Ljósmyndakast og fleira

Já, eins og ótal margir tók ég þátt í Ljósmyndakasti Krumma á Vetrarnóttum og gekk bara merkilega vel miðað við að ég tek yfirhöfuð ekki myndir af fólki FootinMouth  En ég var svo heppin með fyrirsætur og var eiginlega ekki möguleiki á öðru en að heppnast vel, þökk sé þeim Grin  Ég tók sum sé myndir af Dóru Hlín og Brynju Huld og lenti svo auðvitað í mestu vandræðum með að velja mynd (mátti bara senda inn eina) ... Wink

Eftir miklar vangaveltur þá valdi ég að senda inn þessa:

2968345921_6ef6b4597a

Kallaði hana "Fyrsti vetrardagur" ... mjög ánægð með hana þó ég segi sjálf frá Halo  Þetta var þó engan veginn auðvelt val því myndirnar af Brynju Huld heppnuðust líka ofsalega vel ... hér eru nokkrar af henni ...

2969190234_e57038729b

2969190602_28803b674b

2969190788_2265af1142

Myndirnar úr Ljósmyndakastinu er hægt að skoða í Hamraborg.  Ef þið eruð ekki búin að fara og skoða þá skora ég á ykkur að gera það sem fyrst, því vá hvað það eru margir góðir ljósmyndarar á svæðinu LoL

Meira síðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Flottar myndir og fallegar fyrirsætur.

Mjög gott hjá þer.

Níels A. Ársælsson., 28.10.2008 kl. 10:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband