Gott frí!

Mikið er yndislegt og algerlega nauðsynlegt að fá sér stundum pinku frí - á það við allt, líka bloggið Smile  Eins og ég kom inn á í síðasta bloggi þá er búið að vera mikið að gera hjá mér upp á síðkastið, svo mikið að ég hreinlega varð að taka mér frí frá e-u og varð bloggið ómeðvitað fyrir valinu. 

Það sem er svona helst í fréttum er að ég skrapp suður í síðustu viku.  Ætlaði nú bara að skjótast, suður með seinni vél og vestur aftur með seinni vél daginn eftir.  En nei, e-ð voru veðurguðirnir ósáttir við það og endaði með því að ég keyrði vestur með mömmu og pabba á miðvikudagskvöldið, eftir örstutta flugferð vestur sem endaði í viðsnúningi.  En ég komst þá a.m.k. heim sem var jú fyrir öllu Cool

Á leiðinni suður voru skýin í besta skapi ... tók þessa mynd af þeim ...

2881207229_f0689b7048

Reykjavíkurferðin reyndist svo hin besta skemmtun - gisti hjá Möggu frænku og strákunum sem er alltaf gaman, fór svo og hitti prófessorana mína sem var tilgangur ferðarinnar, fór svo m.a. í IKEA með mömmu og fleira sem var ekki leiðinlegt.  Já, við brunuðum svo vestur á miðvikudaginn og það er búin að vera meira og minna bara vinna síðan, kennsla og lærdómur.  Eins og margir vita er ég að vinna út í Bolungarvík hjá Rannsókna- og fræðasetri Háskóla Íslands.  Ég keyri því í Bolungarvík alla virka daga. Það er oft alveg virkilega tignarlegt að líta yfir Djúpið á leiðinni og stundum hreinlega "neyðist" ég til að stoppa og taka mynd ...

2881207147_171c3ae0ae

Fallegt ekki satt?

Hmm... hvað fleira er nú að frétta - jú, fór í þennan líka fína og blauta göngutúr með litlu systur í vikunni - það var í það blautasta í skóginum (töluverður munur frá því fyrr í sumar), en virkilega gaman enda vorum við heppnar með það að það hætti að rigna akkúrat meðan við vorum að rölta um skóginn.  Það var ótrúlega gaman að sjá hvað skógurinn hafði í raun breyst við alla þessa rigningu.  T.a.m. höfðu hinir furðulegustu sveppir sprottið upp út um allt ...

2881206675_597111d897

2881206337_429b2f351f

Verst að þessi rigning gat ekki verið duglegri við að láta sjá sig fyrr í sumar þegar allt var að skrælna Wink  En það er víst ekki á allt kosið.

Meira síðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Fallegar myndir að venju hjá þér....

Níels A. Ársælsson., 26.9.2008 kl. 10:00

2 identicon

Ekkert sma flottar alltaf myndirnar hja ter Albertina. Forum vid ekkert ad sja tig herna i Aberdeen?

Bestu kvedjur hedan

Hronn og co. (IP-tala skráð) 27.9.2008 kl. 22:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband