Vetrarsól

Takk kæru vinir fyrir öll fallegu kommentin ykkar við síðustu færslur, virkilega gott að finna stuðning eins og þið þekkið. 

Jæja, lífið að komast í fastar skorður og lærdómurinn liggur framundan svo langt sem augað eygir.  Veðrið síðustu daga og veðrið sem er í veðurkortunum næstu daga hjálpar þó ekki til Wink

Ég hef oft reynt að koma því í orð hversu ofsalega vænt mér þykir um að fá að búa á stað eins og Ísafirði.  En það er svo skrýtið hvað orðin geta oft verið takmarkandi þegar kemur að því að tjá slíkar tilfinningar.  Þegar svoleiðis er þá er yfirleitt best að útskýra með gjörðum, eða já, myndum.

3246512867_f12912a261

3247340812_5ef1a30741

3239302350_7ffa7985a5

En jæja, aftur að lestrinum.  Meira síðar.


Minning um frænku

Síðustu vikur hafa verið vægast sagt erfiðar, en 9. janúar s.l. lést systir hans pabba.  Ég var því nokkuð lengi í Reykjavíkinni en kom heim í síðustu viku, sem fór í það að vinna upp vinnu og nám sem sat á hakanum á meðan ég var fyrir sunnan.

Ég skrifaði minningargrein í Morgunblaðið, datt í hug að deila henni með ykkur.

,,Magga frænka farin.  Ég næ eiginlega ekki utan um hugsunina ennþá.  Engin Magga í Birkigrundinni. Enginn matur hjá Möggu í Reykjavíkurferðunum.   Þungt fyrir brjósti. 

Þegar ég sest niður og reyni að setja niður nokkur orð til að minnast Möggu frænku er margt sem kemur upp í hugann:  Hlátur hennar og lífsgleði, umhyggja og ákveðni.  Það var svo aðdáunarvert með hana Möggu að það var alveg sama hversu mikið var að gera, þá gaf hún sér ávallt tíma til að sinna fjölskyldu sinni, vinum og áhugamálum.

Ég var ein þeirra fjölmörgu sem voru svo heppnir að eiga ávallt stað í Birkigrundinni, hvort sem það var gisting eða matur, stuðningur eða hvetjandi orð.  Raunar var það svo að Magga gekk mér hálfpartinn í móðurstað meðan ég var í námi í borginni og mat ég þess mikils að eiga þau fjölskylduna að.  Það var alveg sama hvenær ég hringdi, alltaf fékk ég boð í mat og aldrei brást að félagsskapurinn væri góður.   Það var alltaf líf og fjör á heimilinu, Magga hafði alltaf skoðanir á hlutunum og var aldrei leiðinlegt að ræða málin við hana.  Það var svo einstakt við Möggu að maður gat alltaf treyst á að hún væri hreinskilin, hún fór aldrei í felur með hlutina.  Enda var ekki sjaldan sem ég hringdi í Möggu frænku til að ræða um lífið og tilveruna og eins kom fyrir að hún hringdi, einfaldlega til að fylgjast með hvernig lífið hjá okkur gengi og sífelld hvatning hennar hefur verið mér mikils virði.

Elsku Magga, ég minnist þín með hlýju í hjarta.  Hversu þakklát ég er að hafa fengið að eiga þig sem frænku.  Þú varst einstök manneskja og alltaf til staðar, alveg sama hvað var.  Ég mun ávallt muna góðmennsku þína og verður heimili mitt ávallt opið drengjunum þínum.  Hugurinn er fullur af minningum sem munu lifa áfram.  Þú varst hetjan mín, fyrirmyndin mín og ég mun hafa minningarnar um þig, dugnað þinn og hlýju áfram sem leiðarljós í lífi mínu.  Þú munt alltaf vera í huga mínum og ég mun ávallt sakna þín.

Elsku Oddur Björn og Siggi, ég votta ykkur mína dýpstu samúð og bið Guð að styrkja ykkur í þessari miklu sorg.Albertína Friðbjörg."

3228587758_4698fc81b5

3227735345_295faf73f4

 3228587634_b47e32323f

3228587482_13f4511fb1

Annars er lítið að frétta ... er bara á fullu að læra og vinna og já, eins og allir aðrir að fylgjast með fréttum.

Meira síðar.


Nýtt ár, nýjir tímar?

Gleðilegt ár kæru vinir og takk fyrir það gamla Smile

Ég er búin að hafa það svo svakalega gott yfir hátíðarnar að ég hef ekki einu sinni haft nennu til að blogga ... hversu slæmt er það? Wink 

Jólin voru auðvitað að venju yndisleg og ég fékk fullt af fallegum gjöfum.  Áramótin voru einnig stórfín og var myndavélin auðvitað tekin upp ...

Fyrst var farið á brennu ...

3157910498_41e02ce362

Svo var skotið upp flugeldum ... og teknar myndir af þeim ... Smile

3157082267_4fc868f50f

3157911902_575dddd422

3157082379_5dbf536ca6

Á nýársdag fór ég svo ásamt litlu systur yfir í Holt í Önundarfirði þar sem ég var að organistast um hátíðarnar, þ.e. jóladag og nýársdag.  Verð að viðurkenna að mér finnst það alveg virkilega jólalegt að njóta þessa tíma við að spila á orgelið, hlakka alltaf til Smile

Veðrið á nýársdag var alveg hreint stórkostlegt og tók ég næstu tvær myndir þann dag, aðra úr Holti í Önundarfirði og hina frá Kofra í Skutulsfirði.

3157081045_a6ac7dc54e

3157080793_d996307916

Vona bara að þessi fallegi dagur sé vísbending um hvernig restin af árinu verður Halo

Áramótaheit spyrja allir um ... aðeins eitt í gangi hér ... að rífa mig upp úr botnlangabólgusleninu Wink   Hvað með ykkar?

Meira síðar.


Gleðileg jól!

Kæru lesendur,
  nú mega jólin koma.  Allt að verða tilbúið, búin að skreyta jólatréð og búin að útbúa jólachilli-ið Smile

Fór í göngutúr inn í skóg á helginni og rakst þar á þennan myndarlega jólasvein Wink

3132260364_c542f4b009

En jæja, klukkan orðin margt og ýmislegt sem þarf að gerast í fyrramálið Sleeping  En ég vil nota tækifærið og óska ykkur gleðilegra jóla og vona að þið hafið það öll sem allra best yfir hátíðarnar!

n670702259_1674903_7479

Meira síðar.

 


Ég er reið!

Hvað er eiginlega í gangi?  Ég get ekki lengur orða bundist.  Mér finnst þetta ástand, og einkum viðbrögð ríkisstjórnarinnar, vera orðið algerlega fáránlegt!

Hvað er t.d. málið með að reka landið eins og það sé bullandi þennsla? Skattahækkanir, svívirðilegir stýrivextir og niðurskurður á framlögum og framkvæmdum ríkisins, sýnir e.t.v. hvað ríkisstjórnin er langt eftir á - að vera að grípa núna til aðgerða sem hefði átt að grípa til í "góðærinu", en "newsflash" það er of seint!  - Það þýðir lítið að reka land sem er í bullandi niðursveiflu, eða nei, það er ekki rétt hjá mér, það þýðir lítið að reka land sem er algerlega stopp með þessum aðgerðum! Atvinnulaust fólk borgar ekki af lánunum sínum, atvinnulaust fólk borgar ekki mikla skatta og já, atvinnulaust fólk mun ekki hafa efni á að nota heilbrigðisþjónustuna eða leggjast inn á sjúkrahús því gjöldin hafa hækkað svo mikið (mæli með Eistlandi btw!!).  

Hvað er að gerast í löndunum í kringum okkur?  Þessum elsku nágrannalöndum sem okkur finnst svo gaman að bera okkur saman við?  Jú, það er verið að snaaaaarlækka vexti, sbr. vini okkar og frændur í Noregi sem lækkar stýrivexti sína frá og með deginum í dag um 1.75% niður í 3.00%, Bandaríkin eru með stýrivexti í 0.00-0.25% og eru að prenta peninga eins og þeim sé borgað fyrir það.  Til hvers? Jú, m.a. til að reyna að koma hjólum atvinnulífsins til að snúast aftur og hvetja til neyslu.  Hvað gerum við? Jú - hækkum stýrivexti upp í 18% út af því að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sagði að við ættum að gera það í samningi sem enginn fær að sjá.  Í hvað nákvæmlega fer lánið frá gjaldeyrissjóðnum?  Á eingöngu að nota það í að styðja við krónuna?  Erum við s.s. að borga þessa hundriði milljarða í fórnarkostnað til að halda krónunni? Og hver fær peninginn?!

Og svo ég haldi áfram, hvar er Alþingi?!  Já nei, alveg rétt - Alþingi skiptir engu máli.  Alþingi er meira segja of ómerkileg stofnun til að fá að sjá samninginn við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.  Samt á Alþingi að samþykkja þetta blessaða fjárlagafrumvarp sem liggur frammi.  Fjárlagafrumvarpið þar sem standa átti vörð um heilbrigðiskerfið og menntakerfið, því jú; það átti ekki að skerða grunnþjónustu og þar sem það eru allir að missa vinnuna þá er auðvitað best að senda alla í nám, jú - gott og blessað, það virkaði t.d. fínt í Finnlandi, en hvernig eiga skólarnir að geta tekið við öllum þessum nemendum á sama tíma og þeir eru skornir niður já, alveg heilan helling?!  Það er einfaldlega heimskulegt að skera svona niður í menntamálum.  Þetta eru gamaldags aðgerðir og eingöngu til skamms tíma í stað þess að hugsa aðeins út fyrir rammann.  Hreinn niðurskurður í stað þess að nýta þá peninga sem eru til í að finna lausnir til framtíðar.  En því miður virðast stjórnvöld vera aðeins framtíðarsnauðir stjórnmálamenn sem enn hyggla auðmönnum á kostnað allra hinna. 

Það hefur endalaust sukk og svínarí verið í gangi undanfarin ár (og já, líka áður en núverandi ríkisstjórn tók við völdum) sbr. það sem kemur fram í Tíund, fréttablaði Ríkisskattstjóra: ,,"Í raun má halda því fram að viðskiptalífið hafi þrifist á vissum blekkingum sem snérust um að sýna eins góða fjárhagsstöðu fyrirtækjanna og mögulegt var með því að færa allar eignir þeirra á hæsta mögulega verði og stuðla þannig að því að gengi hlutabréfanna yrði sem allra hæst," segir Aðalsteinn."

Hættum þessari meðvirkni - auðvitað á ríkisstjórnin að segja af sér, auðvitað eru til aðrir í landinu sem geta tekið við völdum og jafnvel gert betur, það er a.m.k. erfitt að standa sig verr!!  Látum ekki segja okkur og trúum ekki þessari möntru ríkisstjórnarinnar að það sé enginn annar sem geti staðið sig í "björgunarstörfunum".  Það er bara kjaftæði og við vitum það og þau vita það líklega enn betur.  Eins með rannsóknaraðilana og skilanefndirnar, þessa sem eru þeir einu sem eru hæfir til starfans, þrátt fyrir öll hagsmunatengslin!  Ef það er enginn sem ekki hefur e-r hagsmunatengsl og er hæfur í landinu, þá eigum við einfaldlega að leita út fyrir landið til að fá hæft fólk án hagsmunatengsla.

Annars finnst mér fyndnast í þessu öllu saman hvað allir tala um þessi blessuðu peningamál eins og um sé að ræða e-r óbreytanleg náttúrulögmál, jafn óbreytanleg og staðreyndin að jörðin snýst í kringum sólina ... hahahahaha. 

Fjúff, mikið var þetta gott að fá smá útrás.  Hefði getað skrifað miklu meira og komið inn á fleiri hluti, en bendi þeim sem vilja lesa gott hagfræðiblogg á bloggið hjá Kristni Hermanns.

Meira síðar.


Hvít jól?

Eigum við að ræða það að á morgun verða aðeins 9 dagar til jóla og ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf? Blush 

Já, það hefur svo sannarlega verið nóg annað að gera, jólahlaðborð og fleiri skemmtilegheit og svo er ég enn að taka upp úr kössunum Shocking  Neðri hæðin er orðin nokkuð mikið heimilisleg, ánægð með það Wink ... hins vegar er efri hæðin Whistling  Já, við skulum ekkert ræða það neitt meira.

Tókuð þið eftir tunglinu í gær?  Ekkert smá stórkostlegt LoL  Tók tvær myndir af því í gær, önnur lýsir útsýninu úr íbúðinni vel, hin var tekin úr Engidalnum Smile

3108883510_feac09f92f

3108883206_105e87eb9b

Vona að jólaundirbúningurinn gangi vel hjá ykkur Joyful

Meira síðar.


Af hverju er fjármagnstekjuskatturinn ekki hækkaður?

Getur e-r sagt mér af hverju fjármagnstekjuskatturinn er ekki hækkaður? FootinMouth
mbl.is Tekjuskattur og útsvar hækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jólin, jólin allsstaðar

Hafið þið tekið eftir því að tíminn virðist líða hraðar í desember? Smile  Það kannski kemur til út af þessu flutningaveseni, en mér finnst tíminn hafa hreinlega flogið áfram Halo 

Aðeins 15 dagar til jóla.

