Spítalavist og botnlangavesen

Jamm og jæja!

Þessi Eistlandsferð fór aðeins öðruvísi en planað var Errm 

Í þessum skrifuðu orðum þá ligg ég í sjúkrahúsrúmi á sjúkrahúsinu í Pärnu.  Er með vökva í æð og "stóran" skurð á maganum (hef reyndar ekki séð skurðinn, finn bara fyrir honum og sé umbúðirnar) Wink

Til að gera langa sögu stutta þá fór ég að finna fyrir óþægindum á fimmtudagskvöldið.  Fór bara snemma að sofa og gerði ráð fyrir að ég yrði orðin góð næsta dag.  Morguninn eftir var ég enn með verki, en þar sem ég vildi ekki vera með neitt vesen þá ákvað ég að fara með í kynnisferðina um Eistland sem hópurinn var að fara í.  Það fór þó ekki betur en svo að verkurinn versnaði bara.  Eftir nokkra stund ákvað ég að snúa við til Pärnu þar sem við vorum eiginlega bara út í sveit og ef þetta væri e-ð meira en bara magaverkur þá vildi ég ekki vera e-r út í sveit.

Nema hvað ...

Það var auðvitað bara ein rúta til Pärnu frá Valga/Valka (bænum sem ég var í) og sú rúta hafði farið um morguninn.  Gestgjafar okkur í Valga/Valka fundu það þó út að það færi rúta kl. 17.20 frá næsta bæ til Pärnu, en næsti bær var sum sé 30 km frá Valga/Valka.  Ég fór því með gestgjöfunum í heimsókn í vinnuna til þeirra og kynnti fyrir þeim Háskólasetrið og lífið á Ísafirði, en þau hafa mikinn áhuga á að stofna háskólasetur í Valga/Valka Smile  Ég fór svo á bæjarskrifstofuna og hitti þar mann sem svo gaf mér far yfir í þennan næsta bæ.  Þar þurfti ég að bíða í svolitla stund eftir rútunni sem fór til Pärnu.  Í rútunni gekk allt vel, nema hvað að verkurinn versnaði og versnaði og versnaði og versnaði og þegar við vorum loksins komin til Pärnu labbaði ég á hótelið (sem var í sömu götu) og fór að hágráta þegar ég loksins kom þangað, algerlega búin á því og einfaldlega að drepast úr verkjum.  Konan í afgreiðslunni reyndist alveg hreint stórkostleg.  Hún hringdi á sjúkrabíl fyrir mig og fór svo með mig upp í herbergi og lét mig leggjast fyrir meðan við biðum eftir sjúkrabílnum.  Við það tækfæri hringdi ég heim til Íslands og lét vita af mér.  Þegar sjúkrabílakonurnar komu var ég enn meira búin á því, hristist og skalf, hágrét og já, leið yfirhöfuð algerlega vonlaust.  Þær voru þó svo yndislegar þessar sjúkrabílakonur, gáfu mér sterkt og gott verkjalyf beint í æð og fóru með mig á spítalann. 

Á spítalanum tóku á móti mér fleiri konur og þrátt fyrir ítrekaðar yfirlýsingar mínar um að mér liði betur (verkjalyfið að tala) þá neituðu þær að hleypa mér í burtu (sem betur fer kom í ljós).  Það var tekin þvagprufa og blóðprufa, röntgen og ómskoðun af maganum.  Í blóðinu kom svo í ljós að það var mikil bólga í líkamanum og niðurstaðan var að ég væri með botnlangabólgu.  Mér var því gefinn kostur á því að velja.  Aðgerð strax eða næsta morgun.  Eftir að hafa hringt heim til Íslands í Möggu frænku urðum við sammála um að aðgerð strax væri líklega besti kosturinn.  Þá komst ég að því að þegar læknirinn hafði sagt strax, þá hafði hún meint strax.  Tvær hjúkrunarkonur komu og bjuggu mig undir aðgerðina og svo var brunað með mig inn á skurðstofu.  Mér til mikls léttis þá var skurðstofan bara alveg eins og skurðstofurnar heima (ekki að ég hafi búist við öðru) og svo sem var enn skemmtilegra var að það voru bara konur í aðgerðinni (verð eiginlega að nefna að það höfðu engöngu verið konur sem höfðu séð um mig allan tímann, allt frá sjúkrabílnum og í aðgerðina) Happy

Nema hvað, svo kom svæfingalæknirinn og gaf mér súrefni og sprautaði í mig fullt af lyfjum ... Það næsta sem ég man er að einhver sagði; Albertina, you have to wake up now.  Og ég svaraði e-ð á þá leið að það væri bara vitleysa, ég ætlaði að sofa áfram.

Næsta morgun rankaði ég svo við mér í sjúkrahúsrúmi með sársauka í skurði á maganum.  Skömmu síðar kom skurðlæknirinn til mín og sagði að það hefði verið gott að við hefðum skorið strax því að botnlanginn hefði verið orðinn 15 cm (er yfirleitt um 7 cm samkvæmt doktor.is) og já, hann hefði líklega sprungið um nóttina Shocking  Svo tóku við margar símhringingar að láta vita að ég hefði lifað aðgerðina af, hringja í tryggingarnar og já, vera hálfdrusluleg eftir aðgerðina.  Er búin að vera með stanslaust vatn í æð þangað til bara núna fyrir 5 mínútum en ég er öll að hressast og vaknaði bara mikið hressari í morgun (fékk líka þá loksins að borða). 

Þannig að já, í staðinn fyrir að kynnast Eistlandi og uppbyggingu þeirra á landsbyggðinni þá hef ég kynnst eistneska heilbrigðiskerfinu mjög ýtarlega og gef því mína hæstu einkunn - þó ég verði að viðurkenna að það var muuuuun betra að liggja á sjúkrahúsinu heima.  Hér hefur t.d. enginn komið og lagað fyrir mig lökin og koddana eða passað að það fari vel um mig en þau hafa samt sem áður hugsað rosa vel um mig LoL

Þannig að já, nú ligg ég bara í sjúkrahúsrúminu og blogga - erum að bíða eftir að læknirinn komi og gefi mér e-a hugmynd um hvenær ég fæ að fara heim ... get satt að segja ekki beðið!! Blush  Er að vonast til að fá að fara heim á morgun eða í síðasta lagi á mánudaginn, en sjáum til - er víst ekkert grín að ferðast með stóran skurð á maganum. 

En já, gaman af þessu Smile

Meira síðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Úff, en já gott að allt fór vel :)

Ágúst G. Atlason (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 09:59

2 Smámynd: Hrefna Katrín Guðmundsdóttir

Jahérna hér! Þú ert nú alveg... ;) Gott að allt þetta gekk vel og vonandi hressistu sem fyrst og kemst sem fyrst heim!

Hrefna Katrín Guðmundsdóttir, 8.11.2008 kl. 11:26

3 identicon

Vá. Þetta er ótúlegt. Gott að þetta fór vel.

Albertína mín, þú verður seint talin sú heppnasta í heimi!

Hlakka til að sjá örið ;)

og farðu vel með þig ..

Edda Katrin Einarsdottir (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 15:07

4 identicon

Þetta var nú meiri ferðin hjá þér en eins gott að það fór ekki verr. Fyndið hvað er margt kvenfólk í eistneska heilbrigðisgeiranum, var þetta kannski kvennasjúkrahús?  Innilegar bataóskir.   Sjáumst vonandi í HR á laugardaginn. Kv. Sólrún.

Sólrún Geirsdóttir (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 15:28

5 identicon

Úff Æ Já... Nei heppin ertu ekki, en góður penni ertu. Gaman að lesa söguna þína, og frábært en öðruvísi að heyra að konur rúla þarna á sjúkrahúsinu!!!

Áfram þú, og gangi þér vel heim.

Vanda, branda...... með stóran skurð á maganum...

Ólöf Hildur (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 12:45

6 identicon

Æj æj...það ver leiðinlegt að þú skyldir lenda í þessu og hvað þá í útlöndum...já það er best að vera heima...

.....en eitt get ég sagt þér þú hefðir ekki getað bloggað í sjúkrahúslegunni heima á Ísafirði.....hehhh

Góðan bata og velkomin heim!

Þuríður Katrín (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 19:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband