Færsluflokkur: Bloggar

Flutningar og kennsla

Ég hef verið algerlega á hvolfi síðustu daga.  Í fyrsta lagi hef ég verið að flytja sem tekur alltaf merkilega mikinn tíma og orku og í öðru lagi þá var ég að byrja að kenna við frumgreinadeild Háskólaseturs Vestfjarða á laugardaginn, ensku og tölvufræði, og tók það heilmikinn tíma bæði að undirbúa mig og kenna Smile  Þrátt fyrir örlítið stress þá gekk kennslan held ég ágætlega Happy  Nemendurnir voru a.m.k. mjög áhugasamir og skemmtilegir og ég hlakka til að vinna með þeim í vetur. 

Ég gerði svo heilmikinn skurk í að taka upp úr kössum í gær með dyggri aðstoð litlu systur (sem á heiður skilinn fyrir alla hjálpina!) og svaf fyrstu nóttina í nótt.  Ég svaf mjög vel og átti helst örlítið erfitt með að vakna í morgun Halo  Það hafa margir spurt mig um draumfarir mínar síðustu nótt, en ég verð að viðurkenna að ég man þær ekki nógu vel til að segja frá þeim að öðru leiti en því að þær voru góðar. 

Það hefur sem sagt verið meira en nóg að gera hjá mér síðustu daga og er ekkert útlit fyrir að það róist nokkuð á næstunni.  Ég hef lúmskan grun um að næstu vikur verði nokkuð annasamar og er það líka hið besta mál.  En nú verð ég að halda áfram að undirbúa kennsluna á morgun og fara yfir próf Wink

Meira síðar.


Hvað boðar nýárs blessuð sól?

Það er lítið eftir af árinu nú þegar þessi orð eru skrifuð.  Klukkan farin að ganga fjögur á gamlársdag og lítið eftir nema að skella sér í sturtu og búa sig fyrir kvöldið. 

Árið sem er nú að líða hefur verið mér gott.  Ég hef verið í vinnu sem er bæði krefjandi og skemmtileg, ég flutti erlendis og kom heim aftur, kynntist fullt af nýju fólki, ég átti yndislegar stundir á Hesteyri í sumar og ... já, gæti talið margt upp eftir þetta árið. 

Annars bættist einn nokkuð ansi skemmtilegt við árið í síðustu viku og í raun áðan.  Ég er s.s. komin með hús hérna á Ísafirði á leigu til að búa í hér á Ísafirði Smile  Húsið er nú reyndar ekki mjög stórt, en það er virkilega æðislegt og akkúrat það sem ég var að leita að.  Fyrir þá sem þekkja til hérna á Ísafirði vita væntanlega um hvaða hús ræðir þegar ég segi að ég sé að fara að búa í Turninum, Aðalstræti 21 nánar tiltekið Smile  Það er akkúrat passlega stórt fyrir mig og það er líka á fullkomnum stað, stutt til mömmu og pabba, stutt í vinnuna og stutt á kaffihúsin.  Þetta voru stóru fréttirnar.  Fékk það afhent áðan og stefni á að flytja smátt og smátt í vikunni Grin

Frekari fréttir verða að bíða næsta árs.  Ég vil að lokum þakka ykkur fyrir góðar samverustundir á árinu sem er að líða og hlakka til að hitta ykkur á því nýja.

Meira síðar.

n670702259_561031_6989


Gengið um vetrar-undraland

Það er víst tímabært að reyna að rífa mig upp úr þessari bloggleti sem hefur hrjáð mig síðan ég kom heim.  Það hefur einfaldlega verið svo frábært að vera komin heim og alveg meir en nóg að gera á þessum tíma þannig að tölvan og bloggið hefur svolítið setið á hakanum. 

Jólin voru yndisleg að venju, takk kæru vinir og fjölskylda fyrir frábærar gjafir.  Tími minn hefur að mestu leiti farið í leti og matarát, en ég fór þó yfir í Holt í Önundarfirði á Jóladag og átti þar skemmtilega stund með fólkinu þar.  Þrátt fyrir töluvert stress og já, meira stress, þá gekk betur en ég hafði þorað að vona að organistast.  Ég meira að segja komst tiltölulega skammlaust í gegnum „Í dag er glatt í döprum hjörtum“ sem ég var mjög ánægð með Smile  Tími minn annan í jólum fór að mestu í að liggja í leti og lesa og um kvöldið horfði ég svo á vidjó með familíunni sem var virkilega notalegt. 

Í gær og í dag hefur það hins vegar verið vinnan sem hefur ráðið völdum, nema hvað að ég skellti mér á Drekktu Betur í gærkvöldi með vinkonunum.  Í kvöld er svo planið að skemmta sér með stelpunum.

Annars er fullt af frétta af mér, en ég er að hugsa um að geyma það fram yfir áramót ... Wink  Mig langaði þó að deila með ykkur nokkrum myndum sem ég tók í göngutúr með litlu systur á annan í jólum.  Þær má skoða með að smella hér.

n670702259_555092_5932

Meira síðar.


Gleðileg jól

Nú mega jólin koma.  Jólasnjórinn mættur á svæðið, búin að keyra út kortum og pökkum, búið að leggja á borð og jólabaðið bíður.

Langaði bara að óska ykkar gleðilegra jóla.  Meira eftir jól.

n670702259_547472_3199


Í dag er glatt í döprum hjörtum

Mikið er desember fallegur árstími, jafnvel þegar vantar snjóinn eins og núna.  Ég hef þó fulla trú á að á aðfangadag láti jólasnjórinn sjá sig og hlakka til að horfa á hann falla LoL 

Það hefur ýmislegt á daga mína dirfið síðustu daga.  Vinnan stendur upp úr að venju, en ég er einnig búin að fara á messuæfingu í Holti í Önundarfirði, en ég er að fara að organistast þar á Jóladag og Nýársdag Joyful  Þrátt fyrir örlítið stress þá finnst mér alltaf gaman að spila jólalög og enn meira gaman að spila þegar fólk syngur með.  Ég verð þó að viðurkenna að lagið með sama nafni og fyrirsögnin ná þessu bloggi er að valda mér töluverðum vandræðum ... en með smá æfingu ætti ég þó að ná að spila það án þess að þurfa að skammast mín mikið á jóladag Whistling

Jólagjafirnar eru allar keyptar nema ein og flestar orðnar innpakkaðar og á bara eftir að merkja þær og svo keyra út á aðfangadag.  Ég gerði hið árlega jólachillihlaup áðan og er hlaupið núna að kólna og krukkurnar bíða eftir að verða merktar og skreyttar.  Jólatréð verður fundið á morgun og svo er það bara biðin eftir jólunum sem tekur við og aðeins meiri tiltekt að venju.

Annars er lítið að frétta af mér.  Mig langar þó að biðja ykkur um örlítinn greiða svona að lokum, lesendur góðir.  Ef þið vitið af eða fréttið af lítilli íbúð til leigu hér á Ísafirði (Eyrinni eða efri bæ) sem gæti hentað mér, þá megið þið endilega láta mig vita!!  Síminn hjá mér er 848 4256 Wink

Meira síðar.

P.S. Takk Hrefna Katrín!  Ekki skrýtið að það gangi illa að æfa lagið þegar ég get ekki einu sinni farið rétt með nafnið Tounge


Jólin, jólin allsstaðar

Ég einfaldlega elska Ísafjörð á þessum árstíma.  Það er e-ð alveg alveg endalaust rómantískt við að rölta í gegnum miðbæinn, stoppa í hinni og þessari búðinni eða einfaldlega tapa sér í að horfa á lognið á pollinum og jólaljósin speglast í sjónum. 

n670702259_541548_2919

Eins og hjá flestum öðrum á þessum tíma hefur verið meira en nóg að gera hjá mér.  Vinna, jólagjafakaup og tiltekt ... a.m.k. tilraun til tiltektar Whistling  Þar af leiðandi hefur verið frekar lítið um blogg, a.m.k. minna en venjulega Smile

Annars er ég að hugsa um að fara að taka aðeins til.  Er ein heima, allir úti að þvælast e-ð þannig að pælingin er að nýta tækifærið, setja tónlist á fóninn og taka til og koma mömmu og pabba vonandi gleðilega á óvart þegar þau koma heim Halo

Að lokum langaði mig bara að deila með ykkur hvað mér líður vel þessa dagana.  Lífið er gott, lífið er yndislegt Wink

Vona að þið njótið síðustu daga aðventunnar!

Meira síðar.


Það heyrast jólabjöllur ...

E-ð klikkaði að framhald ferðasögunnar kæmi í gær, en mér til varnar þá var ég mjög dugleg í gær - var að vinna verkefni með Önnu Guðrúnu sem við þurfum að skila af okkur í næstu viku, fór svo í alveg hreint stórfínt og skemmtilegt jólaboð á neðrihæð Vestrahússins í boði eigenda hússins.  Þegar heim var komið þá fór tíminn að mestu í að reyna að hjálpa mömmu að taka aðeins til áður en sest var niður fyrir framan sjónvarpið og horft á Wallander, sem var alveg ágætur í þetta skiptið og aldrei leiðinlegt að hlusta á sænskuna Smile

En jæja, hvert var ég komin?  Já, við vorum komnar á flugvöllinn í Glasgow.  Þar vorum við komnar með góðum fyrirvara eins og reglur segja til um, en enduðum á því að bíða líklega í rúman einn og hálfan tíma í "check-in" röðinni.  Já, hvað skal segja?  Það var ýmislegt skondið þarna í röðinni og svo í flugvélinni, en þar sem ég er hrædd um að fólk gæti þekkt sig aftur af sumum sögunum þá verðið þið einfaldlega að hringja í mig til að fá söguna í smáatriðum Wink  Í stuttu máli þá var biðin í röðinni vegna þess að það voru held ég nánast allir með yfirvigt.  Ég þótti t.a.m. vera með lítinn farangur og var með 5 kg of mikið.  Svo ég lýsi þessu í stikkorðum, flugvellinum og flugvélinni:  Pirringur, yfirvigt, vesen, afgreiðslufólk sem á heiður skilinn, ekkert opið, vondur hamborgari, Vicky Pollard + vodki í kók + bara vodki, gamalt og hart skinkuhorn, troðningur Pinch hlaup, flugrúta. 

Ævintýraleg ferð sem sagt og mikið var ég fegin þegar leigubíllinn frá BSÍ renndi í hlaðið hjá Möggu frænku Joyful 

Ég hafði svo komið því þannig fyrir að ég hafði heilan dag í Reykjavík til að hitta vini og vandamenn.  Fór til Halldóru Harðar og hitti þar ungan pilt sem nýlega fékk nafnið Sigurður Ernir.  Þaðan skaust ég upp í Kringlu og hitti í örstutta stund Åshild og Trond sem voru nýkomin frá Ísafirði og voru að kaupa jólagjafir áður en þau fóru til Noregs seinna sama dag.  Þaðan var haldið upp í Mosfellsbæ þar sem ég hitti Maríu Ögn, Kristinn Elvar, Kötlu Björt, Nótt og Uglu.  Við María Ögn og Katla Björt fórum svo í bæinn aðeins að stússast, en ég fór svo aftur til Möggu og átti þar virkilega notalegt kvöld. 

Á þriðjudagsmorguninn átti ég svo flug heim til Ísafjarðar.  Ég með allan minn farangur tók leigubíl niður á flugvöll, en fékk sms um leið og ég steig út úr bílnum um að það væri 2 tíma seinkun á flugi til Ísafjarðar þar sem það hafði verið ófært til Vestmannaeyja og Egilstaða daginn áður.  Tja, ég hefði gjarnan viljað fá þetta sms þó ekki hefði verið nema 5-10 mínútum fyrr - en svo var ekki og ég beið í rólegheitunum á flugvellinum.  Þótti þetta reyndar frekar slöpp þjónusta, en svo sem lítið hægt að gera í því Woundering

Mikið var yndislegt að lenda á Ísafjarðarflugvelli!  Mikið hafði ég saknað Ísafjarðar og ég fann hvernig hjartað tók kipp þegar við sáum fyrst inn í Skutulsfjörðinn og hvernig það slakaði loksins á þegar ég labbaði út úr flugvélinni.  Ég var komin heim.

Meira síðar.


Komin heim og hjartað hoppar og skoppar

Já, ég er löngu komin heim og hef hreinlega verið svo upptekin við að upplifa Ísafjörð á nýjan leik að þörfin til að blogga hefur legið í dvöl síðustu daga.

Ferðalagið frá Aberdeen gekk vel.  Geir frændi minn var alger bjargvættur og skuttlaði mér á lestarstöðina snemma á sunnudagsmorgun.  Fannst það reyndar hálf vandræðalegt að láta skuttla mér á lestarstöðina sem var eiginlega í næstu götu, en þegar ég áttaði mig á hvað ég var með mikinn farangur, auk þess að það var úrhellisrigning þarna um morguninn, þá var ég ósköp fegin og þakklát fyrir skuttlið - Takk frændi!

Á lestarstöðinni í Glasgow hitti ég Kristinn Hermannsson, doktorsnema og Ísfirðing með meiru, hentum við farangrinum mínum heim til Kristins, skelltum í okkur kaffi og fórum svo og skoðuðum austurborg Glasgow.  Þar var ótrúlega margt skemmtilegt að sjá, enda fórum við aðeins út fyrir hefðbundnar ferðamannaslóðir.  Á leiðinni aftur í miðborgina komum stoppuðum við í "the People's Palace" og vetrargörðunum og skoðuðum þar virkilega áhugavert safn um sögu borgarinnar.  Vek athygli á að það var ókeypis aðgangur að safninu og alveg þess virði að skoða. 

Þegar í miðborgina var komið hittum við Elínu Smára, Kiddý og Sunnu og fórum á testofu sem hönnuð var af herra McKintosh.  Afskaplega ágætt te sem við fengum þar áður en farangurinn var sóttur á ný og við stelpurnar tókum saman leigubíl á flugvöllinn, enda að fara með sömu vél til Íslands. 

Myndirnar hér fyrir neðan tók ég á símann minn í Glasgow.

n670702259_529335_9573

n670702259_529336_9946

n670702259_529338_576

n670702259_529339_888

Annars ætla ég að skella mér á Langa Manga og taka þátt í Drekktu Betur - framhald ferðasögunnar kemur á morgun.


2 dagar og hlutirnir gerast hratt

Ég sit hér uppi í skóla og bíð með hjartað í buxunum eftir að hitta prófessorinn minn klukkan tvö.  Ástæðan fyrir stressinu er að við ætlum að fara yfir kaflann sem ég sendi inn fyrr í vikunni. 

Annars er kvíðinn blandinn tilhlökkun, því að eftir fundinn þá fer ég heim til Hrannar og Flórents þar sem við ætlum, ásamt Dagmar og Geir og öllum börnunum að hlusta á jólalög og setja saman piparkökuhús  ... ef það verður ekki gaman, þá veit ég ekki hvað!  Í kvöld ætlar Hrönn svo að bjóða okkur upp á svaka flottan mat, enda verður þetta líklega síðasta kvöldið okkar saman í Aberdeen, a.m.k. í bili Smile 

Tími minn þessa dagana fer einkum í að kveðja mann og annan og að pakka.  Ég skrapp reyndar í stutta heimsókn til Inverness í gær, sem var bara gaman.  Virkilega flott og skemmtileg borg sem ég mæli tvímælalaust með, hvort sem er fyrir lengri og styttri heimsóknir.  Svo skaðar ekki að hún er skammt frá Loch Ness og því ekki erfitt að slá tvær flugur í einu höggi Wink

Það er annars mikil tilhlökkun eftir sunnudeginum, mikið verð ég fegin þegar ég verð búin að drösla farangrinum mínum alla leið heim til Möggu frænku, þar sem ég ætla að gista. 

En jæja, þarf að undirbúa mig fyrir fundinn Whistling

Meira síðar.


5 dagar og fækkar

Dvöl mín hér í Aberdeen er svo sannarlega farin að styttast í annan endann og er orðið ljóst að mér mun svo sannarlega ekki þurfa að leiðast síðustu dagana.  

Síðasta vika hefur hins vegar verið af erfiðari toganum, lærdómur frá morgni til nætur.   Í stuttu máli má segja að ég hafi vaknað 7 á morgnanna og farið að sofa um eitt, tvö leytið á nóttunni, frá því snemma í síðustu viku og alveg þangað til í gær Smile  Ástæðan fyrir þessu var svo sem góð, en ég var að skrifa einn fræðikaflann í rannsókninni minni sem átti að skilast á morgun.  Ég ákvað hins vegar, þar sem ég sá fram á langar kveðjustundir og miklar pakkningar í þessari viku, að leggja aðeins meira á mig og drífa í að klára þetta og tókst það loks á sunnudaginn.  Eins og leiðbeiningar um ritgerðarskrif segja til um þá lagði ég kaflann svo í bleyti þangað til í gærkvöldi og lagfærði þá það sem mér fannst mega betur fara og skilaði svo efninu til prófessorsins áðan LoL 

Það er því mikil gleði hjá mér í dag - búin að skila af mér og pakkningar framundan það sem eftir er dagsins, ásamt því að skreppa í Costco með Hrönn vinkonu Smile  Á morgun er það svo hádegismatur með Regínu og sækja gleraugun og fá linsur og hugsanlega e-ð fleira.  Á fimmtudaginn er stefnan svo sett til Inverness á smá fund, verður samt bara stutt skrepp, þangað og hingað aftur. 

Svo hitti ég prófessorinn minn á föstudaginn og fer á námskeið um critical appraisal of the literature sem deildin mín stendur fyrir.  Um kvöldið eða á laugardeginum fer ég svo að öllum líkindum í mat til Hrannar og Flórents og já, svo þarf ég að vakna temmilega snemma á sunnudeginum og taka lest til Glasgow um kl. 9.30 eða 11.28 - er ekki alveg búin að ákveða Smile  Þá er áætluð brottför frá Glasgow kl. 20.35 og áætluð lending á Keflavíkurflugvelli kl. 22.55.  Ég get ekki neitað því að ég hlakka alveg hrikalega mikið til Grin

En jæja - best að fara og dunda sér við pakkningar yfir jólatónlist Happy 

Meira síðar.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband