáum til hvernig þetta á eftir að ganga Whistling

En jæja, kennslan kallar og öll vikan er framundan. 

Meira síðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Faktor

Fínar myndir   Þú hlýtur að vera með góða myndavél, allav. virðistu kunna á hana Mundu að hafa vélina við hendina.

Faktor, 7.10.2008 kl. 14:23

2 identicon

Flottar myndir :)

kv. Litla Systir sem er nuna i Toronto  :)

Thorunn Anna (IP-tala skráð) 11.10.2008 kl. 02:15

3 Smámynd: Guðrún Ágústa Einarsdóttir

Æðislega flottar myndirnar hjá þér. kv Gunna.

Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 12.10.2008 kl. 01:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband