Færsluflokkur: Bloggar

Göngutúraátak

Já, hef verið í göngutúraátaki í apríl, með dyggri aðstoð Lísbetar Wink Planið er að fara í göngutúr a.m.k. annan hvern dag og það hefur staðist hingað til.  Ég reyndar sé fram á skróp í dag vegna veðurs Blush en ég fer þá bara bæði á morgun og hinn í staðinn Halo

Ég tók nokkrar myndir í göngutúrnum sem við fórum í á laugardaginn ...

n670702259_797474_5889

n670702259_797476_6443

n670702259_797478_6982

n670702259_797479_7252

n670702259_797473_5602

Fleira fréttnæmt er að ég stóð í miklum breytingum á heimilinu í gær ... breytingar sem ég impraði á í síðasta bloggi.  Silla "frænka", Jóhanna Fylkis og Þórunn Anna stóðu í stórræðum með mér ... bókstaflega! Happy 

Fyrir ykkur sem ekki getið kíkt í heimsókn á næstu dögum þá er s.s. kominn nýr rosaflottur leðursófi niðri, svefnsófinn komst upp stigann (ótrúlegt en satt) og er kominn inn í svefnherbergið mitt, ískápurinn er kominn við hliðina á eldavélinni og örbylgjuofninn kominn þar ofan á og og og ...

Planið í dag er að panta úr IKEA slatta af dóti, sófaborð, hillur og fleira sniðugt og skemmtilegt ... vonandi koma hlutirnir svo hratt og vel vestur og íbúðin komin í stand í næstu viku Grin  ...

Meira síðar.


Notaleg helgi

Mikið átti ég alveg einstaklega notalega helgi.

Kíkti aðeins út á föstudagskvöldið Cool

Naut þess að vera í rólegheitunum á laugardaginn, allt þar til ég fór með Lísbeti í hörku göngutúr, sem var líka alveg virkilega notalegur en myndi líklega ekki flokkast undir rólegheit.  Á laugardagskvöldið naut ég þess svo að vera komin með sjónvarp og lá upp í sófa allt kvöldið ... í rólegheitunum Sleeping

Í gærmorgun skokkaði ég svo inneftir og kíkti á Sillu og Pétur og co., fór svo heim og tók aðeins til, en hugmyndin er að endurskipuleggja innanstokksmuni svolítið hressilega á næstu dögum, en til þess að geta gert það er víst nauðsynlegt að þrífa aðeins.  Ég dreif líka í því að fara með síðustu kassana niður í kjallara, með dyggri aðstoð litlu systur ... þessu átti auðvitað að vera lokið í janúar, en það er hreinlega ekkert auðvelt að ákveða hvað á að vera í geymslu og hvað ekki Halo

Það er spurning um að taka nokkrar innanstokkamyndir í kvöld, svona þegar ég er búin að skúra og svoleiðis og svo aftur þegar breytingunum líkur ... hvernig hljómar það?

En jæja, það þýðir ekkert slór. 

Meira síðar.


"við gerum nefnilega minni kröfur út á landi"

Aaarrrggg... eruð þið ekki að grínast?! Errm

Eftirfarandi frétt birtist á Visi.is í dag:

,,Orkuveita Reykjavíkur auglýsir til sölu í Morgunblaðinu í dag fjöldann allan af líkamsræktartækjum. Um er að ræða gömul tæki sem fyritækið keypti notuð þegar nýja húsið var tekið í notkun. Tilvalið fyrir fólk á landsbyggðinni segir Sigrún A. Ámundadóttir hjá Orkuveitunni.

„Þegar við fluttum yfir í núverandi húsnæði var gert ráð fyrir líkamsræktaraðstöðu og voru keypt notuð tæki. Síðan var gerður þjónustusamningur við World Class sem sá um aðstöðuna. Fyrir nokkru ákvað World Class síðan að þessi tæki væru ekki boðleg fyrir sína kúnna þannig að þeir tóku þetta yfir í heild sinni og fylltu stöðina af sínum tækjum," segir Sigrún en í kjölfarið var gömlu tækjunum hent út.

Sigrún segir að tækin séu mörg hver komin til ára sinna og séu ekki boðleg líkamsræktarstöðvum í Reykjavík. „Þetta eru engu að síður tæki sem stöðvar úti á landi geta boðið sýnum viðskiptavinum, við gerum nefnilega minni kröfur úti á landi," segir Sigrún en öll tækin verða seld í einu lagi.

Því geta einstaklingar ekki nælt sér í einstök tæki en listinn er nokkuð langur. Þar má sjá kálfavél, fótakreppur, kviðvélar og tvo ljósabekki.
„Nei einstaklingar geta ekki nælt sér í ljósabekk hjá okkur. Það er bara annaðhvort allt eða ekkert."

Sigrún segist vonast til þess að aðilar úti á landi geti nælt sér í tækin og byrjað að æfa sem fyrst. „Það er það sem skiptir máli.""

Ég held að þessi frétt segi allt sem segja þarf.  Er þetta Baggalútur í dulargervi?  Eru þetta í alvöru viðhorf Íslendinga í dag til landsbyggðarinnar?  ... rannsóknarverkefnið mitt er allt í einu orðið tölvuert meira spennandi.

Hvað finnst ykkur um þetta?!

Meira síðar.

--
Viðbót

Fréttinni á visi.is var breytt e-a í dag án nokkura athugasemda eða annað um að það hafi verið gert.  Talsmaður Orkuveitunnar hefur sömuleiðis sent út tilkynningu, sem meðal annars má lesa á bb.is.  Þar kemur fram að þessi blaðamaður hafi haft rangt eftir starfsmanni Orkuveitunnar í fréttinni sem má lesa hér fyrir ofan.  Þrátt fyrir það þá er þetta hrikalega undarleg frétt, hvort sem það sem kemur fram um landsbyggðina séu hennar orð eða blaðamannsins, eða finnst ykkur það ekki?  Eins, ef haft er rangt eftir konunni þá finnst mér að visir.is ætti að sjá sóma sinn í að leiðrétta þetta allt saman...

Meira síðar.


Kvef

Jæja, það hefur ýmislegt á daga mína drifið frá því síðustu orð voru rituð.  Í fyrsta lagi tókst mér að næla mér í smá kvefleiðindi sem ég eyddi helginni í að losna við og í öðru lagi byrjaði ég í nýrri vinnu í dag. 

Já, þið heyrðuð rétt.  Ég hef s.s. verið ráðin tímabundið sem verkefnastjóri hjá Háskólasetri Vestfjarða - sem ég er mjög spennt yfir Smile  Enn á eftir að koma í ljós með sumarið hjá mér ... en það er bara fullt nám framundan næsta vetur, með smá kennslu reyndar. 

Annars bíð ég bara eftir vorinu... veit e-r hvort það fari ekki bráðum að koma? FootinMouth

Meira síðar.


Páskar, apríl, maí

Páskarnir voru nokkuð nálægt því að vera frábærir.  Tókst reyndar að fljúga á hausinn og merjast og teygjast en það var sem betur fer á síðasta degi og skemmdi því ekki mikið fyrir.

En já - frábærir páskar.  Aldrei fór ég suður var auðvitað bara snilld og Skíðavikan sjálf það auðvitað líka.  Veðrið var yndislegt og já, bara gaman af þessu Smile

Í þetta skiptið tók ég ekki margar myndir, nema þegar ég fór upp á Bolafjall á laugardaginn - í alveg hreint frábæru veðri.

2354296611_ca77879fe1

2355121200_5fe1c5be74

2355114276_9437542fc0

2355113256_a2ce56f9a7

2355109100_d79e50cdb8

2354270409_9b7a99ccd5

2355090694_ca4c0c141a

2354259585_c39b21d06d

2354258491_0d0938c4b4

2355086654_3174c3b4bd

En já, annars er það barar apríl framundan og svo maí og ... já, tíminn líður alveg ótrúlega hratt, finnst ykkur ekki?

Annars er ég búin að taka í notkun fyrir aðeins meiri alvöru Flickr síðu þar sem þið getið skoðað fleiri myndir ef þið viljið Wink

Að lokum, þá er komin grein um Aldrei fór ég suður á heimasíðu NME.

Meira síðar.


Fyrir ykkur sem eruð að fara að keyra vestur á næstu dögum

Á sunnudaginn keyrði ég ásamt mömmu og pabba og litlu systur frá Ísafirði í Borgarnes og aftur til baka.  Ástæðan fyrir þessum skemmtilega sunnudagsbíltúr var, eins og hjá svo mörgum á þessum árstíma, fermingarveisla.

Veðrið var hreint út sagt yndislegt og tók ég nokkrar myndir sem leið lá um Vestfjarðakjálkann því til sönnunar.

2343343266_316e9ff054

n670702259_740155_3793

2342513253_d9ccff5575

2342513199_018a6f9444

2343342916_a12576da87

2342513085_f43e2bdc63

2342513079_edb96c7152

2343342828_2f335e9cbb

Fleiri myndir má sjá hér.

Annars er það bara tilhlökkun til Skíðaviku og Aldrei fór ég suður sem ræður ríkjum. 

Meira síðar!


Örstutt fyrir þá sem enn eru að ákveða hvort þeir eigi að koma á Skíðaviku

... ef þetta er ekki málið - þá veit ég ekki hvað!

n670702259_731556_4231

n670702259_731563_6802

n670702259_731564_7492

n670702259_731568_473

n670702259_731569_1318

n670702259_731573_3443

Ferming í Borgarnesi í dag - brunað fram og til baka.

Meira síðar.

 


Páskaveðrið komið

Það var yndislegt veður í gær, hreint út sagt Smile 

Það gott veður að ég skellti mér á skíði í fyrsta skipti í vetur og það var alveg hreint yndislegt.  Reyndar var smá klístur undir skíðunum, en eftir að hafa skafið það af eftir mesta megni og sett viðeigandi áburð á skíðinn þá fattaði a.m.k. vel hjá mér!  Verst að það fattaði bæði afturábak og áfram þannig að ég rann frekar illa áfram líka Tounge

Það lítur s.s. mjög vel út með páskasnjó (ennþá a.m.k.) og mikið ofboðslega hlakka ég mikið til Grin 

Svona til að hvetja ykkur til að koma vestur um páskana þá tók ég nokkrar myndir í gær, annars vegar á leið heim úr vinnu og hins vegar á skíðunum.

Eftirfarandi voru teknar á leið heim úr vinnu...

n670702259_724546_7672

n670702259_724547_7949

n670702259_724550_8723

n670702259_724553_9267

Restin var tekin inn í Tungudal, nánar tiltekið meðan Bónushringurinn var genginn.

n670702259_724561_335

n670702259_724563_864

Fleiri myndir má sjá með því að smella hér

Meira síðar.

 


Er Ísafjörður málið eða hvað?

Það hefur verið merkilega mikið lítið að gera síðustu daga Halo

- Mér tókst að fá bráðaofnæmi ... fyrir e-u sem ég veit ekki hvað er - en það er að lagast. 
- Vinna
- Lærdómur
- Vinna

Af öðrum hlutum þá fór ég á alveg hreint frábæra fámenna tónleika í gærkvöldi.  Ótrúlegt tónlistarfólk sem við eigum hérna á svæðinu!  Þarna tóku lagið Mugison, Mysterious Marta og Birgir Olgeirsson og voru þau hvert á sinn hátt öðru betra Smile

Mugison er auðvitað alltaf flottur og tók hann í þetta skiptið nokkur af lögum sínum "unplugged" ásamt Rúnu og voru þau langt frá því að vera síðri svona órafmögnuð Happy

Mysterious Marta var bara flott!! Þetta var í fyrsta skipti sem ég heyri almennilega í henni spila. Hafði einu sinni heyrt eitt lag í partýi og svo tók hún nokkur lög með Svavari Knúti á Edinborgarhúsinu um daginn, en vá, Marta - Hlakka mikið til að heyra þig spila á Aldrei fór ég suðurWink  Tvímælalaust meðal efnilegra tónlistarmanna á Íslandi held ég sveimér þá ...

Birgir Olgeirsson var líka góður í gær - sérstaklega fannst mér síðasta lagið sem hann tók (sem ég held að sé frumsamið) flott - skemmtilegur texti og Biggi er auðvitað bara ótrúlegur söngvari Smile

En talandi um Aldrei fór ég suður og Skíðavikuna ... ætlar fólk ekki að mæta á svæðið?! (Sjá skoðannakönnun hér til hliðar).  Dagskrárnar lofa góðu og ég held mér sé óhætt að segja að Ísafjörður verði málið um páskana (að venju).  Stærsta vandmálið verður að raða saman dagskránni þannig að maður hafi e-n tíma til að sofaWhistling

Eyrún ... endilega bjallaðu ef þú kemur vestur um páskana Cool

Meira síðar.


og það snjóar ...

Mikið finnst mér yndislegt þegar það snjóar á veturna Cool  Mér finnst það töluvert skemmtilegra heldur en slabb og rigning en viðurkenni að ég myndi ekki slá hendinni á móti sól og sumaryl heldur ... Smile

En hvað um það.  Ég átti góða en stutta ferð til Reykjavíkur á fimmtudaginn.  Flaug heim eftir stutt stopp á Reykjavíkurflugvelli á föstudagsmorguninn.  Var ansi heppinn þar en ekkert var flogið frá þeirri vél og þangað til í morgun Tounge

Á föstudagskvöldið skellti ég mér á frumsýningu LMÍ á Rocky Horror Picture Show sem var vægast sagt skemmtileg!  Ég mæli með þessari metnaðarfullu sýningu sem ég held að geti bara batnað frá frumsýningu.  Gaman að bæta því við að það verða þrjár sýningar um páskana þannig að það er engin afsökun fyrir að skella sér ekki.  Krakkarnir mega eiga það að þetta var mjög vel heppnuð sýning.  Búningar, söngur, leikur og síðast en ekki síst frábær hljómsveit.  Þetta er auðvitað mjög vel þekkt stykki sem þau réðust í þessa Sólrisuna og erfiður samanburður við myndina sem langflestir hafa séð e-tíma um ævina en þau stóðu a.m.k. undir mínum væntingum, þrátt fyrir að þetta hafi auðvitað ekki verið fullkomið - en satt best að segja þá langar mig eiginlega til að fara aftur og sjá þetta hjá þeim, svo skemmtilegt var þetta LoL 

Í gær var ég svo í rólegheitum þangað til við systkinin réðumst í að moka snjó af svölunum hjá mömmu og pabba ... mjög skemmtilegt og aðkallandi verkefni ... en snjóþyngslin á svölunum voru orðin já, talsverð eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

n670702259_702582_2423

n670702259_702583_2686

n670702259_702588_4066

n670702259_702587_3794

n670702259_702656_2677

En svefninn kallar ...

... meira síðar!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband