Færsluflokkur: Bloggar
Miðvikudagur, 6. júní 2007
Mið-vika
Mikið er gott að njóta þess stundum að gera ekki neitt - tja, utan vinnu þ.e.a.s. - það breytist þó oft þegar nær dregur helgunum. Núna er t.a.m. komin miðvikudagur og þá fara hjólin að snúast. Eftir vinnu á morgun er t.a.m. meirihlutafundur og bæjarstjórnarfundur sem ég mun sitja þar sem Svana er að fara með kvennakórnum á kóramót á Mývatni, verður örugglega svaka stuð hjá þeim En ég kemst því ekki með, vegna anna í vinnu.
Á morgun eftir bæjarstjórnarfund verður líklega ekki mikill tími eftir til annars en að fara að sofa, en þó gæti verið gaman að kíkja aðeins á stemminguna í bænum. Ég verð hreinlega að ítreka enn og aftur gleði mína yfir reykingabanninu Það var yndislegt að kíkja á Langa Manga á laugardaginn síðasta og geta andað
Hvernig helgin þróast fer svo örlítið eftir veðri og vindum, en þessa stundina er planið að kíkja í hið "nýja" og glæsilega Edinborgarhús á Stórsveitartónleika með fönkívafi - hvort það verður bara fönkívafið sem verður tekið eða stórsveitartónleikarnir líka kemur í ljós síðar. Á sunnudaginn verður svo brunað á Strandir þar sem sveitarfélögin ætla að skrifa undir samning um menningarmál
Spennandi helgi framundan s.s. og engin þörf á að láta sér leiðast
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 4. júní 2007
Tónleikar - sumarið framundan
Já, tónleikarnir á föstudaginn gengu barasta vel þakka ykkur fyrir Dagurinn gekk reyndar allur á afturfótunum - fór allt úrskeiðis sem gat farið úrskeiðis - en þetta small allt að lokum og tónleikarnir gengu merkilega vel, svona miðað við hvernig dagurinn gekk
Eftir tónleikana var boðið upp á smá veitingar - en eftir það fór ég í smá starfsmannapartý hjá Þróunarsetrinu upp í skíðaskála. Þaðan var haldið á Langa Manga og vá!! Hvílíkur munur!! Ég gat andað allan tímann og þurfti ekki að afklæðast utandyra og fara beint í sturtu Mjög jákvæð breyting!
Svo naut ég þess eiginlega bara að þurfa ekki að æfa mig eða neitt um helgina og lá í leti - tók vidjó á laugardagskvöldið og var að hjálpa litlu systur að "pakka" á sunnudaginn, kíkti á "nýja" Edinborgarhúsið - sem er rosa flott btw - og svo fórum við litla systir í göngutúr svona til að fá aðeins meiri hreyfingu út úr deginum
En þarf að drífa mig á kóræfingu núna - síðasta kóræfing vorsins
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 31. maí 2007
Svona fyrir þá sem ekki eru búnir að plana föstudagskvöldið
Þá verðum við Bryndís Guðmundsdóttir, sem einnig var að taka 7. stigið, með tónleika fyrir vini, kunningja og vandamenn í Hömrum á Ísafirði - kl. 20.00. Dagskráin er mjög fjölbreytt og samanstendur af dúettum og klassískri píanótónlist eftir ýmsa ólíka höfunda. Dæmi má nefna Bach, Chopin, Debussy, Nett, Scarlatti, Schubert, Mozart og Bhrams. Hugmyndin er að tónleikarnir verði frekar óformlegir - þannig að engin ástæða til að mæta í kjól og hvítu.
Þannig að ef þið eruð stödd á Ísafirði á föstudagskvöldið og hafið ekki nú þegar lofað ykkur annað þá kíkið endilega á tónleika
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 30. maí 2007
Hetja er látin...
Það er undarlegt hvernig algerlega ókunnugar manneskjur geta snert við manni. Ég var ein af þessum "ókunnugu" sem fylgdist með baráttu Ástu Lovísu í gegnum bloggsíðuna hennar - hún var ótrúleg hetja. Votta fjölskyldu hennar og vinum samúð mína.
Það er þannig að alltaf þegar ég er sorgmædd þá dettur mér í hug ljóðið sem lesið er við jarðarförina í myndinni Fjögur brúðkaup og jarðarför, ljóðið er eftir W.H. Auden - langar að deila því með ykkur:
Stop all the clocks, cut off the telephone,
Prevent the dog from barking with a juicy bone,
Silence the pianos and with muffled drum
Bring out the coffin, let the mourners come.
Let aeroplanes circle moaning overhead
Scribbling on the sky the message He Is Dead,
Put crepe bows round the white necks of the public doves,
Let the traffic policemen wear black cotton gloves.
He was my North, my South, my East and West,
My working week and my Sunday rest,
My noon, my midnight, my talk, my song;
I thought that love would last for ever: I was wrong.
The stars are not wanted now: put out every one;
Pack up the moon and dismantle the sun;
Pour away the ocean and sweep up the wood.
For nothing now can ever come to any good.
![]() |
Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir látin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 31.5.2007 kl. 00:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 29. maí 2007
Hvítasunnuhelgin - lífið og tilveran
Já, þá er helgin búin og vinnan tekin við að nýju. Verð að byrja á að þakka fyrir allar góðu kveðjurnar við síðustu færslur Ég trúi því varla enn hversu vel prófið gekk - en það sýnir bara og sannar að ef maður æfir sig, þá getur maður allt
Það verður að viðurkennast að helgin einkenndist örlítið af því að mamma lenti í bílslysi á Óshlíðinni á föstudaginn. Hún slapp betur en áhorfðist í byrjun, en brákaði þrjá hryggjarliði og fékk höfuðhögg. Hún er enn á sjúkrahúsinu, en verður vonandi fljót að jafna sig Við þökkum bara fyrir að hún hafi farið uppfyrir ... Annars verð ég nú aðeins að tjá mig um það að ég varð örlítið hissa þegar ég heyrði það að það keyrðu fram hjá henni e-r slatti af bílum án þess að stoppa eða hringdu á lögregluna og láta vita ... Hef svo sem lært um Bystander effect í sálfræðinni, en að það sé virkt á Óshlíðinni?! Ég vil varla trúa því
Því er það einlæg bón mín til ykkar lesendur góðir að ef þið sjáið bíl utan vegar (eða í öðrum vandræðum) sem ekki er með sjáanlegan lögregluborða eða fullt af bílum stopp við - stoppið þið og kannið málið!!! Ekki myndi ég vilja lenda í slysi og enginn stoppaði athuga málið og hjálpa eða hringja á hjálp - mynduð þið vilja það?
En þetta fór allt vel að lokum og takk takk takk allir fyrir þann velvilja sem þið hafið sýnt fjölskyldunni í kringum þetta allt saman.
Af öðru er lítið að frétta. Helgin fór í útskriftar- og fermingarveislur, heimsóknir á sjúkrahúsið, örlítið djamm og afslöppun. Það er mikil vinna framundan í júní - fæ líka vonandi upplýsingar frá skólanum fljótlega, þ.e. umsóknarblöð á stúdentagarðana o.fl., sumarið er komið þannig að hreyfingin fer aftur af stað eftir smá kuldaskeið, líklega strax í dag og já, skólaslit Tónlistarskólans á fimmtudaginn og lífið er gott
Over and out í bili
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 24. maí 2007
Að prófi loknu
Jább, kæru vinir - prófinu er lokið, búið - bless. Ég tók 7. stigið á píanóið í gær. Ég er búin að vera endalaust stressuð fyrir þetta próf, sérstaklega síðustu vikuna og var örugglega að gera út af við ansi marga í kringum mig - vona að þið afsakið það
Ég vaknaði sumsé í gærmorgun með kvíðahnút í maganum. Gerði líklega ekki mikið gagn í vinnunni - átti að mæta í prófið kl. 14.00 en þar sem ég var ekkert að gera mikið gagn í vinnunni þá ákvað ég að fara bara upp í Tónlistarskóla um eitt leytið. Ég renndi yfir svona erfiðustu kaflana og fann stressið minnka aðeins. Það var þó aðeins til að leyfa því að aukast aftur þar sem ég endaði á að þurfa að bíða í klukkutíma þar sem öðrum stigsprófum hafði seinkað og tók ég því ekki prófið fyrr en rúmlega þrjú. Prófdómarinn reyndist vera hin indælasta kona og minnkaði stressið heilmikið strax í upphafi
Ég byrjaði á því að spila í gegnum tónstigana; 4 venjulegir dúrar og mollar, 4 gagnstígir, 4 í þríundum, 2 krómantískir, 3x4 arpeggíur og 2 sjöundarhljómar í arpeggíum. Tónstigarnir gengu vonum framar - ruglaðist auðvitað aðeins, en ekkert alvarlega.
Þá tóku við lögin; fyrst var það æfingin eftir Czerny, svo Frönsk svíta eftir Bach, Impromtu eftir Schubert, Noctruna eftir Chopin og að lokum Juba eftir Nett. Þetta gekk nú allt alveg ágætlega fannst mér. Ruglaðist reyndar aðeins í æfingunni sem gerði mig ansi stressaða aftur en eftir því sem leið á prófið varð ég öruggari og öruggari.
Ég varð svo svakalega glöð að klára Juba að ég stökk upp og hneigði mig - Gleymdi auðvitað að síðasti hlutinn var eftir - lesturinn Fyrir þá sem ekki vita þá snýst lesturinn um óundirbúinn nótnalestur. Prófdómarinn lætur mann s.s. fá nótur sem maður á ekki að hafa séð áður og ég þurfti s.s. að spila lagið eftir að hafa skoðað það í smá stund. Það gekk nú barasta alveg sæmilega. Ruglaðist reyndar aðeins í byrjun, en hei, hver gerir það ekki?
Það var ekki lítil hamingja að vera búin með prófið - ég sveif niður í vinnu og var þar í klukkutíma áður en ég þurfti að mæta á meirihlutafund fyrir bæjarstjórnarfund í dag.
Ég fékk auðvitað ekki einkunn í gær, prófdómarinn þarf að fara yfir punkta sína og reikna einkunnina mjög nákvæmlega út. Ég heyrði þó í Ellu í gærkvöldi og fékk þá að vita að einkunnin gæti jafnvel komið í dag ... sem hún og gerði.
Þó að mér hafi gengið ágætlega á prófinu þá gerði ég mér nú ekki miklar vonir um háa einkunn. Þetta var fyrsta píanóprófið sem ég tók í 9 ár og tja, 7. stig - ekki beint það auðveldasta í heimi. Þannig að þegar Ella hringdi áðan og bað mig um að giska á hvað ég hefði fengið þá taldi ég mig vera nokkuð örugga með að segja 7,8. Sæmilegasta einkunn fannst mér. En nei, fékk ég þá ekki barasta 9,1 á prófinu Sjibbí!!!!!!
Hvað um það, langaði bara að deila þessu með ykkur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mánudagur, 21. maí 2007
Já, ég veit
ég hef verið óhemju löt að blogga síðustu daga. Það kemur einfaldlega til af því að líf mitt hefur snúist í kringum píanóið síðustu daga - prófið verður líklega á morgun = æfingar á hverjum degi. Ég er orðin þvílíkt stressuð og var að gera alla brjálaða á tímabili með pirringi og leiðindum og úff, ekki hefur veðrið verið að hjálpa!
Það fór þó loksins e-ð að ganga á æfingu í gær - tókst að spila í gegnum prógrammið svona nokkurnveginn skammlaust, en sjáum til hversu lengi það heldur Ákvað líka í fyrradag, eftir miklar vangaveltur, að taka prófið frekar upp í Saumastofu heldur en í Hömrum - líkar svo ágætlega að spila á flygilinn þar.
Hvað um það, sólin tók upp á því að skína inn um gluggann minn í morgun og lífið lítur betur út í kjölfarið. Ég verð bara að druslast til að hrista þetta blessaða stress af mér og taka þetta próf með trompi!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 16. maí 2007
Sól, sól skín á mig ...
Já, í gær mátti finna litlar vísbendingar hér og þar um að sumarið væri að koma. Það var örlítið hlýrra en hefur verið undanfarið, sólin skein, fólk gekk um götur bæjarins með ís, sumarstarfsfólk er farið að sjást í fyrirtækjum, trén farin að laufgast og já, flugurnar eru farnar að láta kræla á sér á ný eftir alltof langt kuldaskeið - það er verst að spáin bendir til kulda á ný um helgina
Það er e-ð voðalega lítið að frétta þessa síðustu og verstu. Ég fór auðvitað út að skokka í gær ... alveg ótrúlegt hvað úthaldið tapast við jafn stutta pásu og ég tók Ég ætlaði að mæla vegalengdina, en steingleymdi því auðvitað. En fyrir þá sem þekkja til þá fór ég að heiman, út Seljalandsveginn, snéri við hjá Brúó og fór eftir göngustígnum úteftir til mömmu og pabba þar sem kvöldmaturinn beið. Ég fór auðvitað að æfa mig í gær, fer og æfi mig á píanóið á eftir og á morgun og hinn og hinn eða alveg fram að prófi sem verður væntanlega/vonandi í byrjun næstu viku. Það er sum sé stíf dagskrá þessa dagana - vinna, tónlistarskóli, skokk.
Annars á mamma afmæli á morgun, við litla systir lögðumst í leiðangur í dag að finna afmælisgjöf og ég verð að segja að ég er nokkuð ánægð með niðurstöðuna hjá okkur, vona að mamma verði það líka
Meira síðar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 14. maí 2007
Og það var þögn...
Ég hef verið löt við að skrifa síðustu daga. Reyndar hefur það nú fyrst og fremst komið til vegna anna. Á föstudaginn eftir vinnu fór ég í tónlistarskólann og mætti svo um kvöldið á undirbúningsfund vegna kosninganna sem, eins og frægt er orðið, voru daginn eftir. Ég var nefnilega í kjördeild á laugardaginn - mjög gaman.
Á laugardagsmorguninn kl. 9 mætti ég ásamt fleirum í kjörsstjórn upp í Íþróttahúsið, Torfnesi þar sem kjördeildir á Ísafirði voru. Það var því ekki mikið sofið út þann daginn. Þarna var ég meira og minna til kl. 23 um kvöldið. Þaðan var haldið heim til að sækja birgðir fyrir kvöldið. Framsóknarmenn á svæðinu hittust heima hjá Ingu og Kristjáni og var þar heilmikið fjör. Á meðan tölurnar sýndu enn Herdísi inni þá héldum við nokkur yfir til sjálfstæðismannanna sem voru með kosningavöku í Straum. Svo var kíkt örstutt aftur til framsóknarmanna áður en haldið var niðureftir til Vinstri-grænna, þar sem ég er ekki frá því að hafi verið mesta fjörið. Þaðan var haldið á Krúsina, með stoppi á Langa Manga auðvitað. Á Krúsinni var mikið dansað - brenna allri óhollustunni sem hafði einkennt daginn. Ég var ósköp þæg og góð og var komin heim um fjögur. Fékk far ásamt Tinnu og Gylfa hjá góðhjartaðri ungri stúlku. Það kom sér alveg sérstaklega vel þar sem bæði var óhuggulega kalt miðað við árstíma og ég hafði orðið fyrir smá óhappi á ballinu - hælar og hopp og að vera með rist á fóti fyrir hoppandi fólki er ekki sniðugt
Á sunnudaginn naut ég þess að sofa út eftir annasaman laugardag. Já, eins og þið tókuð kannski eftir þá skrópaði ég í skokkinu á föstudag og laugardag vegna kosningavinnunar en ætlaði að vera svaka dugleg og labba extra-langt í gær. En nei, var mín bara ekki haltrandi um svæðið vegna ristarinnar sem var með kúlu og þá þegar byrjuð að skipta litum. Þannig að eftir tilraun til að labba af stað var ákveðið að líklega væri heppilegast, upp á áframhaldandi skokk í vor, að leyfa fætinum að jafna sig. En ég vona að mér fyrirgefist þetta
Svo var það bara vinna í dag og svo verður haldið í tónlistarskólann ... loksins að skýrast hvenær prófið verður og lítur allt úr fyrir byrjun næstu viku. Leyfi ykkur að fylgjast betur með því þegar nær dregur
Annars var ég að hugsa um að skrifa e-ð gáfulegt um kosningaúrslitin en veit eiginlega ekki hvað segja skal. Ég veit þó tvennt: 1. Ömurleg útkoma fyrir konur í Norðvestur-kjördæmi eins og Matthildur Helgadóttir og Hlynur Þór Magnússon hafa nú þegar fjallað mjög ágætlega um og leyfi ég mér að vísa bara í færslur þeirra varðandi þetta mál. 2. Framsókn á alls ekki að fara í áframhaldandi stjórnarsamstarf með sjálfstæðisflokknum.
Meira á morgun.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 10. maí 2007
Örstutt...
Mjög stutt í þetta skiptið - Eurovision á eftir og ég á eftir að fara í sturtu eftir skokk dagsins. Það var reyndar meira struns í þetta skiptið, en ég labbaði inn í Bónus með mömmu Lóðin voru þó á sínum stað og enn og aftur, þvílíkur munur! Ég verð að viðurkenna að ég var með smá harðsperrur í dag eftir skokkið í gær - sem er hið esta mál¨Veit þá að ég hef reynt e-ð á mig. Hef verið að vandræðast með að finna e-ð nart og uppgötvaði í te-inu hjá Védísi um daginn að þurrkuð trönuber eru bara góð - keypti slík í Bónus áðan og ætla að ath hvernig þau virka
Bréfið frá Aberdeen kom í dag Nú er bara að senda til baka staðfestingu á að ég vilji fara þangað og þá fæ ég sendar upplýsingar um húsnæði og aðrar slíkar praktískar upplýsingar
En já, farin í sturtu og svo að baka pizzu og glápa á Eurovision - svo er pælingin að kíkja á Langa Manga ... over and out!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)