20. apríl 2009

Vorið er komið vestur og veðrið er gott Smile

3459620620_b1c53f6c72

 

3459620164_655066cfbb

 

3458804103_c2d077b1b6

 


Gleðilega páska!

Vona að þið hafið haft það jafn ágætt og ég um páskana Smile  Gleðilega páska!

3435981540_08c2e17c9d

 

3435175187_518cd1c9b9

 


Vor í Önundarfirði

Við litla systir höfðum enga eirð í okkur að sitja inni í gær, frekar en aðrir geri ég ráð fyrir - enda var veðrið alveg hreint stórkostlegt Smile

Myndavélin var auðvitað með í för ... 

3412040987_638a9c73df

 

 

3412038535_57ed8cbf88 3412841472_083cff748a 3412040027_e45bbff4fe

Ísafjarðardjúp að morgni

Tók þessa á leið í vinnu í morgun :)

3406084003_31b4cc74ac

 

 


Myndablogg

Já kæru lesendur, þar sem það er óhemju mikið að gera hjá mér næstu vikurnar í ritgerðarskrifum, prófum og fleira
skemmtilegu, þá er ég að spekúlera í að geyma bloggið næstu vikurnar. En í staðinn fyrir að skrifa ætla ég reglulega að henda inn myndum ... verður bara minna um skrif, bara svona rétt meðan mesta álagið er Smile

3392204301_aa5a369944

3392203885_3ebefca532

3392203533_c752a7f6c7

3379061963_e2ac641f8e

3379877466_121851b468

3379060061_5b3088fcfc

Meira síðar.


Sól sól skín á mig

Það snjóar reyndar núna, en veðrið í gær var alveg hreint æðisgengið Smile  Við systurnar drifum okkur á skíði eftir vinnu, enda veðurspáin fyrir vikuna þannig að það leit út fyrir að þetta yrði síðasta tækifærið í vikunni að fara á skíði þannig að virkilega gaman væri að Cool

Ég tók að sjálfsögðu nokkrar myndir ...

3360579577_ac6e26aec1

3361397380_122b1012b9

3361397212_bc29fde48f

Þessa hér fyrir neðan tók ég svo í vinnunni í gær ...

3360579253_0cf3e8a902

Þessa hér fyrir neðan tók ég á leiðinni í vinnuna á fimmtudaginn ...

3348157865_2351d6c8c3

Annars er það bara lærdómurinn sem á hug minn allan þessa dagana Wink En ef þið viljið sjá fleiri myndir, þá eru þær venju samkvæmt hér.

Meira síðar.


Langt á milli blogga, ólukka og vetrarmyndir

Það hefur verið langt á milli blogga núna, en venju samkvæmt hef ég ágætis afsökun, en ég ákvað að skella mér í að taka einn áfanga í haf- og strandsvæðanámi Háskólaseturs Vestfjarða, áfanga sem heitir Conflict resolution in resource management sem myndi útleggjast á einfaldan hátt sem átakastjórnun í auðlindastjórnun.   Áfangann fæ ég síðan metinn inn í meistaranám mitt við HÍ.  Þetta reyndist meir en lítið skemmtilegt að taka þennan áfanga, reyndar kalt í stofunni en það er annað mál Wink  Þéssir áfangar eru settir upp á mjög skemmtilegan hátt, kennsla og verkefnaskil á þremur vikum og er þriðju vikunni að ljúka næstkomandi föstudag, en kennslu lauk á síðasta föstudag Smile

Reyndar verð ég nú að deila því með ykkur hvað ég tók hressilegt forskot á næsta föstudaginn 13. síðastliðinn föstudag.  Ég veiktist; þ.e. fékk flensu, tölvan mín veiktist líka ansi hressilega og rennilásinn á úlpunni líka, eða nánar útskýrt móðurborðið í tölvunni minni brann yfir og rennilásinn á úlpunni hrökk í sundur Blush  Á mánudaginn skrökklaðist ég ásamt flensunni í Netheima og Hafnarbúðina og voru tölvan og úlpan send suður í viðgerð Halo  Verð að viðurkenna að verst fannst mér með tölvuna, en ég á að skila lokaverkefninu í átakastjórnunaráfanganum á föstudaginn Frown  Það lítur þó ágætlega út með aðstoð litlu systur og tölvunnar hennar, reddast þetta ekki alltaf? Smile  Flensan er a.m.k. loksins farin og ég frétti það af tölvunni í dag að hún viðgerð væri hafin LoL

Já, flensan loksins farin en þrátt fyrir hana stóðst ég nú ekki mátið og stalst aðeins út í góða veðrið í gær og tók nokkrar myndir ...

3325491233_65dff18f5e

3325490875_9d6ffdfb73

3325489675_dbc6440f9a

3325488613_721ffc76d7

Fleiri myndir eru venju samkvæmt inn á myndasíðunni minni Smile

En jæja, þarf víst að taka upp tíma og svo fara að læra ...

Meira síðar.

 


Afmælisdagur

Klukkan er rétt rúmlega átta þennan fallega morgun. Búin að borða hinn daglega hafragraut og ég er í rólegheitunum að undirbúa daginn.

Það sem er þó ólíkt við þennan dag miðað við aðra daga er að í dag verða kökur með skóladótinu. Kökur sem ég eyddi gærkvöldinu í að baka Smile  Var reyndar örlítið, en þó aðeins örlítið, panikk þegar rafmagnið fór þegar seinni kakan átti 5 mínútur eftir inn í ofninum Shocking  En það reddaðist allt, sem betur fer ... eða ég vona það a.m.k., hef auðvitað ekki smakkað kökuna Halo  Nú er bara eftir að að þeyta rjóma og svoleiðis smotterí áður en ég held í skólann.

Ástæðan fyrir öllu þessu stússi er auðvitað að ég á afmæli í dag.  Orðin 29 ára gömul, sem mér finnst algerlega frábært Wizard  Hvað er skemmtilegra en að eldast?  Hmm.. örugglega margt reyndar, en mér finnst bara svo stórkostlegt að hugsa til baka yfir 28. aldursárið og rifja upp allt það nýja sem ég lærði og kemst hreinlega ekki hjá því að hlakka til alls þess sem ég mun læra á 29. aldursárinu sem ég held að verði ennþá skemmilegra en það síðasta Wink

Annars er allt gott að frétta.  Tókst að skila ritgerðinni sem ég var að skrifa síðustu viku, fékk góða vini í kjötsúpu á laugardagskvöldið og á sunnudaginn fór ég í göngutúr með litlu systur í góða (vor)veðrinu.  Í gær byrjaði ég svo í áfanga í Haf- og strandsvæðanámi Hsvest (Conflict resolution in resource management) sem ég er að taka í tengslum við master's námið mitt í HÍ.  Lýst bara mjög vel á þetta, skemmtilegur kennari og frábærir samnemendur Smile  Í kvöld kemur svo fjölskyldan í mat sem er alltaf gaman, er meira að segja svo skipulögð í þetta skiptið að ég er byrjuð að elda - setti kjúklinginn í mareneringu í gær, við litla systir öngum af hvítlauk og rommi Halo

En jæja, þarf víst að þeyta rjóma áður en ég fer.  

Meira síðar. 

 

3284542002_aef87036d1

 

 

3283720055_1c608578cd

 

3283719959_ea2238bf0d

 

3283719791_a47812b5fe

 


Ritgerðarskrif

Jámms, er á fullu í ritgerðarskrifum og er því heldur leiðinleg þessa vikuna, skil á föstudag en planið að klára ritgerðina á morgun ... Whistling

n670702259_1909162_4386

Var að vinna alla helgina á gönguskíðamóti, smellti þessari af á sunnudaginn þegar við litla systir skelltum okkur á skíði eftir mót Smile

En jæja, þýðir víst ekkert slugs ef ég ætla að klára ritgerðina á morgun ... Halo

Meira síðar.


Gönguskíðasvæðið

Svo ég haldi nú áfram að monta mig af því hvað það er yndislegt að búa á Ísafirði ... Wink 

3249455969_6b32336dd2

3250284478_c720028a1c

3250284726_24fe8e205b

3250284842_0148603632

3249456701_290808e75e

Það var alveg hreint yndislegt veður, þó það hafi nú reyndar verið örlítið kalt Smile  Meiri háttar skíðasvæði ekki satt? 

Annars er ósköp lítið að frétta, er reyndar farin að hafa svo gaman af þessu ljósmyndastússi mínu að ég er alvarlega farin að velta fyrir mér hvort ég eigi að kaupa mér svona "alvöru" myndavél, en þykir á sama tíma svo hrikalega vænt um litlu Canon PowerShot vélina mína ... Halo

Meira síðar.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband