Afmælisdagur

Klukkan er rétt rúmlega átta þennan fallega morgun. Búin að borða hinn daglega hafragraut og ég er í rólegheitunum að undirbúa daginn.

Það sem er þó ólíkt við þennan dag miðað við aðra daga er að í dag verða kökur með skóladótinu. Kökur sem ég eyddi gærkvöldinu í að baka Smile  Var reyndar örlítið, en þó aðeins örlítið, panikk þegar rafmagnið fór þegar seinni kakan átti 5 mínútur eftir inn í ofninum Shocking  En það reddaðist allt, sem betur fer ... eða ég vona það a.m.k., hef auðvitað ekki smakkað kökuna Halo  Nú er bara eftir að að þeyta rjóma og svoleiðis smotterí áður en ég held í skólann.

Ástæðan fyrir öllu þessu stússi er auðvitað að ég á afmæli í dag.  Orðin 29 ára gömul, sem mér finnst algerlega frábært Wizard  Hvað er skemmtilegra en að eldast?  Hmm.. örugglega margt reyndar, en mér finnst bara svo stórkostlegt að hugsa til baka yfir 28. aldursárið og rifja upp allt það nýja sem ég lærði og kemst hreinlega ekki hjá því að hlakka til alls þess sem ég mun læra á 29. aldursárinu sem ég held að verði ennþá skemmilegra en það síðasta Wink

Annars er allt gott að frétta.  Tókst að skila ritgerðinni sem ég var að skrifa síðustu viku, fékk góða vini í kjötsúpu á laugardagskvöldið og á sunnudaginn fór ég í göngutúr með litlu systur í góða (vor)veðrinu.  Í gær byrjaði ég svo í áfanga í Haf- og strandsvæðanámi Hsvest (Conflict resolution in resource management) sem ég er að taka í tengslum við master's námið mitt í HÍ.  Lýst bara mjög vel á þetta, skemmtilegur kennari og frábærir samnemendur Smile  Í kvöld kemur svo fjölskyldan í mat sem er alltaf gaman, er meira að segja svo skipulögð í þetta skiptið að ég er byrjuð að elda - setti kjúklinginn í mareneringu í gær, við litla systir öngum af hvítlauk og rommi Halo

En jæja, þarf víst að þeyta rjóma áður en ég fer.  

Meira síðar. 

 

3284542002_aef87036d1

 

 

3283720055_1c608578cd

 

3283719959_ea2238bf0d

 

3283719791_a47812b5fe

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Til hamingju með afmælið Albertína mín

Fallegar myndir

Sigrún Jónsdóttir, 17.2.2009 kl. 08:35

2 Smámynd: Hrefna Katrín Guðmundsdóttir

Til hamingju með afmælið :)

Hrefna Katrín Guðmundsdóttir, 17.2.2009 kl. 19:56

3 identicon

Hæ hæ og til hamingju með afmælið.. þó seint sé!

Alveg eru myndirnar þínar frábærar! Svo gaman að koma hingað og sjá mynd af polli við göngustíginn frá menntaskólanum og hugsa - SVONA er það þegar veturinn er að fara! Ég fæ bara heimþrá, það hlýtur að vera gæðastimpill á myndirnar :)

Bestu kveðjur úr vetrarríkinu í Osló - Hláka og snjóhrun af þaki í dag, vonandi er vorið á næsta leiti!

Sigga 

Sigga (IP-tala skráð) 22.2.2009 kl. 20:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband