Færsluflokkur: Bloggar
Sunnudagur, 1. júní 2008
Sumarið er komið ...
Svon' á það að vera
Já, það virðist loks vera komið sumar og eins og sumrum er einum líkum þá hefur verið meir en nóg að gera og veðrið hefur nú barasta verið nokkuð gott. Ég hef verið voðalega léleg við að blogga upp á síðkastið, en það fylgir jú oft sumrinu lítill tími til að blogga
Það er bæði lítið og mikið að frétta af mér. Eins og einhverjir tóku eftir í síðasta bloggi þá er ég komin með sumarstarf. Það kom allt saman svo skyndilega upp á að ég trúi því varla enn, en ég hlakka mikið til að byrja. Planið var, eins og ég hafði deilt með ykkur áður, að vera að vinna bara í verkefninu mínu í sumar og vera í lausamennsku, en þegar mér var boðið að vinna hjá Fræðasetri Háskóla Íslands í Bolungarvík í sumar þá var það einfaldlega of frábært tækifæri til að geta sleppt því Ég byrja að vinna þar á morgun, en verð líka hjá Háskólasetrinu að einhverju leiti fram í miðjan júní. Ég verð því ekki í fríi í sumar eins og planað var heldur á fullu í vinnu og hlakka mikið til
Hmmm... hvað fleira í fréttum. Ég var að vinna í Blómaturninum í fyrsta skipti á laugardaginn. Það var brjálað að gera en ég skemmti mér vel með Kolbrúnu vinkonu minni. Lærði helling á þessum stutta tíma, en er enn algerlega vonlaus í að búa til blómvendi Annars var ég á virkilega áhugaverðri heimildamyndahátíð á helginni, Breaking the barriers. Margir áhugaverðir og, hvað skal segja, hugvekjandi fyrirlestrar. Frábært framtak hjá þeim sem stóðu fyrir hátíðinni og ég þakka fyrir mig!
... sólin leikur um mig ...
Meira síðar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 26. maí 2008
Mánudagur að nýju
Mikið svakalega flýgur tíminn hratt þegar lífið er gott og mikið að gera.
Það var reyndar svo mikið um að vera hjá mér í síðustu viku að ég hreinlega hafði engan tíma til að blogga
En eftir þessa annasömu viku þá standa þessi atriði upp úr:
- Eurovision (augljóslega) - mikið stuð í partýi á laugardaginn
- Réði mig í mjög áhugaverða sumarvinnu (fór ekki svo að það yrði slappað af í sumar - en hlakka rosalega mikið til að byrja - verð svo líka e-ð í blómabúðinni)
- Mikill tími farið í undirbúning fyrir Háskóla unga fólksins - mikið svakalega langar mig að vera unglingur til að geta setið þessi námskeið
- Bæjarstjórnarfundur á fimmtudaginn - skemmtilegur fundur (fyrir utan það smáatriði að vera á sama tíma og seinni umferðin í Eurovision, en skemmtilegur þrátt fyrir það)
- Vinna - vinna - vinna
- Sumarveðrið komið
- Vann Drekktu betur ... næstum því (bráðabani og mikil spenna - en vann ekki í þetta skiptið )
- Prófsýning
- Útskriftarveisla
- og margt fleira sem ég man ekki lengur
Að lokum örfáar myndir til að lífga upp á daginn
Meira síðar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 19. maí 2008
Monday, Monday ...
... og góðri helgi lokið.
Þetta var raunar óvenju annasöm helgi. Á föstudaginn var óvissuferð í vinnunni - meiriháttar skemmtileg og vel skipulögð (takk kæra skemmtinefnd) Mamma átti afmæli á laugardaginn þannig að það var heilmikill undirbúningur við að pakka inn gjöfinni og heilsa upp á hana o.s.frv., en um kvöldið var innflutningpartý hjá nágrönnunum sem einnig var stórskemmtilegt Seinnipartinn í gær var svo kökuveisla hjá mömmu og í gærkvöldi skellti ég mér ásamt fleirum á Forleik. Þetta var virkilega skemmtileg og metnaðarfull sýning sem ég mæli með að lesendur drífi sig að sjá ef þeir hafa tækifæri til
Annars er allt við það sama. Vorið er komið og styttist óðum í sumarið eins og sjá má á myndunum hér fyrir neðan. Tók þær á föstudaginn og má sjá örfáar í viðbót hér.
Já, sumarið lítur vel út. Eftir miklar vangaveltur varðandi sumarvinnu hef ég ákveðið að vera bara í lausamennsku þetta sumarið. Ætla að taka einn lesáfanga í tengslum við námið sem er heilmikil vinna, svo ætla ég að vinna nokkra laugardaga í Blómabúðinni, verð e-ð að organistast og já, ef ykkur vantar starfsmann í skammtímaverkefni í sumar - þá endilega hafið samband Meðan ég man, ef ykkur langar til að lesa um hvað það er yndislegt og stórkostlegt að búa á Íslandi - lesið þessa grein sem birtist í The Observer í gær. Eitt elsta blað í heimi fer varla að segja ósatt?