Aðeins 15 dagar, og ég er ekki byrjuð að kaupa jólagjafirnar Whistling  Það hefur einhvern veginn allur minn tími farið í að læra, undirbúa próf ... og síðast en langt frá því að vera síst, að taka upp úr kössum og klára að íbúðast Joyful  Það hefur þó gengið það vel að óhætt er að segja að neðri hæðin sé orðin heimilisleg.  Ég er búin að baka einu sinni í ofninum  (súkkulaðibitakökur sem eru löngu búnar) og já, uppskriftabækurnar komnar upp á hillu í eldhúsinu og Saga Ísafjarðar komin upp á hillu í stofunni LoL

Já, það eru bara jólagjafakaup, meiri lærdómur og áframhaldandi uppúrkassapakkanir framundan ... hlakka til þegar þetta verður allt tilbúið Smile

Hef verið voða léleg við myndatökur ... en tók þessar tvær á leiðinni úr Bolungarvík og í Bolungarvík ...

n670702259_1618868_9877

Á leið frá vinnu ...

n670702259_1618870_465

Útsýnið úr skrifstofunni ...

Meira síðar.


Flutningar

Lífið hefur hreinlega verið á hvolfi síðan ég kom heim Sideways  Með (mikilli) aðstoð fjölskyldu og vina er nú loksins búið að mála allt (nema gluggana) og búið að leggja parket.  Búið er að flytja allt (hmm... eða a.m.k. meirihlutann) smádraslið og aðeins stóra dótið eftir (sófinn og allt það) Smile  Ég er því að fá góða vini og fjölskyldu til að hjálpa mér með stóra dótið ... sem betur fer þar sem ég má víst ekki lyfta neinu rosa þungu (heh, eins og ég hefði getað það fyrir botnlangakast) Wink 

Svo eru það bara þrif í Turninum og þá verð ég formlega flutt í Mjallargötuna - endilega kíkið í heimsókn Smile

Meira síðar.


Komin heim!

Loksins, loksins er ég komin heim í faðm fjalla blárra og mikið ofsalega er það yndisleg tilfinning! Halo

Ferðalagið heim gekk vonum framar.  Við, ég og Karl Benediktsson kennarinn minn, lögðum af stað frá Pärnu kl. 08.00 til Tallin.  Þaðan flugum við til London, Stansted og svo um kvöldið flugum við með Iceland Express (sem veitti frábæra þjónustu btw) til Keflavíkur Smile  Ég var auðvitað orðin frekar lúin eftir ferðalagið, en var þó mest þreytt eftir legginn Tallin/Stansted, þannig að það var ágætt að við höfðum góðan tíma þar til að hvíla okkur á milli fluga. 

Haukur frændi sótti okkur svo á flugvöllinn og skilaði mér heim til Möggu frænku þar sem ég fór auðvitað bara beint í bólið.  Ég var svo einn dag að jafna mig heima hjá Möggu og flaug svo vestur á miðvikudagsmorgun Happy 

Ég get eiginlega ekki lýst því hversu stórkostleg tilfinning það var að sjá Ísafjörð aftur, hvað þá að lenda og vera komin til Ísafjarðar aftur ... þeir sem hafa upplifað þessa tilfinningu vita hvað ég á við ... LoL  Fyrsti dagurinn fór svo meira og minna í að hvílast og njóta þess að vera komin heim.  Ég hef verið að reyna að fara í stutta göngutúra (gott fyrir gróandann) en er svo bara búin á því eftir þá og hef þá einfaldlega bara lagt mig, sem er mjög notalegt Smile

Annars er þetta frekar óheppilegur tími til að vera að standa í svona löguðu.  Ég þarf að flytja fyrir mánaðarmót og á eftir að pakka og mála nýju íbúðina Woundering  Það verður því málningavinna núna um helgina í fullum gangi og eru allar hendur vel þegnar ... sérstaklega þar sem ég má víst ekki mála strax ... a.m.k. ekki með rúllu Smile  Endilega hafið samband við mig ef þið eigið dauðan tíma um helgina sem ykkur langar að nota til að hjálpa Joyful

Að lokum ... þessar örfáu myndir sem ég náði að taka í Eistlandi áður en bólgan skall á ...

3029611290_57eb785e70

Einhverstaðar í Eistlandi

3029611130_a9770b79d3

Valga/Valka - Lettlandsmegin

3028776911_2d7b2d239b

Útsýnið úr hótelherberginu - horft yfir til Háskólans í Pärnu

Meira síðar.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband