Færsluflokkur: Bloggar

Vá, vá, vá!

Vá, er tilfinning sem kemur alveg hreint ótrúlega oft yfir mig hérna á Ísafirði ... hérna á Vestfjörðum ef ég hugsa út í þetta  Wink  Náttúran er svo ... vá! (ég þarf greinilega að bæta lýsingarorða-orðaforða minn).

Bara í gærkvöldi leit ég upp á leið heim og sá hvernig sólin lék við fjöllin sem virðast hafa blómstrað eftir rigninguna síðustu daga og já, það er án efa einn kosturinn við að búa hérna - alltaf virðist ég vera að finna nýjar og nýjar leiðir til að læra að meta náttúruna hérna ... og menninguna, upp á nýtt Joyful

En nóg um undarlegar tilfinningar ... Það hefur verið meir en nóg að gera síðustu daga (að venju).  Það hefur verið vinna og meiri vinna og við Íris  á fullu að "veiða" ferðamenn fyrir rannsóknina sem við erum að gera Halo  Við skelltum okkkur þó í smá leiðsögn á þriðjudaginn og gengum Aðalvík-Hesteyri með hóp af hressu fólki.  Ferðin byrjaði raunar örlítið erfiðlega ... Sjórinn, í samstarfi við góðvin sinn veðrið, ákvað að henda í okkur smá brælu og verður að viðurkennast að flestir fundu fyrir smá sjóveiki ... meira að segja ég sem verð nánast aldrei sjóveik og hef sannast sagna ekki verið sjóveik síðan ég fór með Fagranesinu til Hornvíkur þegar ég var 14 ára Blush

Ég jafnaði mig þó um leið og ég komst í gúmmibátinn í land og svo var gengið af stað í roki og rigningu sem truflaði okkur þó ekki nema í stutta stund en áður en við vissum af var sólin farin að skína og það sem eftir var ferðar var yndislegasta gönguveður - smá sól, smá hlýja og létt gjóla Halo

Venju samkvæmt tók ég nokkrar myndir ...

2674472585_1e1c44d595

2674469269_4fc413aa8f

2675285950_71985d15b6

2674465747_9c0ea06d77

2675281158_2e3a39c9a7

Á miðvikudaginn brunuðum við Íris svo á Hólmavík að veiða ferðamenn.  Vorum merkilega duglegar þrátt fyrir töluverða þreytu eftir þriðjudaginn Halo 

2674460483_c68a8b5d2a

2674457017_1d328b2344

Annars er lítið að frétta.  Helgin er framundan og verður hún án efa skemmtileg.  Ég er nefnilega komin með þennan líka fínasta garð LoL  Ég dreif mig í gær í Húsasmiðjuna að skoða garðhúsgögn og endaði á að kaupa tvo gamaldags garðbekki sem Ari Klængur var svo frábær að hjálpa mér við að setja saman í gærkvöldi (takk, takk) Smile  Nú þarf ég bara að finna garðborð ... má ekki vera of hátt ... ef þið vitið um borð sem langar að flytja í nýjan garð þá megið þið endilega hafa samband við mig Wink

Jæja, vinnan kallar Cool

Meira síðar.


Mér finnst rigningin góð!

Það er búið að vera yndislegt veður í dag - alveg hreint stórkostlegt.  Hlýtt, nánast logn og yndisleg rigning Smile  Litla systir hefur gist í gestaherberginu síðustu daga og í dag ákváðum við að skella okkur í göngutúr í rigningunni.  Eftir þurrka þá er fátt jafn yndislegt og að finna gleði jarðarinnar yfir rigningunni Joyful 

Tók nokkrar myndir á leiðinni ... að venju!2662009876_9c1cf82769

2662009412_9b1f84f65c

2661182901_eef4f75e07

Síðustu dagar hafa annars verið vinna að venju, hitt góða vini og notið lífsins í Turninum.  Þannig á lífið líka að vera, er það ekki annars? Wink

Meira síðar.


Að láta sér leiðast ...

... er e-ð sem ég á erfitt með að finna tíma til að gera þessa dagana Wink og er það auðvitað hið allra besta mál! 

Ég er búin að vera með fullt af gestum síðustu daga, vinnan og allur pakkinn sem fylgir sumrinu í gangi.  Til að útskýra aðeins þá skráði ég mig á heimasíðu sem heitir CouchSurfing áður en ég flutti út til Aberdeen, aðallega þar sem húsnæðismálin hjá mér voru ekki komin alveg nógu vel á hrein ... en svo líkaði mér ágætlega við þessa síðu og ákvað að vera bara skráð áfram.  Fyrir þá sem ekki vita þá snýst CouchSurfing í stuttu máli um það að bjóða öðrum Couch-surfurum að gista á sófanum hjá sér eða einfaldlega að hitta fólk yfir kaffibolla og benda því á áhugaverða staði og gefa smá innsýn inn í líf heimamanna.  Ég hef einmitt verið bara skráð sem kaffibolli, og haft gaman af því.  Ég hef þó haft opið á að leyfa fólki að sofa á sófanum - en hef aldrei látið verða af því fyrr en nú eftir að ég fékk stórskemmtilegan tölvupóst frá tveimur austurrískum stelpum í júní.  Þær mættu svo á svæðið á fimmtudaginn og skemmtum við okkur konunglega Halo  Fórum á Drekktu betur, Bolafjall, Skálavík, Bolungarvík, Kaffi Edinborg og á Markaðsdaginn í  Bolungarvík.  Skemmtilegar stundir sem við áttum saman og eigum verið eflaust eftir að vera vinkonur það sem eftir er Smile  Á sunnudaginn kom svo óvænt vinur minn frá New York í heimsókn og gisti eina nótt.  Honum fylgdu gönguferð inn í skógi og að ég held þrjár heimsóknir í Tjöruhúsið og tvær í Gamla bakaríið Whistling  Sem sagt ... skemmtilegir síðustu dagar ... og nokkrar myndir í tilefni þess Tounge

2641261867_0635057c55

2642089818_af14d16e1f°

2641268163_8fe9da7300

2651727797_87fd43d646

2651728045_1fe2e0c3eb

2651728121_b69cb1aa7d

2651728623_4294cca0e2

2652555134_b9978d06f1

...

Svo hvað næstu dagar bera í skauti sér á eftir að koma í ljós.  Óþolandi svona dagar þar sem of mikið úrval af atburðum og maður fyllist valkvíða Joyful 

Meira síðar.


Á sjó ...

Fór á Hesteyri í gær, skemmti mér konunglega þrátt fyrir, tja, ekki skemmtilegasta veður í heimi.  Hesteyrinn var þó yndisleg venju samkvæmt og hlakka bara til að fara þangað aftur Wink 

Ætla annars bara að hafa þetta stutt og laggott, var að koma heim eftir að hafa "setið fyrir" ferðamönnum vegna vinnunnar og er núna að lesa æsispennandi grein um ímynd ferðamannastaða samband ímyndarinnar við ánægu ferðamanna ... Cool

Nokkrar myndir að lokum ... úr ferðinni í gær.

2629595266_e1905ff0ef

Þessi var reyndar tekin á leiðinni út í Bolungarvík í gærmorgun ...

2628774193_4cf8b7591c

Á leiðinni yfir Djúpið.  Það var örlítið hvasst, en undir styrkri stjórn kapteinsins þá var þetta lítið mál.

2628768441_cdd98ba94f

Hvönnin góða.

2628767211_b7061aae89

2628766047_dd11dc59fc

Meira síðar.

 


Mánudagsmorgun ...

á fætur ég fer ... Wink

Reyndar er höfuðið ekk' eins og gler, en mikið hefði verið ágætt að sofa örlítið lengur Halo  Glaðvaknaði reyndar klukkan hálf sex í morgun, en fannst örlítið of snemmt að fara á fætur þá og sofnaði innan skamms aftur og vaknaði svo auðvitað alltof seint aftur Sideways

Tímatakan í Óshlíðarhlaupinu á laugardaginn gekk vonum framan.  Ég fór svo á meiriháttar trúbadortónleika og virkilega skemmtilegt ball með hljómsveitinni Hraun á laugardagskvöldið, fór með skemmtilegu fólki og hitti fullt af skemmtilegu fólki og já, virkilega góð skemmtun Cool

Annars er það býsna strembin vika framundan, full af fjöri og gleði - vinnu og meiri vinnu Smile

Örfáar myndir að lokum ... teknar í Holtsfjöru í Önundarfirði Joyful

2616783684_a6b82ec296

2615956649_42fb03a6b4

2616781238_890c5b9415

2616774712_cfffa6c19e

Meira síðar.


... og sólin skín

Loksins, loksins ... eða það er reyndar ekki alveg satt.  Ég fékk tölvuna mína aftur á mánudaginn LoL Mikil gleði í gangi á heimilinu, en vegna mikilla anna þá hef ég lítið getað leikið við hana og þar af leiðandi ekki bloggað fyrr en nú. 

Ég er þó búin að setja inn myndir úr Reykjavíkurferðinni ...

2607163428_0193eaa7c1

2607162988_1c6879a00b

2606333225_040588cd73

Fór svo á frábæra tónleika í Tjöruhúsinu í síðustu viku, með hljómsveitinni The Hoodangers sem spiluðu í Edinborgarhúsinu á mánudeginum.  Tók þessa mynd þar:

2607162336_3bcb264ff5

Annars er búið að vera svo mikið að gera hjá mér síðustu tvær vikur að það er voða lítið að frétta hjá mér.  Ég fór jú með hóp úr skemmtiferðaskipi til Hesteyrar í fyrradag, yndislegt veður, skemmtilegt fólk og frábær staður Smile  Tók reyndar nokkrar myndir þar, en þar sem tími hefur verið af skornum skammti þá hef ég ekki komist í að setja þær myndir inn í tölvuna.  Á miðvikudagskvöldið spilaði ég svo í Biskupsmessu í Holti, Önundarfirði og átti yndislega kvöldstund með fólkinu þar.

Annars er það bara það sem er framundan.  Ég verð í tímatökunni í Óshlíðarhlaupinu á morgun (krossið fingur fyrir mig að það eigi eftir að ganga vel!! Halo), svo er það Ólympíuleikar Trúbadoranna og Hraun partý-ball annað kvöld, ætla ekki allir örugglega að mæta? Wink   

Að lokum verð ég eiginlega að nefna hvað ég er ofsalega ánægð með EJS og þjónustu þeirra fyrir sunnan!  Það var alveg sama hvaða vesen ég var með, stelpurnar í þjónustuverinu og strákarnir á verkstæðinu hjá EJS veittu frábæra þjónustu og redduðu öllu fyrir mig, verð hreinlega að mæla með þeim Happy Ég hringdi suður á miðvikudegi, þeir redduðu ábyrgðarmálunum (keypti tölvuna úti), viðgerðinni og öllu á sex dögum og þá er inni í þessum dögum sá tími sem fór í að setja tölvuna í póst á Ísafirði og koma henni suður og svo fékk ég hana með flugi á mánudaginn (með frábærri aðstoð Kristrúnar Helgu og Ómars, takk takk takk!). 

En jæja, sólin og vinnan kalla Cool

Meira síðar.


Þangað og aftur heim

Eftir vinnu á föstudaginn brunaði ég ásamt litlu systur alla leið til Reykjavíkur.  Ferðin gekk greiðlega þó að við hefðum stoppað nokkrum sinnum á leiðinni til að taka myndir og nærast.  Þar sem við vorum ekki komnar á leiðarenda  fyrr en seint og síðar meir, tók ég kvöldið bara rólega og fór snemma að sofa - enda líka langur dagur framundan. 

Á laugardaginn var byrjað í IKEA áður en haldið var í Kringluna (þetta var sum sé verslunarferð líka).  Þar héngum við frameftir degi, eða þangað til veislustússið tók við - 2 útskriftarveislur og eitt óvænt brúðkaup/útskriftarveisla. 

Sunnudagurinn fór sömuleiðis í verslunarlabb, fórum þá m.a. í Smáralindina þar sem við hittum Erlu Hlyns og áttum stórskemmtilegan dag, þó fæturnir væru orðnir örlítið þreyttir undir lokin.  Eftir smá afslöppun heima hjá Möggu frænku fórum við svo út að borða og í bíó ásamt Hrönn vinkonu.  Við fórum að sjá myndina Sex and the city og verð ég að viðurkenna að eins hikandi ég var gagnvart þessari mynd þá kom hún skemmtilega á óvart.  Ég hló stóran hluta myndarinnar og grét inn á milli. 

Á mánudaginn fór ég svo og hitti leiðbeinendur mína sem gekk held ég ágætlega (a.m.k. var ég ánægð eftir fundinn).  Svo var skroppið aftur í Kringluna og borðað og fleira áður en við brunuðum heim ásamt farþega.  Á þriðjudaginn missti ég reyndar af öllum hátíðarhöldum þar sem ég var að leiðsegja fyrir franska skemmtiferðaskipsfarþega.  Það var þó nokkuð gaman og bara gaman af því.

Ég tók fullt af myndum í ferðinni sem enn eru fastar inn á myndavélinni þar sem tölvan mín bilaði Errm En hún verður send suður í viðgerð á eftir þannig að það lítur allt betur út en á horfðist og myndirnar koma vonandi inn von bráðar.

Meira síðar.


Hrakfallabálkurinn ég!

Já, þetta var frekar erfiður dagur í gær, þó hann hafi nú reyndar endað vel Wink

Það byrjaði nú á því að ég hefði þurft að vera á þremur stöðum í einu um morguninn.  Það var svo sem lítið mál og reddaðist auðveldlega, nema hvað að ég var með þessa furðulegu tilfinningu að ég var sannfærð um að það væri föstudagur Sideways 

En já, til að gera langa sögu stutta þá endaði ég sólbrunnin, mað gat á fætinum og bilaða tölvu!  Geri aðrir betur Wink

Það byrjaði s.s. þannig að við vorum að funda í vinnunni og þar sem veðrið var jú með endæmum gott.  Þar sem mín ljósa húð þarf alltaf að brenna einu sinni á hverju sumri þá ákvað hún að grípa tækifærið í gær til að brenna hressilega Blush  Það var svo sem ekkert nema gaman af því nema hvað að þegar heim er komið þá ákvað ég að skjótast í apótekið og kaupa sólarvörn og eftir-sól þar sem ég ætlaði í göngutúr með Dóru Hlín.  Það var hins vegar heldur lítið úr því þar sem mér tókst að stíga á nagla á leiðinni heim úr apótekinu Frown

Ég haltraði það sem eftir var leiðina heim og aflaði mér upplýsinga um viðbrögð við slíku óhappi.  Á meðan ég var í símanum við hjúkrunarfræðing fjölskyldunnar kveikti ég á tölvunni minni, en nei - haldið þið að skjárinn hafi ekki verið í algeru rugli - tölvan sum sé biluð í ofanálag við allt annað! Pinch

Já, þetta var orðið frekar þreytt.  Eftir að hafa aflað mér upplýsinga þá haltraði ég aftur í apótekið og keypti joð og plástra og skellti á meiddið (sem er á táberginu).  Fékk svo virklega góðan mat hjá Dóru Hlín og Hálfdáni Bjarka áður en ég hjólaði til mömmu og pabba til að fá smá vorkun.  Þar komst ég að því að það var virtist vera töluverð drulla inn í sárinu og fór í fótabað og setti meira sótthreinsandi áður en ég fór í Tónlistarskólann að æfa mig með Bryndísi (og Ellu).  Þegar því lauk var ég orðin hálf bólgin og kjánaleg í sárinu og ákvað að rölta yfir til Jóhönnu frænku og biðja hana að kíkja á sárið.  Í samráði við hana hringdi ég á vakthafandi og endaði sumsé upp á sjúkrahúsi í gærkvöldi þar sem Fjölnir læknir (sem þurfti að þola æmtið og skræmtið í mér) hreinsaði sárið Halo 

Löngum og erfiðum degi lauk svo á Langa Manga með Guðrúnu Svövu og Eddu Katrínu þar sem mikið var hlegið af hrakföllum dagsins og slakað á.  M.ö.o. þá endaði hrakfalladegurinn mikli vel Smile

Já, það má með sanni segja að sumir dagar séu erfiðari en aðrir en ég kýs að líta svo á að ég hafi tekið föstudaginn þrettánda með trompi í gær og muni því eiga mjög góðan dag á morgun!!

Meira síðar.


Litlu hlutirnir

Hafið þið tekið eftir því hvernig það eru oft litlu hlutirnir í lífinu sem hafa oft skemmtilegastir og koma mest á óvart? Wink 

Það er t.d. matur sem reynist óvænt vera virkilega góður, það er tilfinningin sem vaknar í hjartanu þegar sólin kemur aftur eftir rigninguna, það eru litlu símtölin - fékk t.d. eitt í dag sem gladdi mig alveg óskaplega, frá vinkonu minni sem hafði fyrir tilviljun rekist á nemanda minn á ferð sinni um landið, það eru líka sms-in með góðum fréttum og óvæntu heimsóknirnar, það er tilfinningin sem fylgir því að heyra nýja tónlist  og tilfinningin sem fylgir því að geta eitthvað eftir ítrekaðar tilraunir og já ... get haldið endalaust áfram LoL

Ég ætla að skjótast suður á helginni, planið er að keyra suður eftir vinnu á föstudaginn og koma heim á mánudag Tounge (a.m.k. í augnablikinu ).  Ef þið eruð í bænum og langar að hittast þá endilega hafið samband Halo

Að venju verð ég að setja inn örfáar myndir ... tók þessar í "veiðiferð" í Engidal á mánudagskvöldið Joyful

2566200076_e8509bf6cd

2565373017_0b79f76e01

2566198890_76630f8834

2566198470_d73c822716

Venju samkvæmt má sjá fleiri myndir hér.

En jæja, nóg í bili Kissing

Meira síðar.


Undir birkitré ...

... í sólinni ... væri ég nú alveg til í að vera núna.

Þessi vika sem nú er að ljúka hefur verið svolítið strembin og einkennst af vinnu (mjög skemmtilegri þó), hósta og raddleysi.  Ég hef því verið heldur löt við að fara út á meðal fólks eftir vinnu, en planið er að hrista þetta af mér og á helginni og vera hress ... enda sumarið komið og lífið gott Wink

Það er voðalega lítið að frétta af mér, svona þannig lagað.  Er bara byrjuð í nýju vinnunni og lýst vel á.  Keyri út í Bolungarvík á hverjum degi og finnst það bara gaman, enda ótrúlega margt sem ber fyrir augu á leiðinni.  Tók til dæmis myndina hér fyrir neðan í morgun:

2556071534_2690b2b1a8

Verð að viðurkenna að eins lítið mál og mér finnst vera að keyra Óshlíðina þá var það svolítið sérstök tilfinning að stoppa þar.  Held það hafi nú samt haft meira með heimildarhryllingsmyndina sem ég sá á síðustu helgi að gera heldur en e-n raunverulegan ótta.  Eins er það líka svo ótrúlega mikill vani að bruna bara út í Bolungarvík og vera ekkert að stoppa á leiðinni Whistling   

Annars er það bara helgin framundan og vinna.  Við erum að prufukeyra spurningalista út af vinnunni á helginni og svo er ég að vinna í blómabúðinni líka á morgun.  Aldrei tími til að leiðast hérna á Ísafirði Cool 

Eins og fram kom í síðustu færslu þá er sumarið er komið og þegar svo er þá er myndavélin sjaldnast undan og eru nokkrar myndir teknar í Ósvör í gær hér fyrir neðan. 

2556073090_9e2053a836

Arfinn farinn að láta sjá sig Wink

2555245781_c5936fded9

Fína frú Furðufiskur...

 

2555245325_5d6022591e

Þetta er?

2555245495_e8abc80260

Reyndar finnst mér alltaf jafn gaman að fara í Ósvör, og ekki skemmdi fyrir í gær að veðrið var nokkuð gott.  Fleiri myndir má að venju sjá hér.  En nú er spurning um að reyna að gera e-ð á heimilinu áður en svefninn kallar.

Meira síðar.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband