Mánudagur, 5. janúar 2009
Nýtt ár, nýjir tímar?
Gleðilegt ár kæru vinir og takk fyrir það gamla
Ég er búin að hafa það svo svakalega gott yfir hátíðarnar að ég hef ekki einu sinni haft nennu til að blogga ... hversu slæmt er það?
Jólin voru auðvitað að venju yndisleg og ég fékk fullt af fallegum gjöfum. Áramótin voru einnig stórfín og var myndavélin auðvitað tekin upp ...
Fyrst var farið á brennu ...
Svo var skotið upp flugeldum ... og teknar myndir af þeim ...
Á nýársdag fór ég svo ásamt litlu systur yfir í Holt í Önundarfirði þar sem ég var að organistast um hátíðarnar, þ.e. jóladag og nýársdag. Verð að viðurkenna að mér finnst það alveg virkilega jólalegt að njóta þessa tíma við að spila á orgelið, hlakka alltaf til
Veðrið á nýársdag var alveg hreint stórkostlegt og tók ég næstu tvær myndir þann dag, aðra úr Holti í Önundarfirði og hina frá Kofra í Skutulsfirði.
Vona bara að þessi fallegi dagur sé vísbending um hvernig restin af árinu verður
Áramótaheit spyrja allir um ... aðeins eitt í gangi hér ... að rífa mig upp úr botnlangabólgusleninu Hvað með ykkar?
Meira síðar.
Athugasemdir
Gleðilegt nýtt ár Albertína og takk fyrir gamla bloggárið.
Jú ég ætla að ganga 10 til 15 kílóum léttari inn í kjörklefann í vor og setja x við ?? - þegar við kjósum nýtt Alþingi fyrir nýja Ísland.
Eigum við Vestfirðingar ekki von á því að sjá nafnið þitt á kjörseðlinum ?
Myndirnar þínar eru að venju mjög fallegar.
Gangi þér allt í haginn á nýju ári.
Níels A. Ársælsson., 12.1.2009 kl. 20:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.