Meira síðar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 16. maí 2008
Það virkaði!
Já, það virkaði og er ég nú stoltur hjóleigandi
Eins og hjóleiganda sæmir þá fór ég í gær og smurði og lagfærði hjólið aðeins (með dyggum stuðningi frá pabba (takk pabbi!)) Ég smurði það þó líklega aðeins of vel því á leiðinni heim þá pompaði hnakkurinn niður En ef það er sem mig grunar þá þarf ég nú bara aðeins að herða eina skrúfu eða svo.
En það er helgin framundan. Vegna mikillar vinnu þessa vikuna þá varð lítið um hreyfingu en planið er að bæta hressilega úr því á helginni. Svo er það allt annað líka, óvissuferð með vinnunni í kvöld og svo er e-ð planað annað kvöld líka ... nokkuð ljóst að það er engin rólegheita-helgi framundan - hið besta mál
Meira síðar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 12. maí 2008
Vill e-r að selja mér hjól?
Helgin hefur verið alveg hreint yndisleg og að mestu farið í að liggja í leti og horfa á sjónvarpið, á milli þess sem ég fór út að skokka og svo í smá hjólatúr í gær
Talandi um það, ég er alveg búin að sjá það að ég þarf að kaupa mér hjól. Ég hef fengið hjólið hennar mömmu lánað hingað til, en þar sem hún vill víst (eðlilega) nota það stundum sjálf þá flækir það svolítið málin Ástæða þess að mig langar í hjól er bæði sú að það er jú alveg sérstaklega góð og skemmtileg hreyfing að fara út að hjóla og svo hitt að bensínverðið er orðið kjánalega hátt og ég þarf að spara í sumar Ef einhver á sæmilega útlítandi kvenmannshjól í bílskúrnum og er til í að selja það á sanngjörnu verði þá má sá hinn sami endilega hafa samband við mig - ég er í símaskránni og netfangið mitt er hér
Annars er ósköp lítið að frétta af mér. Vorið virðist loksins vera komið og ég er ekki frá því að grasið sé byrjað að grænka ... Ég hef það á tilfinningunni að þetta verði skemmtilegt sumar hér á Ísafirði - eru ekki allir sammála því?
Meira síðar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 6. maí 2008
Long time, no seen
Já, það er orðið alltof langt síðan ég skrifaði síðast. Skrýtið hvernig tíminn flýgur stundum áfram
Það hefur margt verið um að vera síðustu daga, vinna og vinna og svo var auðvitað Fossavatnshlaupið á helginni. Oskar vinur minn frá Svíþjóð kom og tók þátt í mótinu og gisti svo hjá mér í tvær nætur, en ég hafði lofað því að sýna honum meira af Vestfjörðum. Ég varð auðvitað að standa við það loforð og þar sem hann hafði farið inn í Djúp áður og langaði að sjá fuglabjarg, þá var auðvitað ekkert annað hægt að gera en að skella sér á Látrabjarg.
Þrátt fyrir leiðindaveður á laugardag og sunnudag þá rættist heldur betur úr því í gær og var glampandi sól og logn þegar við lögðum af stað á mánudagsmorguninn. Eins og almennilegur leiðsögumaður þá stoppaði ég auðvitað oft á leiðinni. Fyrst í Önundarfirðinum:
Svo í Dýrafirðinum, þar sem við sáum hvorki meira né minna en 3 seli:
Svo á Hrafnseyri:
Svo á Dynjanda:
og að lokum á Látrabjargi
Á leiðinni heim seinni partinn var stoppað í lauginni í Reykjafirði:
Stórskemmtileg ferð í frábæru veðri Getið skoðað fleiri myndir hér.
Annars er ósköp lítið að frétta. Ég er reyndar að leita mér að sumarstarfi þessa dagana, en veit ekki alveg hvað gera skal, langar hálfpartinn að nota sumarið til að læra, lesa og njóta sumarins og væri þess vegna mjög opin fyrir að taka að mér e-r verkefni, skipulagningu atburða, yfirlestur texta eða jafnvel bara hálfsdagsstarf ... endilega látið mig vita ef þið vitið um e-ð sniðugt
Meira síðar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 25. apríl 2008
Gleðilegt sumar!
Gleðilegt sumar kæru lesendur!
Ég var í svo mikill afslöppun í gær að það hálfa hefði verið helling. Svaf frameftir í fyrsta skipti í langan tíma og var svo bara að dunda mér heima við frameftir Er það ekki bara viðeigandi svona á Sumardeginum fyrsta?
Fór svo í nokkuð góðan hjólatúr með Kristínu Ólafs ... hjóluðum inneftir, upp í efra hverfi, niður Móholt-Árholt, úteftir aftur og inn í nýja hverfið áður en haldið var heim á ný. Var búin að gleyma því hvað það er ótrúlega gaman að hjóla og er jafnvel að íhuga að gera það aftur fljótlega
Veðrið hérna fyrir vestan var sannarlega sumarlegt í gær og ef sumarið verður jafn gott og gærdagurinn þá eigum við gott sumar framundan! Merkilegt nokk þá gleymdi ég myndavélinni heima þegar við fórum að hjóla þannig að þetta verður myndalaust blogg í þetta skiptið. Hef þó í hyggju að bæta úr því á helginni
Annars verður þetta ekki mikið frí þessa helgina þar sem ég er að vinna fyrir mömmu á Gamla gistihúsinu. Það á eflaust eftir að ganga vel, þó það verði erfitt að vakna á morgnanna í morgunmatinn Planið er þó nýta helgina jafnframt í að klára að koma mér fyrir á efri hæð Turnsins, enda alveg kominn tími á það og var ég búin að lofa sjálfri mér að vera búin að klára þetta fyrir næstu helgi ... sjáum þó til hvernig það kemur til með að ganga ... í versta falli þá er víst aukafrí á fimmtudaginn í næstu viku
Meira síðar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 21. apríl 2008
Ryksugan á fullu ...
eða þannig
Það var svo stórkostlegt veður hérna á helginni að það var lítið vit í að hanga inni og taka til. Við systurnar vorum nokkuð duglegar, fórum í tvo langa göngutúra. Á laugardaginn gengum við um ströndina hjá Holti í Önundarfirði og í gær gengum við frá Alviðru að Gerðhömrum, eða rétt rúmlega það. Myndavélinn var að sjálfsögðu með í för og má sjá úrval mynda hér fyrir neðan og með því að smella hér.
Í dag var það svo bara vinna og meiri vinna, en það er bara gaman Annars veit ég enn ekki hvað ég geri í sumar. Ég er enn sem komið er bara ráðin hjá Háskólasetrinu fram í lok maí þannig að ef e-n vantar duglegan félagsfræðing í vinnu í sumar, þá má sá hinn sami hafa samband.
Annars er ósköp lítið að frétta. Sá á fossavatn.com að skráningar ganga vel, alls komnar 175 skráningar og á eflaust bara eftir að fjölga. Veit samt að skipulagningarlega séð hjálpar mikið til að fá skráningarnar sem fyrst þannig að endilega þið sem ætlið að taka þátt, skrá sig
Önundarfjörður - laugardagur 19. apríl 2008
Dýrafjörður 20. apríl 2008
Meira síðar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 16. apríl 2008
Vorið er komið og grundirnar gróa ...
Morguninn ilmaði af vori, dagurinn ilmaði af vori og kvöldið ilmar af vori.
Það hefur verið yndislegt veður í dag, logn, hlýtt og já, vor í lofti.
Ég, eins og margir aðrir, stóðst ekki freistinguna og skellti mér út að skokka. Skokkið gekk vel, nema hvað að það voru endalaust margir vorboðar allt um kring þannig að ég var alltaf að stoppa og taka myndir.
Já, þetta var stórkostleg tilfinning að sjá sannanir fyrir því að vorið er að brjótast undan viðjum vetrarins. Ef ykkur langar að sjá fleiri myndir getið þið gert það hér.
Meira síðar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Laugardagur, 12. apríl 2008
Að taka til
Það kemur sá tími í lífi hvers og eins að það er hollt að taka aðeins til.
Breyta til og henda því gamla.
Ég er búin að vera að dunda mér við að taka til í kvöld - nýja dótið (vonandi) að koma á morgun og seinni hluti heimilisendurbótanna framundan og þá er eins gott að vera búinn að taka aðeins til ...
Það er þó svo, eins og með alla tiltekt, að ég hef ekki alveg verið með hugann við verkið og fór meðal annars að skoða myndir frá því í sumar ... svona til að minna mig á að sumarið kemur fyrr eða síðar
Allar myndirnar voru teknar á Hesteyri eða á leið á Hesteyri og vekja upp minningar um skemmtilegt sumar og vonir um jafnvel enn skemmtilegra sumar framundan
Ég ætti líklega að haska mér áfram í tiltektinni ... finn hvernig vorið nálgast, hægt en örugglega og betra að vera búin með breytingarnar að innan áður en sumarið kemur og tíminn til að vera utandyra með
Meira síðar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)