Allt að gerast ... þó ekki lognið

Það hefur bókstaflega allt verið að gerast í mínu lífi undanfarna viku eða svo ... raunar svo mikið að ég hreinlega varð að halda mig í burtu frá blogginu um tíma, því allar líkur voru á að ég myndi missa e-ð út úr mér og snemma.

Akkúrat núna sit ég í Turninum og bíð eftir að vindinn lægi svo ég geti farið suður með flugi ... ætla að skreppa á smá námskeið í Eistlandi Wink  Raunar ætla ég þó fyrst að stoppa (vonandi ef það verður e-a flogið) aðeins í Reykjavík þar sem ég ætla að kaupa ýmislegt sem þarfí nýju íbúðina mína Halo  Jább, þið lásuð rétt ... var að kaupa mér mína fyrstu íbúð á þessum síðustu og verstu Wink  Keypti voða sæta og skemmilega íbúð í Mjallargötublokkinni, sem þarf þó að gera töluvert mikið við, en útsýnið er tvímælalaust þess virði Cool  Það er því töluverð málningavinna, partketlagning og annað slíkt framundan hjá mér ... Whistling

En nóg um það.  Ég var þó langt frá því að vera aðgerðalaus þó ég stæði í þessu ... skellti mér tvisvar sinnum á skíði og í göngutúr í síðustu viku!  Eins og þeir sem eru hér fyrir vestan vita, þá var hreint út sagt yndislegt veður ... páskaveður hreinlega Smile  Myndavélin var auðvitað með í för!

2979671012_f103bb31de

2979669704_e977928f6f

2979669432_66d39a3283

2978812237_b2a820205d

Ég verð að viðurkenna að ég er eiginlega bara hálf fúl yfir að snjórinn sé farinn ... það birtir óneitanlega þegar hann er Happy

Annars hefur lífið bara snúist um nám og kennslu að venju!  Tók tvær myndir á leið til Bolungarvíkur í gær ... reyndar skemma ljósastaurar aðra þeirra svolítið ... en fjallið er flott!

2991496526_59bdca22b0

2990643075_5a45cb4453

Jæja, verð víst að klára að pakka og annað slíkt svona ef þeir skyldu ákveða að fljúga Wink  Set inn myndir og fréttir frá Eistlandi ef ég kemst í netsamband.

Meira síðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrefna Katrín Guðmundsdóttir

Hæ! Til hamingju með nýju íbúðina :) Hlakka til að sjá hana. Við getum kannski stofnað félag nýrra íbúðaeiganda í kreppunni ;) Var einmitt að borga af láninu mínu í fyrsta skipti í gær!

Er semsagt allur snjórinn farinn frá ykkur líka? Ég er svo sannarlega ekkert ánægð með umskipti frá frosti og snjó og yfir í rigningu... Náði ekki einu sinni að fara á skíði, samt var víst alveg æðislegt í Bláfjöllum um síðustu helgi.

Góða skemmtun í Eistlandi!

Hrefna Katrín Guðmundsdóttir, 2.11.2008 kl. 13:44

2 identicon

Hlakka til að sjá íbúðina.. .:)

Edda Katrin Einarsdottir (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 21:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband