Hvít jól?

Eigum við að ræða það að á morgun verða aðeins 9 dagar til jóla og ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf? Blush 

Já, það hefur svo sannarlega verið nóg annað að gera, jólahlaðborð og fleiri skemmtilegheit og svo er ég enn að taka upp úr kössunum Shocking  Neðri hæðin er orðin nokkuð mikið heimilisleg, ánægð með það Wink ... hins vegar er efri hæðin Whistling  Já, við skulum ekkert ræða það neitt meira.

Tókuð þið eftir tunglinu í gær?  Ekkert smá stórkostlegt LoL  Tók tvær myndir af því í gær, önnur lýsir útsýninu úr íbúðinni vel, hin var tekin úr Engidalnum Smile

3108883510_feac09f92f

3108883206_105e87eb9b

Vona að jólaundirbúningurinn gangi vel hjá ykkur Joyful

Meira síðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Frábærar tunglmyndir

Njóttu jólaundirbúnings Albertína mín og Gleðileg Jól

Sigrún Jónsdóttir, 14.12.2008 kl. 23:31

2 Smámynd: Albertína Friðbjörg

Takk sömuleiðis

Albertína Friðbjörg, 14.12.2008 kl. 23:32

3 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Þær eru báðar fallegar en sú neðri er alveg einstök.

Hvaða vél ertu að nota ?

Níels A. Ársælsson., 15.12.2008 kl. 00:13

4 Smámynd: Albertína Friðbjörg

Takk kærlega fyrir það, já er mjög ánægð með þessa neðri   Hvernig vél já, ég nota nú bara svona litla digital vél, Canon Powershot SD 550 / Ixus 750 ... hún hefur verið að virka mjög vel fyrir mig   Verð þó að viðurkenna að mig kítlar örlítið í fingurna að fá mér stærri vél.

Albertína Friðbjörg, 15.12.2008 kl. 10:46

5 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Já þetta er nú samt hörku vél sem þú ert að nota og svo auðvitað veldur hver á heldur.

Er ég horfi inn í nóttina yfir húsþökin þar sem máninn speglar hafflötin líður mér eins og einstæðningnum Ólafi Kárasyni á Fæti undir fótafæti er hann vonaðist eftir kraftbirtingarhljómi guðdómsins.

Frábær mynd !

Gangi þér vel með efri hæðina. ....

Níels A. Ársælsson., 15.12.2008 kl. 22:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband