Færsluflokkur: Bloggar

Barnaskapur eða hrein og klár skemmtarfíkn og illkvitni?

Ein af þeim síðum sem ég fylgist reglulega með er heimasíða Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar.  Þegar ég kíkti á hana áðan blasti við mér frekar sorgleg frétt

Fréttina má lesa hér fyrir neðan og ég verð að segja, ég er hreinlega orðlaus yfir að einhver skuli gera svona lagað!  Það er spurning um líf og dauða að þessi tæki séu í lagi og má seinast minnast eldsvoðans í Suðurtanga og slyssins í gær Frown 

"Skemmdarverk á bílum slökkviliðs

Það var ekki glæsileg aðkoman á slökkvistöðna í morgun, en til stendur að aðstoða erlent kvikmyndaökulið í bænum, þegar við mættum þá sáum við að búið var að brjóta frammrúðu körfubils og tvær rúður í Econline tækjabíl, og tæma 6 lítra slökkvitæki sem í honum var. Slökkvilið Ísafjarðarbæjar vill biðja þá sem vita eitthvað um þetta mál að hafa samband við lögreglu."
Tekið af síðu Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar, 30.08.08

Ég tek undir slökkviliðinu og hvet alla þá sem gætu hafa séð e-ð að láta lögregluna vita og ekki síður þá sem gerðu þetta að sýna smá kjark og koma fram og viðurkenna mistök sín.
Meira síðar.

Léleg þjónusta!

Hafið þið tekið eftir kaldhæðni lífsins hvað það varðar að þegar e-ð gerist þá gerist allt í einu Whistling

Ástæða þess að ég hef ekki bloggað síðustu daga er einfaldlega sú að ég hef verið í meir en 200% vinnu og hreinlega komið heim á kvöldin, unnið áfram og farið að sofa búin á því eftir daginn Sleeping  Hmm... er ég nokkuð alltaf að kvarta hérna??  Þetta er reyndar alls ekki meint sem kvart, heldur afsökun.  Það er algerlega mitt mál að segja nei þegar ég er beðin um að gera e-ð - þó stundum séu aðstæður auðvitað þannig að maður segir bara já, alveg sama hvað - enda bara sjálfsagt að hjálpa til eins og hægt er Smile 

Þrátt fyrir mikla vinnu hafa líka síðustu dagar verið nokkuð skemmilegir, haft samskipti við fullt af skemmtilegu fólki og fengið enn fleiri skemmtilegar hugmyndir og jafnvel komið sumum þeirra í framkvæmd Halo  Ég er nefnilega pinku þannig að því meira sem er að gera hjá mér, því skemmtilegri hugmyndir fæ ég og því duglegri er ég við að framkvæma þær.  Reyndar langar mig að deila einni hugmyndinni með ykkur kæru lesendur ...

Ég veit ekki hvort þið vitið það, en þannig er það að við Vestfirðingar (þ.e. þeir sem hafa á annað borð adsl), erum að fá töluvert lakari adsl-sjónvarpsþjónustu en flestir aðrir (t.a.m. Akureyringar og Egilstaðabúar).  Hafið þið t.d. séð sjónvarpsauglýsingarnar um VOD-takkann sem á að veita okkur möguleikann á að leiga myndir samstundis með einum takka?  Eða vissuð þið að það er hægt að vera með allt að 60 stöðvar í áskrift? (ekki að ég sé að mæla með því Smile). 

Lengi vel hélt ég að málið væri að ljósleiðarinn til okkar væri bara svona lélegur (þið vitið, hann virðist slitna við minnsta átak og allt það ... FootinMouth).  En svo var það nokkuð gáfaður maður hér í bæ sem útskýrði það fyrir mér að þetta snýst ekkert um ljósleiðarann.  Ljósleiðarinn vestur ber ekkert minna en í Reykjavík eða neitt svoleiðis heldur er málið einfaldlega að adsl-endabúnaðurinn hér er gamall (e-r sagði gamalt úr Breiðholtinu) og hann þarf að uppfæra.  Það þarf s.s. bara uppfæra adsl-endabúnaðinn til að við fáum sömu þjónustu og aðrir - ekkert spurning um að leggja heilan ljósleiðara að sunnan eða neitt slíkt.  Nú vil ég alls ekki vera að gera lítið úr þeirri vinnu sem felst í að uppfæra þennan búnað - en ég verð að segja, mér finnst algerlega út í hött að símafyrirtækin séu ekki búin að því.  Erum við e-ð annars flokks notendur?  Erum við að borga e-ð minna fyrir þjónustuna? 

Hvað um það, ekki það að ég hafi mikinn tíma til að horfa á sjónvarp - en ég mér finnst þetta samt frekar hallærislegt og myndi eflaust nota mér e-ð af þessari þjónustu.  Þannig að Hvað Er Málið?  Þar sem að ég var í stuði, þá ákvað ég að prófa að gera e-ð í málinu og stofnaði sum sé hóp á Facebook í gærmorgun og nú þegar eru komnir 116 meðlimir og búið að bjóða meir en 500 manns að taka þátt í hópnum og mótmæla þessu.  Ég sendi fyrsta bréfið á Símann í gær og ætla að senda annað á Símann og Vodafone á eftir.  Ég hvet alla sem eru sammála þessu að annað hvort skrá sig í hópinn á Facebook eða einfaldlega senda póst á Símann eða Vodafone og kvarta.  Við fáum varla fram nokkrar breytingar er það nema láta vita að við séum ósátt? Wink

En já, annars allt fínt að frétta - kom mér út í smá göngutúr um daginn.  Rakst þar á þessi fallegu ber ...

2803538101_0162b7236b

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

2804381180_14e4b7513f

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

2804380576_b3fca1d99a

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og að lokum myndin fyrir ofan er af Arnarnesinu, tekin á leið í vinnu á mánudaginn Smile

En jæja - vinnan kallar!  Endilega kommentið hér eða skráið ykkur í hópinn á Facebook eða sendið pósta á Símann og Vodafone ef þið eruð sammála mér Wink

Meira síðar.


Áfram Ísland!

Ætla ekki allir að vakna í fyrramálið og horfa á leikinn? Wizard

Meira síðar.


Langt síðan síðast ...

... og líf mitt hefur verið vinna og ævintýri til skiptis Wizard

Það var víst á mánudag sem ég bloggaði síðast, en síðan þá hefur margt á daga mína drifið.  Á þriðjudaginn var ég að vinna og leiðsegja í tengslum við skemmtiferðaskipið og fleira.  Upprunalega planið hafði verið að fljúga suður seinni partinn á þriðjudeginum til að kaupa bíl sem ég hafði fundið á netinu.  Það fór þó svo að ég endaði á að fljúga suður með annarri vél en áætlað var og ekki fyrr en seint um kvöldið - af hverju er einfaldlega of löng saga til að segja frá hér, en þetta var skemmtileg ferð þrátt fyrir að ég hafi verið orðin verulega lúin þegar ég komst loksins til Reykjavíkur og síðan Mosfellsbæjar þar sem ég gisti Sleeping

Tók auðvitað nokkrar myndir á flugi ...

2770369135_b7505b4bf9

2771218596_212f077902

2771213650_575ee29ae7

Nema hvað, ég komst s.s. suður fyrir rest, með smá millilendingu Smile  Gisti svo hjá Maríu Ögn og Kristni og morguninn eftir fórum við María Ögn og Katla Björt að kíkja á bílinn ... Endaði á að kaupa hann, Suzuki Ignis 4WD Grin  Eftir smá meira stúss í Reykjavík var stefnan svo sett aftur vestur seinni part miðvikudags, í þetta skiptið keyrandi á nýja bílnum.  Bíllinn stóð sig eins og hetja, þó ég verði að viðurkenna að ég hélt hann myndi hrynja í sundur og sprengja öll dekk á leiðinni frá Bjarkalundi og inn í botn Þorskafjarðar - eigum við e-ð að ræða hvað sá vegkafli er hrikalegur??! Shocking

Tók auðvitað myndir á heimleiðinni líka Wink

2771218108_b8c9c700a0

2771217178_2b186cf030

Næstu dagar fóru svo í vinnu og meiri vinnu, þ.e. þessa venjulegu vinnu og svo var ég ásamt Írisi að stússast í kringum Skógræktarþingið sem var haldið hér á helginni.  Afskaplega ágætt fólk sem var þar saman komið og held bara almenn ánægja með Ísafjörð Smile  Reyndar gaman að segja frá því að amma fékk viðurkenningu á þinginu fyrir einstök störf í þágu skógræktar ... til hamingju amma LoL

Í gær var það svo aftur Reykjavík ... bara smá kennarahittingur fyrir frumgreinanámið, bara að hittast og undirbúa önnina og svo heim aftur með seinni vélinni og afmæli hjá litla bróður um kvöldið Cool 

Sem sagt, engin leti í gangi hérna megin þessa dagana ... Halo

En jæja, er víst enn í vinnunni og klukkan farin að ganga í kvöldmat - best að koma sér heim ...

Meira síðar.


Bíll til sölu!

Elsku litli sæti bíllinn minn er til sölu ...

n670702259_1180018_3337

Hann heitir s.s. Nissan Micra, árgerð 1996, ekinn 141 þús km.  Hann ber sín 12 ár alveg ágætlega, en er með nokkrar rispur og beyglur að utan o.s.frv.  Hann þarfnast einnig viðgerða, en virkar fínt í innanbæjarakstri ... Hann er mjög nettur í akstri og meira að segja fínn í snjó.

Ef þig vantar ódýran og skemmtilegan bíl með persónuleika þá endilega hafðu samband í síma 848 4256 til að fá nánari upplýsingar og gera tilboð Cool


Ó borg mín borg

Jebb, þið lásuð rétt - ég er á leið suður, bara í örstutt skrepp reyndar.  Fer suður seinni part á þriðjudag og heim aftur á miðvikudag Smile 

Hef annars verið bara að vinna á fullu og þess á milli hef ég verið alveg hreint óhemju hrikalega löt eins og gerist alltaf hjá mér seinni parts sumar e-a hluta vegna Sleeping 

Hef þó ekki verið latari en svo að ég hef drifið mig í göngutúr bæði í Stórurð og Tunguskóg Wink  Tók nokkrar skemmtilegar myndir þar ...

2748785771_5ceef17080

2749619172_ab9f90277a

Þessi skógarguð er í Tunguskógi

2743249865_0788f64fe5

Og þessi í Stórurð ...

2743249133_8dded0647a

Já, ég verð eiginlega að nota tækifærið og hvetja fólk til að skella sér í skógarheimsókn, alveg ótrúlegt hvað trén hafa vaxið - bæði inn í skógi og upp í Stórurð (hvernig svo sem þetta er skrifað) - og stígarnir hafa verið lagfærðir heilmikið og nýjir búnir til Cool  Virkilega flott mál og um að gera góða veðrið á meðan það helst.  Verst hvað það hafa verið miklir þurrkar, lækirnir inn í skógi farnir að þorna og aðeins þurrir árfarvegirnir eftir Shocking

2749620326_385e338917

Fleiri myndir að venju á flickrinu Smile

En jæja, bíó á eftir og nóg að gera ...

Meira síðar.

 


Eigum við að ræða veðrið?

Veðrið hérna fyrir vestan hefur hreint og klárt verið alveg hreint stórkostlegt síðustu vikur Cool  Eiginlega of gott til að vera satt Halo  Ég er búin að vera nokkuð dugleg við að fara út að hreyfa mig, enda veðrið þannig að það nálgast það að vera synd að sitja inni í leti Devil 

Það er samt ótrúlegt hvað það tíminn líður hratt.  Verslunarmannahelgin liðin með öllum sínum góðu gestum og Mýrarboltanum.  Tók alveg nokkrar myndir á laugardeginum, en var svo óánægð með þær allar að einungis þessi fær að fljóta með ...

2739135499_7580657641

Meðan ég man, takk fyrir öll fallegu kommentin ykkar um myndirnar mínar - hvetjandi til að halda áfram að taka myndir.  Það er svo sérstakt hvað mér finnst endalaust gaman að taka myndir ... stundum sé ég e-ð og ég er hreinlega ekki með frið í sálinni fyrr en ég hef tekið mynd af því Whistling   Ég tók nokkrar slíkar á helginni ...

2739972584_c39526caa1

2739130541_15b841e0c4

2739129227_25ae5b3d7c

2739128235_97d055c216

Fleiri myndir að venju á Flickrinu mínu Smile 

Já, helgin var fín.  Kíkti aðeins á Edinborgarhúsið á föstudagskvöldið, stoppaði reyndar ekkert mjög lengi, var svo heillengi á Mýrarboltanum á laugardaginn og lá í leti um kvöldið, en á sunnudaginn fór ég aftur á Mýrarboltann og svo á Mýrarboltadjammið um kvöldið.  María Ögn og fjölskylda voru svo hérna í heimsókn, en ég náði því miður mjög lítið að hitta hana í þetta skiptið Pouty  En við bætum úr því síðar Wink Var annars mestmegnis alla helgina að njóta þess að liggja í leti Sleeping 

En nú er það vinnuvikan sem er tekin við - en trúið þið þessu?  Strax fimmtudagur á morgun!

Meira síðar.


Blogg í rusli og alltof langt síðan síðast

Já, eins og hjá öðrum Moggabloggurum fór útlitið á blogginu mínu í pinku rugl.  Ówell, svona lagað gerist.  Það er búið að vera heilmikið að gera hjá mér upp á síðkastið og svo hefur hreinlega verið svo hrikalega gott veður úti að það hefur enginn tími verið til að blogga eða annað slíkt.  

Ég skrapp til Reykjavíkur út af vinnunni á sunnudagskvöld, kom aftur með hádegisvélinni á þriðjudaginn - bara stutt stopp en samt sem áður þrír bílaleigubílar!  Þar sem veðrið var svo svakalega gott báðar leiðir þá fengum við útsýnisflug bæði frá Ísafirði og til Ísafjarðar.  Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir úr fluginu til Reykjavíkur.  Hef ekki haft tíma til að setja hinar inn, þær koma bara seinna.  Biðst velvirðingar á gæðunum, en það var ekkert auðvelt að taka góðar myndir út um flugvélargluggann - en virkilega gaman Wink

2719935121_cb6cf681f8

2719934513_7057c65214

2719934341_872b2eb801

2719933463_6609677659

Annars hafa síðustu dagar einfaldlega farið í vinnu (ferðamannaveiðar) og svo eftir vinnu hef ég farið í göngutúra með litlu systur í góða veðrinu Cool

Við fórum á þriðjudaginn upp á Seljalandsdal í steikjandi hita og logni ... tók eftirfarandi myndir þar.

2719941355_ddac559319

2720764086_948cb4ebaf

2720763016_30f495f104

2719936353_996fcd7a6f

Þið getið skoðað fleiri myndir á Flickrinu mínu ef þið hafið áhuga á Smile

En bara stutt í þetta skiptið - ætla að drífa mig yfir á Langa Manga - síðasta kvöldið sem staðurinn er opinn og síðasta Drekktu Betur keppnin á Langa Manga!  Verð að viðurkenna að mér finnst mikil eftirsjá í staðnum og hefði gjarnan viljað að e-r hefði séð sér fært að kaupa staðinn og reka hann áfram, en c'est la vie ... og allt getur enn gerst Smile

Meira síðar.


Vestfjarðahringurinn

Já, bara örstutt - allt við það sama hérna megin ... keyrði Vestfjarðahringinn í gær (utan Stranda í þetta skiptið), þ.e. keyrði frá Ísafirði og yfir á Reykhóla ... fór Djúpið ... keyrði svo frá Reykhólum yfir á Flókalund (stoppaði og borðaði í Bjarkalundi, frábær súpa), keyrði svo frá Flókalundi yfir á Hrafnseyri þar sem ég fékk kaffi hjá Lóu frænku áður en ég hélt heim á leið á Ísafjörð Smile 

Ég stoppaði oft og reglulega á leiðinni og ég verð eiginlega að vekja athygli ykkar á hvað vegirnir eru orðnir góðir og þó var ég, notabene, að keyra í rigningu næstum alla leiðina Wink  Jú, það voru örfáir leiðindablettir á leiðinni, en þeir tóku svo fljótt af að ég man ekki einu sinni eftir þeim núna!  Ég mæli með því að íbúar Vestfjarða taki sig til og heimsæki heimasvæði sitt.  Það er t.d. tilvalið að leggja af stað á laugardagsmorgni og gista á leiðinni og koma heim á sunnudegi Joyful  Virkilega, verulega fallegt land sem við eigum og við eigum að vera stolt af því Cool

Myndir já, ég var óvenju löt með myndavélina í þetta skiptið - sem helgast líklega mest af rigningunni ... tók þó nokkrar ...

2696466147_8bf4dcedf4

2696465607_f152c9c7e2

2697280732_ebb697c58e

2697280130_48430df36f

Annars er málið þessa dagana einfaldlega vinna og að njóta lífsins og sumarsins, er ekki það sama í gangi hjá flestum öðrum? Happy  Var niður í Upplýsingamiðstöð/Vesturferðum hluta dagsins að veiða ferðamenn ... tók þessa mynd þar í eitt af þeim skiptum sem fáir ferðamenn voru á svæðinu ...

2696464047_fd5f24cf66

Fleiri myndir á Flickrinu Halo

Meira síðar.

 


Tunguskógur

Gaman að segja frá því að ég er búin að fara nokkrum sinnum inn í Tunguskóg í sumar.  Það er svo merkilegt hvað það er alltaf gott veður þarna innfrá Wink  Það er líka frábært hvað þetta er orðinn mikill "skógur" (svona miðað við Ísland) Joyful  Fór síðast í göngutúr með litlu systur í gær og tók, venju samkvæmt, nokkrar myndir.

2686216493_de38eec81c

2687029636_7037b68aef

2686209355_4dd5c2bc26

Fleiri myndir á flickr-inu Halo

Annars ósköp lítið að frétta, bara meir en nóg að gera í vinnunni sem er hið besta mál.  Var með smá garðveislu á laugardaginn sem heppnaðist held ég ágætlega, ég skemmti mér a.m.k. mjög vel Wink  Vikan er svo framundan - ekkert planað í augnablikinu ... spurning um að fara að undirbúa kennslu vetrarins? Whistling

Meira síðar.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband