Gönguskíðasvæðið

Svo ég haldi nú áfram að monta mig af því hvað það er yndislegt að búa á Ísafirði ... Wink 

3249455969_6b32336dd2

3250284478_c720028a1c

3250284726_24fe8e205b

3250284842_0148603632

3249456701_290808e75e

Það var alveg hreint yndislegt veður, þó það hafi nú reyndar verið örlítið kalt Smile  Meiri háttar skíðasvæði ekki satt? 

Annars er ósköp lítið að frétta, er reyndar farin að hafa svo gaman af þessu ljósmyndastússi mínu að ég er alvarlega farin að velta fyrir mér hvort ég eigi að kaupa mér svona "alvöru" myndavél, en þykir á sama tíma svo hrikalega vænt um litlu Canon PowerShot vélina mína ... Halo

Meira síðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl, ég skil þig svo vel, ég átti heima á Ísafirði í eitt ár ('85) þegar ég var fimm ára, og mér finnst ég samt alltaf vera að koma heim þegar ég kem vestur. Svo er líka ætlunin að kíkja nokkrum sinnum vestur á gönguskíðamót í vetur.

Takk fyrir skemtileg blogg, og gott skíðasvæði.

Þuríður (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 21:20

2 Smámynd: Hrefna Katrín Guðmundsdóttir

Það má alveg eiga tvær myndavélar, eina stóra og eina litla :) Ég hlakka til að koma vestur næst og fara á skíði, hvort sem það verður í Fossavatnsgöngu eða fyrr. Æðislega fín efsta myndin finnst mér.

Hrefna Katrín Guðmundsdóttir, 3.2.2009 kl. 22:35

3 identicon

Blessuð Albertína!  Við viljum votta þér og fjölskyldunni samúð vegna anláts Möggu frænku þinnar.  Auk þess vil ég þakka þér kærlega fyrir frábærar myndir á bloggsíðunni þinni sem ég er farin að nota óspart til að kynna Ísafjörðinn okkar fyrir vinum og kunningjum hér í Danmörku.  Það er alveg skothelt að fara inn á síðuna og sjá það allra nýjasta í litabrigðum og veðurfari á Ísafirði.  Þú getur alveg fengið þér ,,almennilega myndavél" og notað þær báðar því myndirnar eru óendanlega fallegar og minna okkur alltaf á að ,,heima er best" þó Danmörkin sé fín.  Bestu kveðjur frá mér og frændliðinu.

Guðrún Anna Finnbogadóttir (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 23:12

4 identicon

Þetta er algjört æði. Ég er einmitt búinn að vera ægilega ánægður með veðrið í Skotlandi af því hefur verið kalt og bjart og eitthvað svo Ísafjarðarlegt - en frekar minniháttar í samanburði við alvöru Ísafjarðarveður. Nú þarf maður að fara að drífa sig....

Kristinn Hermannsson (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 21:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband