Komin heim!

Loksins, loksins er ég komin heim í faðm fjalla blárra og mikið ofsalega er það yndisleg tilfinning! Halo

Ferðalagið heim gekk vonum framar.  Við, ég og Karl Benediktsson kennarinn minn, lögðum af stað frá Pärnu kl. 08.00 til Tallin.  Þaðan flugum við til London, Stansted og svo um kvöldið flugum við með Iceland Express (sem veitti frábæra þjónustu btw) til Keflavíkur Smile  Ég var auðvitað orðin frekar lúin eftir ferðalagið, en var þó mest þreytt eftir legginn Tallin/Stansted, þannig að það var ágætt að við höfðum góðan tíma þar til að hvíla okkur á milli fluga. 

Haukur frændi sótti okkur svo á flugvöllinn og skilaði mér heim til Möggu frænku þar sem ég fór auðvitað bara beint í bólið.  Ég var svo einn dag að jafna mig heima hjá Möggu og flaug svo vestur á miðvikudagsmorgun Happy 

Ég get eiginlega ekki lýst því hversu stórkostleg tilfinning það var að sjá Ísafjörð aftur, hvað þá að lenda og vera komin til Ísafjarðar aftur ... þeir sem hafa upplifað þessa tilfinningu vita hvað ég á við ... LoL  Fyrsti dagurinn fór svo meira og minna í að hvílast og njóta þess að vera komin heim.  Ég hef verið að reyna að fara í stutta göngutúra (gott fyrir gróandann) en er svo bara búin á því eftir þá og hef þá einfaldlega bara lagt mig, sem er mjög notalegt Smile

Annars er þetta frekar óheppilegur tími til að vera að standa í svona löguðu.  Ég þarf að flytja fyrir mánaðarmót og á eftir að pakka og mála nýju íbúðina Woundering  Það verður því málningavinna núna um helgina í fullum gangi og eru allar hendur vel þegnar ... sérstaklega þar sem ég má víst ekki mála strax ... a.m.k. ekki með rúllu Smile  Endilega hafið samband við mig ef þið eigið dauðan tíma um helgina sem ykkur langar að nota til að hjálpa Joyful

Að lokum ... þessar örfáu myndir sem ég náði að taka í Eistlandi áður en bólgan skall á ...

3029611290_57eb785e70

Einhverstaðar í Eistlandi

3029611130_a9770b79d3

Valga/Valka - Lettlandsmegin

3028776911_2d7b2d239b

Útsýnið úr hótelherberginu - horft yfir til Háskólans í Pärnu

Meira síðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Albertína mín,

Það er nú töluvert síðan ég kíkti hingað inn.  Svakalegar fréttir af þér! vonandi verðurðu orðin söm við þig sem fyrst :)  Gaman að sjá myndirnar þú ert alveg FRÁBÆR myndasmiður.  Bið að heilsa vestur.

Hjördís Eva (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 12:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband