Færsluflokkur: Bloggar
Miðvikudagur, 27. febrúar 2008
Flogið um Vestfirði
Helgin var vægast sagt annasöm, en meðal þess sem ég gerði var að fljúga frá Ísafirði á Bíldudal og aftur til baka á laugardaginn. Ég tók nokkrar myndir á flugi og datt í hug að deila þeim með ykkur hér
Fleiri myndir má sjá hér
Annars er það skottúr í borgina á morgun. Fer suður með fyrri vél og aftur til Ísafjarðar með fyrri vél á föstudaginn. Fundir á fundi ofan þannig að ósköp lítill tími til að gera annað
Meira síðar ...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 19. febrúar 2008
28 ára og tveggja daga ...
Jæja, búin að eiga afmæli! Takk kærlega fyrir góðar kveðjur
Búin að eiga góða helgi og já, úff hvað það er erfitt að eiga afmæli
Það voru rólegheit á föstudaginn, snilldar partý í boði (Mysterious) Mörtu á laugardagskvöldið (takk Marta!) og svo var það 'rice and shine' á afmælisdaginn til að baka og taka til með aðstoð litlu systur.
Þar sem húsið sem ég bý í er ekki það stærsta í heimi þá ákvað ég að taka afmælisboðið í tveimur skömmtum; fjölskylduboð seinni partinn og svo nokkrir vinir um kvöldið. Ég fékk frábærar afmælisgjafir sem allar voru skemmtilega litaðar af nýja heimilinu frábæra og yndislega kaffivél frá mömmu og pabba (takk takk takk), box undir kaffipúða og mini-pússl frá litlu systur og litla bróður, litla og ótrúlega spennandi matreiðslubók frá Sillu, Pétri og co., salatskálar frá Jóhönnu, Nonna og co., rosa flotta skál í safnið frá Lóu og co. og að lokum desilítramál og rosaflottar mæliskeið frá Dóru Hlín, Hálfdáni Bjarka og Lísbeti. Takk öllsömul fyrir frábærar gjafir og góðar stundir! Já, overall frábær afmælisdagur og lífið er gott
Hlakka til helgarinnar og að hún verði búin og já, styttist í páskana! Hvet ykkur til að fylgjast með á heimasíðu Skíðavikunnar og heimasíðu Aldrei fór ég suður ... Ætla ekki allir að mæta vestur um páskana?! Endilega látið mig vita ...!
Meira síðar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 11. febrúar 2008
Orðlaus
Ég er orðlaus yfir ansi mörgu þessa dagana. Ég er orðlaus yfir framkomu Vilhjálms Þ. í dag. Ég er orðlaus yfir skrifum Björns Bjarnasonar og framkomu hans gagnvart Sigurði Líndal sem hefur verið að skrifa frábærar greinar í Fréttablaðið að undanförnu. Ég er orðlaus yfir 6°C hitanum sem á að vera á fimmtudaginn og ég er að lokum hálf orðlaus yfir þessum endalausa vindi að undanförnu - hvar er Ísafjarðarlognið? Já, ég er einfaldlega orðlaus
Annars eru skemmtilegir tímar framundan. Ég á afmæli á sunnudaginn, sem er alltaf gaman. Hvort e-ð verði gert í tilefni dagsins kemur í ljós síðar. Svo styttist óðum í páskana og Skíðavikuna og Aldrei fór ég suður sem verður auðvitað bara fjör, ætla ekki allir að mæta? Svo í byrjun maí verður Fossavatnsgangan og risastórt blakmót sömuleiðis. Ég sé aðeins fjör framundan jafnvel enn lengra fram í tímann því þegar Fossavatnsgangan er búin þá er einfaldlega komið sumar og Hrefna Katrín mætir á svæðið
En já, afmæli á sunnudaginn og verð ég þá 28 ára gömul. Ég held að 28. aldursárið verði jafnvel enn betra en það 27., hef góða tilfinningu fyrir þessu öllu saman. Finnst aðallega merkilegt að febrúar sé nú þegar hálfnaður - tíminn líður alltof hratt. Ef e-r hefur áhuga á að vita þá verð ég að deila með ykkur að efst á óskalistanum mínum fyrir þetta afmæli er Senseo kaffivél Hef komist að því að það er hálfgerð skylda þegar maður býr svona miðsvæðis að eiga alltaf kaffi og þar sem mér finnst Senseo kaffið merkilega gott þá er hún líka tilvalin þegar maður býr svona einn
Að lokum, takk fyrir góð ráð og skemmtileg komment við síðustu færslu Viðurkenni að það var nettur pirringur í gangi þegar færslan var skrifuð. En hef núna fylgt ráði Önnu og mmm.... friður
Meira síðar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fimmtudagur, 7. febrúar 2008
Arg....
Spurning hvort maður neyðist til að færa bloggið aftur - óþolandi þessi ljóta NOVA auglýsing sem búið er að troða inn á síðuna!!!!!
Hvað finnst ykkur?
Meira síðar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Miðvikudagur, 6. febrúar 2008
... og það snjóar :)
Ég er í skýjunum þessa dagana yfir allri þessari snjókomu. Það er einfaldlega mín skoðun, þó ég myndi auðvitað ekki kvarta undan sól og sumaryl, að á veturna á að vera snjór, ekki rigning og slabb! Eruð þið ekki sammála?
Annars er lífið ósköp rólegt þessa dagana. Ég er að verða búin að koma mér fyrir í Turninum, eiginlega bara efri hæðin sem er eftir. Verð víst að viðurkenna að enn vantar kaffivélina, en er að hugsa um að setja Senseo kaffivél á óskalistann fyrir afmælið mitt.
Talandi um afmælið mitt - hafið þið tekið eftir því hvað tíminn líður undarlega hratt þessa síðustu daga, vikur og mánuði? Jól og áramót varla búin og febrúar nú þegar langt kominn! Annars hlakka ég bara til afmælisins - alltaf gaman að verða árinu eldri.
En annars bara stutt og laggott í þetta skiptið.
Meira síðar.
P.S. Talandi um afmæli - Til hamingju með afmælið Einar frændi!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 3. febrúar 2008
Kaup á kaup ofan
Ég steig stórt skref í vikunni
Ég keypti mér ískáp og ég held ég hafi aldrei hikið annað eins við kaup eins og við kaupin á þessum ískáp. Þetta var e-ð svo mikil fjárfesting, þrátt fyrir að vera reyndar töluvert ódýrari en tölvan mín, en þetta er hlutur sem á að duga mér næstu árin og svo ótrúlega margt sem þarf að ákveða/athuga með áður en ískápurinn sjálfur er keyptur.
- Stærð - 85cm eða 122cm (lítið hús sem ég bý í)
- Hvaða tegund??
- Frystihólf eða ekki frystihólf? - hversu mikilvægt er að hafa möguleikann á að eiga ís og
klaka og frosinn mat og og?
- Útlit skápsins - Hvítur eða ekki hvítur? hmm... viðurkenni að hér var nú ekkert vandamál um að ræða - eingöngu hvítt í boði - sem var svo sem liturinn sem mig langaði í
- Orkuflokkur - A, B, C, D, ARG
- Hávaðamengun?
Jájá, ég viðurkenni að þetta var nú kannski ekki svo flókið mál En samt sem áður, ekki á hverjum degi sem maður fjárfestir í svona dýrum hlut.
Ég endaði á að kaupa mér 122 cm, 154 lítra, Amica, hvítan, með 38 lítra frystihólfi, orkuflokkur A, lítil hávaðamengun. Hljómar vel ekki satt? Reyndar verð ég að hrósa þjónustunni - ég fór í búðina og borgaði ískápinn og ég var varla komin heim, liðu kannski 4 mínútur, og þá var ískápurinn kominn í eldhúsið hjá mér
Hvernig lýst ykkur á hann? - Jájá, veit það er ekki mikill matur þarna enn en ætla að bæta úr því í dag
En ég stoppaði ekki þarna í kaupunum. Í tilefni þess að vera komin með ískáp, þá varð ég auðvitað að kaupa e-ð til að fagna því Það var þó ekki jafn mikill kostnaður og já, myndu jafnvel teljast vera nokkuð góð og sniðug kaup. Ég hreinlega stóðst ekki freystinguna og keypti mér tvær uppskriftabækur
Ég ákvað að þær væru ekki síður góð fjárfesting, svona samhliða ískápnum, enda ætlunin að vera dugleg að bjóða fólki í mat. Önnur bókin heitir ... svona í tilefni þess að ætla að koma sér í form ... Healthy food og hin, út af því að salöt eru í uppáhaldi hjá mér, heitir Super salads. Ég fletti í gegnum þær í gærkvöldi og vá, hvað ég hlakka til að prófa þessar uppskriftir
Þið sem eruð ekki á Ísafirði verðið að vera dugleg að kíkja í heimsókn svo að ég geti boðið ykkur í mat
Svona að lokum - þá er hér mynd úr innflutningspartýinu um daginn - hluti af veitingunum sem voru í boði
Meira síðar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mánudagur, 28. janúar 2008
Ekki gleyma stuðinu!
Jamm og jæja, þá sé ég loks fram á rólegri tíma
Tónleikarnir með Sinfóníuhljómsveitinni voru alveg hreint frábærir! Fengum frábæra gagnrýni í Morgunblaðinu í síðustu viku sem lesa má hér.
Helgin fór svo í að vinna hluta af rannsókn sem University of Inverness er að vinna, varðandi jafnrétti byggða á Norðurlöndunum, þ.e. er e-m reglum beitt á Íslandi til að jafna möguleika til búsetu hvar sem er á landinu?
Hátíðarkórinn hvíldur í bili, aukarannsókn lokið - skóli og vinna það eina sem framundan er svo vitað sé.
Annars var stjörnuspáin mín í dag á mbl.is alger snilld - ætla að taka þetta alvarlega: ,,Það er langur tossalisti sem bíður þín, en ekki gleyma að leika þér. Án stuðsins verður öll áreynslan þín íþyngjandi og þýðingarlaus."
Er enn svo innilega orðlaus yfir nýja meirihlutanum í Reykjavíkurborg að ég held ég þegi bara áfram
Drekktu betur á fimmtudaginn!
Meira síðar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 21. janúar 2008
Sinfónían á fimmtudaginn!
Ég fer að hljóma eins og biluð plata ... alltaf að tala um hvað það er mikið að gera hjá mér ... en já, ég veit hef verið frekar léleg í blogginu síðustu daga. Ég lofa þó að það mun lagast eftir fimmtudaginn, þegar hátíðarkórinn hefur lokið störfum
Síðasta vikan hefur einkennst af mikilli vinnu og litlum frítíma. Enn sem komið er fer mikið af tíma mínum á kvöldin í að undirbúa kennslu næsta dags og kvöldin hafa því verið frekar í rólegri kantinum. Ofan á það hafa svo bæst æfingar hátíðarkórsins, sem hafa reyndar verið meiriháttar skemmtilegar og því aðeins skemmtileg tilbreyting frá daglegum störfum. Ég var svo svaka dugleg um helgina. Vaknaði tiltölulega snemma á laugardagsmorgninum, tók aðeins til og fór svo á æfingu með hátíðarkórnum kl. 12.00. Eftir æfinguna, um hálf þrjú, skelltum við litla systir okkur niður í Háskólasetur þar sem hún lærði og ég undirbjó kennslu.
Á laugardagskvöldið fór ég í leikhús með Siggu Gísla og Greipi, að sjá Svartur fugl. Áhugavert leikrit, leikararnir stóðu sig mjög vel og já, það vakti upp ótal margar spurningar. Ég dreif mig svo á fætur snemma í gærmorgun og við litla systir fórum aftur niður í Háskólasetur og héldum áfram með lærdóm og undirbúning kennslu ...
En nóg um það. Ég lofa að vera voða dugleg og skemmtileg í blogginu eftir fimmtudaginn. Þangað til langar mig að hvetja ykkur eindregið til að skella ykkur á sinfóníutónleikana á fimmtudagskvöldið n.k. Þetta verða skemmtilegir tónleikar, enda flott verk í boði: Hátíðarforleikur eftir Sjostakovítski, Píanókonsert nr. 2 eftir Chopin, Sinfoníetta V eftir Jónas Tómarsson og svo Gloria eftir Poulenc sem er verkið sem Hátíðarkórinn syngur. Þetta verða án efa virkilega flottir tónleikar og ekki á hverjum degi sem sinfóníuhljómsveitin mætir til Ísafjarðar. Samkvæmt mínum upplýsingum er hægt að panta miða á tónleikana í síma 545 2500 eða á heimasíðu Sinfóníuhljómsveitarinnar www.sinfonia.is
Hlakka til að sjá ykkur á tónleikum
Meira síðar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 14. janúar 2008
Tveir tímar í sólarhringinn óskast
Síðustu dagar hjá mér hafa einkennst af mörgu og miklu, litlu og skrýtnu og hefur þ.a.l. verið minna um blogg en oft áður. Það fer merkilega mikill tími í kennslu og undirbúning kennslu, vinnu, kóræfingar og nám, en flutningarnir hafa nú tekið langmest af mínum tíma að undanförnu. Ég er þó loksins búin að koma mér svona nokkurn veginn fyrir í Turninum og hélt að því tilefni smá heimboð á laugardagskvöldið. Það heppnaðist nokkuð vel og kom skemmtilega á óvart hversu margir rúmuðust á neðri hæðinni. Eins fór töluvert minni tími en oft áður í tiltekt, enda minna svæði sem þurfti að hreinsa
Já, það er gott að hafa nóg að gera, enda enginn tími til að láta sér leiðast. Ég verð þó að viðurkenna að það væri ósköp notalegt ef ég hefði aðeins meiri tíma í að gera e-ð heilsusamlegt, eins og fara í göngutúra og jafnvel slaka aðeins á Ég hef þó fulla trú á að ég muni finna þann tíma þegar fer að líða að febrúarmánuði og kennsluundirbúningurinn verður orðinn meiri rútína.
Meðan ég man, þá langaði mig að benda fólki á að taka endilega frá fimmtudagskvöldið 24. janúar n.k. en þá mun Sinfóníuhljómsveit Íslands halda tónleika hér á Ísafirði. Meðal verka er Gloria eftir Poulenc sem Hátíðarkór Tónlistarskólans flytur með hljómsveitinni. Ég er meðal félaga í kórnum og mig skortir hreinlega orð til að lýsa því hversu virkilega flott þetta verk er. Ég fæ gæðahúð í hvert skipti sem ég mæti á æfingu og heyri kórinn syngja þetta rosalega verk. Þetta verk og auðvitað restin af tónleikunum held ég að sé e-ð sem enginn má missa af, þó ekki sé nema upplifunarinnar vegna
Annars langaði mig að enda á því að nefna enn og aftur hversu glöð ég er að vera komin heim. Fjöllin, sjórinn, fólkið ... já, ég held ég þurfi ekki að segja meira og segi því:
Meira síðar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fimmtudagur, 10. janúar 2008
Til hamingju!!
Einföld og alger snilld!
Til hamingju með Eyrarrósina aðstandendur Aldrei fór ég suður - þið eruð virkilega vel að henni komin!
Aldrei fór ég suður fékk Eyrarrósina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)