Fimmtudagur, 25. september 2008
Gott frí!
Mikið er yndislegt og algerlega nauðsynlegt að fá sér stundum pinku frí - á það við allt, líka bloggið Eins og ég kom inn á í síðasta bloggi þá er búið að vera mikið að gera hjá mér upp á síðkastið, svo mikið að ég hreinlega varð að taka mér frí frá e-u og varð bloggið ómeðvitað fyrir valinu.
Það sem er svona helst í fréttum er að ég skrapp suður í síðustu viku. Ætlaði nú bara að skjótast, suður með seinni vél og vestur aftur með seinni vél daginn eftir. En nei, e-ð voru veðurguðirnir ósáttir við það og endaði með því að ég keyrði vestur með mömmu og pabba á miðvikudagskvöldið, eftir örstutta flugferð vestur sem endaði í viðsnúningi. En ég komst þá a.m.k. heim sem var jú fyrir öllu
Á leiðinni suður voru skýin í besta skapi ... tók þessa mynd af þeim ...
Reykjavíkurferðin reyndist svo hin besta skemmtun - gisti hjá Möggu frænku og strákunum sem er alltaf gaman, fór svo og hitti prófessorana mína sem var tilgangur ferðarinnar, fór svo m.a. í IKEA með mömmu og fleira sem var ekki leiðinlegt. Já, við brunuðum svo vestur á miðvikudaginn og það er búin að vera meira og minna bara vinna síðan, kennsla og lærdómur. Eins og margir vita er ég að vinna út í Bolungarvík hjá Rannsókna- og fræðasetri Háskóla Íslands. Ég keyri því í Bolungarvík alla virka daga. Það er oft alveg virkilega tignarlegt að líta yfir Djúpið á leiðinni og stundum hreinlega "neyðist" ég til að stoppa og taka mynd ...
Fallegt ekki satt?
Hmm... hvað fleira er nú að frétta - jú, fór í þennan líka fína og blauta göngutúr með litlu systur í vikunni - það var í það blautasta í skóginum (töluverður munur frá því fyrr í sumar), en virkilega gaman enda vorum við heppnar með það að það hætti að rigna akkúrat meðan við vorum að rölta um skóginn. Það var ótrúlega gaman að sjá hvað skógurinn hafði í raun breyst við alla þessa rigningu. T.a.m. höfðu hinir furðulegustu sveppir sprottið upp út um allt ...
Verst að þessi rigning gat ekki verið duglegri við að láta sjá sig fyrr í sumar þegar allt var að skrælna En það er víst ekki á allt kosið.
Meira síðar.
Athugasemdir
Fallegar myndir að venju hjá þér....
Níels A. Ársælsson., 26.9.2008 kl. 10:00
Ekkert sma flottar alltaf myndirnar hja ter Albertina. Forum vid ekkert ad sja tig herna i Aberdeen?
Bestu kvedjur hedan
Hronn og co. (IP-tala skráð) 27.9.2008 kl. 22:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.