Jólin, jólin allsstaðar

Hafið þið tekið eftir því að tíminn virðist líða hraðar í desember? Smile  Það kannski kemur til út af þessu flutningaveseni, en mér finnst tíminn hafa hreinlega flogið áfram Halo 

Aðeins 15 dagar til jóla.

Aðeins 15 dagar, og ég er ekki byrjuð að kaupa jólagjafirnar Whistling  Það hefur einhvern veginn allur minn tími farið í að læra, undirbúa próf ... og síðast en langt frá því að vera síst, að taka upp úr kössum og klára að íbúðast Joyful  Það hefur þó gengið það vel að óhætt er að segja að neðri hæðin sé orðin heimilisleg.  Ég er búin að baka einu sinni í ofninum  (súkkulaðibitakökur sem eru löngu búnar) og já, uppskriftabækurnar komnar upp á hillu í eldhúsinu og Saga Ísafjarðar komin upp á hillu í stofunni LoL

Já, það eru bara jólagjafakaup, meiri lærdómur og áframhaldandi uppúrkassapakkanir framundan ... hlakka til þegar þetta verður allt tilbúið Smile

Hef verið voða léleg við myndatökur ... en tók þessar tvær á leiðinni úr Bolungarvík og í Bolungarvík ...

n670702259_1618868_9877

Á leið frá vinnu ...

n670702259_1618870_465

Útsýnið úr skrifstofunni ...

Meira síðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Það eru ekki margir íslendingar sem hafa svona fallegt útsýni úr skrifstofunni.

Níels A. Ársælsson., 10.12.2008 kl. 15:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband